Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 16:44 Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti. AP/Alex Brandon Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Læknar höfðu brugðist reiðir við yfirlýsingum Hahn, sem hann varpaði fram í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði „djúpríkið, eða einhverja“ hjá FDA um að standa í vegi fyrir samþykki blóðvökvameðferðar og annarra lyfja gegn Covid-19. Það segir Trump að djúpríkið sé að gera til að koma niður á honum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. The deep state, or whoever, over at the FDA is making it very difficult for drug companies to get people in order to test the vaccines and therapeutics. Obviously, they are hoping to delay the answer until after November 3rd. Must focus on speed, and saving lives! @SteveFDA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2020 Forsetinn tilkynnti svo í gær að FDA hefði samþykkt meðferðir í neyðaryfirlýsingu. Hann sagði það um sögulegar framfarir væri að ræða. Hahn sagði svo að rúmlega 35 manns af hundrað myndu lifa af ef þau fengu blóðvökvameðferð. Sú yfirlýsing ýkir verulega kosti rannsókna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísbendingar eru um að blóðvökvameðferð geti hjálpað þeim sem smitast hafa af Covid-19 en sérfræðingar segja það þó langt frá því að vera fullljóst. Hahn hefur verið gagnrýndur fyrir að láta eftir Trump í pólitískum tilgangi og grafa undan trúverðugleika FDA. Hahn var einnig gagnrýndur fyrir að varpa ummælum sínum um meðferðina fram í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins svo yfirlýsingin féll eins og flís við rass í kosningabaráttu Trump. Hann segir ákvörðunina þó hafa verið tekna af sjálfstæðum hætti af vísindamönnum og sérfræðingum Lyfjaeftirlitsins. Hann mótmælti ekki yfirlýsingum Trump um að þróun blóðvökvameðferðar væri söguleg og að starfsmenn FDA væru að vinna gegn forsetanum. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á þróun og vonast Trump-liðar til þess að skjótur árangur gæti nýst honum í baráttunni um endurkjör. Viðmælendur AP segja þó ljóst að ummæli Trump um Lyfjaeftirlitið vinni gegn trúverðugleika stofnunarinnar, þegar þörf sé á því að sem flestir treysti henni. Þegar öruggt bóluefni líti dagsins ljóst þurfi sem flestir að taka það. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Læknar höfðu brugðist reiðir við yfirlýsingum Hahn, sem hann varpaði fram í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði „djúpríkið, eða einhverja“ hjá FDA um að standa í vegi fyrir samþykki blóðvökvameðferðar og annarra lyfja gegn Covid-19. Það segir Trump að djúpríkið sé að gera til að koma niður á honum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. The deep state, or whoever, over at the FDA is making it very difficult for drug companies to get people in order to test the vaccines and therapeutics. Obviously, they are hoping to delay the answer until after November 3rd. Must focus on speed, and saving lives! @SteveFDA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2020 Forsetinn tilkynnti svo í gær að FDA hefði samþykkt meðferðir í neyðaryfirlýsingu. Hann sagði það um sögulegar framfarir væri að ræða. Hahn sagði svo að rúmlega 35 manns af hundrað myndu lifa af ef þau fengu blóðvökvameðferð. Sú yfirlýsing ýkir verulega kosti rannsókna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísbendingar eru um að blóðvökvameðferð geti hjálpað þeim sem smitast hafa af Covid-19 en sérfræðingar segja það þó langt frá því að vera fullljóst. Hahn hefur verið gagnrýndur fyrir að láta eftir Trump í pólitískum tilgangi og grafa undan trúverðugleika FDA. Hahn var einnig gagnrýndur fyrir að varpa ummælum sínum um meðferðina fram í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins svo yfirlýsingin féll eins og flís við rass í kosningabaráttu Trump. Hann segir ákvörðunina þó hafa verið tekna af sjálfstæðum hætti af vísindamönnum og sérfræðingum Lyfjaeftirlitsins. Hann mótmælti ekki yfirlýsingum Trump um að þróun blóðvökvameðferðar væri söguleg og að starfsmenn FDA væru að vinna gegn forsetanum. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á þróun og vonast Trump-liðar til þess að skjótur árangur gæti nýst honum í baráttunni um endurkjör. Viðmælendur AP segja þó ljóst að ummæli Trump um Lyfjaeftirlitið vinni gegn trúverðugleika stofnunarinnar, þegar þörf sé á því að sem flestir treysti henni. Þegar öruggt bóluefni líti dagsins ljóst þurfi sem flestir að taka það.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent