Forsetinn formlega tilnefndur af Repúblikanaflokknum Andri Eysteinsson skrifar 24. ágúst 2020 22:05 Trump steig á svið í Charlotte í dag. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í dag formlega tilnefndur sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember. Af því tilefni flutti Trump ræðu fyrir landsfundi Repúblikana sem vegna faraldurs kórónuveirunnar var haldið með breyttu sniði en tíðkast hefur. AP greinir frá. Í stað þúsunda fundargesta voru einungis nokkur hundruð manns samankomin í Charlotte í Norður-Karólínu til að hlýða á orð forsetans. Kosningarnar væru ekki áreiðanlegar ef Demókratar sigra Trump mætti sjálfur til Charlotte og sagði það sýna muninn á sér og mótframbjóðanda sínum Joe Biden sem ekki mætti til Wisconsin þar sem Demókrataflokkurinn ætlaði að halda landsfund sinn. Fundurinn fór fram með hjálp tækninnar. Trump talaði í rúman klukkutíma og gerði tilraun til að endurvekja efasemdir um áreiðanleika kosninganna, ef hann skyldi lúta í lægra haldi fyrir Biden. „Farið mjög varlega, sagði Trump. Þetta eru mikilvægustu kosningar í sögu þjóðarinnar. Ekki leyfa þeim að hrifsa þær frá ykkur,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. „Eina leið þeirra til að sigra kosningarnar eru ef þau eiga við hana,“ sagði forsetinn einnig og átti að sjálfsögðu við andstæðinga sína í Demókrataflokknum. Næstu fjóra daga munu Repúblikanar flytja ræður og fara yfir árangur sem náðst hefur á kjörtímabilinu og freista þess að sannfæra fleiri kjósendur að kjósa Trump í nóvember. Hafa Repúblikanar gefið út að stefnt sé að því að hafa jákvæðan blæ yfir landsfundinum en flokksmenn höfðu sumir gagnrýnt landsfund Demókrata fyrir neikvæðni. Helstu ræðumenn næstu daga, Melania Trump forsetafrú, varaforsetinn Mike Pence og jú forsetinn sjálfur, sem mun flytja aðra ræðu í lok fundarins, munu ávarpa flokksmenn með hjálp tækninnar. Melania mun flytja tölu í Rósagarði Hvíta hússins, Pence mun tala frá Baltimore í Maryland og Trump forseti mun sjálfur ávarpa stuðningsmenn sína frá Hvíta húsinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var í dag formlega tilnefndur sem forsetaefni Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í byrjun nóvember. Af því tilefni flutti Trump ræðu fyrir landsfundi Repúblikana sem vegna faraldurs kórónuveirunnar var haldið með breyttu sniði en tíðkast hefur. AP greinir frá. Í stað þúsunda fundargesta voru einungis nokkur hundruð manns samankomin í Charlotte í Norður-Karólínu til að hlýða á orð forsetans. Kosningarnar væru ekki áreiðanlegar ef Demókratar sigra Trump mætti sjálfur til Charlotte og sagði það sýna muninn á sér og mótframbjóðanda sínum Joe Biden sem ekki mætti til Wisconsin þar sem Demókrataflokkurinn ætlaði að halda landsfund sinn. Fundurinn fór fram með hjálp tækninnar. Trump talaði í rúman klukkutíma og gerði tilraun til að endurvekja efasemdir um áreiðanleika kosninganna, ef hann skyldi lúta í lægra haldi fyrir Biden. „Farið mjög varlega, sagði Trump. Þetta eru mikilvægustu kosningar í sögu þjóðarinnar. Ekki leyfa þeim að hrifsa þær frá ykkur,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína. „Eina leið þeirra til að sigra kosningarnar eru ef þau eiga við hana,“ sagði forsetinn einnig og átti að sjálfsögðu við andstæðinga sína í Demókrataflokknum. Næstu fjóra daga munu Repúblikanar flytja ræður og fara yfir árangur sem náðst hefur á kjörtímabilinu og freista þess að sannfæra fleiri kjósendur að kjósa Trump í nóvember. Hafa Repúblikanar gefið út að stefnt sé að því að hafa jákvæðan blæ yfir landsfundinum en flokksmenn höfðu sumir gagnrýnt landsfund Demókrata fyrir neikvæðni. Helstu ræðumenn næstu daga, Melania Trump forsetafrú, varaforsetinn Mike Pence og jú forsetinn sjálfur, sem mun flytja aðra ræðu í lok fundarins, munu ávarpa flokksmenn með hjálp tækninnar. Melania mun flytja tölu í Rósagarði Hvíta hússins, Pence mun tala frá Baltimore í Maryland og Trump forseti mun sjálfur ávarpa stuðningsmenn sína frá Hvíta húsinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira