„Þykir leitt að menn hafi gleymt sér“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2020 16:45 Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik. skjáskot/Selfoss TV „Því miður er þetta hættan þegar menn eru að byrja aftur upp á nýtt, að þeir gleymi sér í hita leiksins,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um brot nokkurra liða á sóttvarnareglum á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. HSÍ gáfu í samráði við sóttvarnayfirvöld út reglur fyrir tíu dögum um sóttvarnir á æfingum og í æfingaleikjum, vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert segir þær að mestu hafa verið mjög vel virtar á mótinu á Selfossi en eins og Vísir fjallaði um í dag virtu fáein lið þó að vettugi reglu um að forðast samgang eftir að leik lýkur. Mátti sjá andstæðinga gefa hver öðrum spaðafimmur og fallast í faðma. „Það kom í ljós eftir leik Aftureldingar og Stjörnunnar síðasta þriðjudag að ákveðnir hlutir hefðu verið í bága við þær reglur sem við höfðum gefið út. Við sendum þá út ítrekanir á félögin, en þetta kom greinilega upp aftur á laugardaginn,“ segir Róbert, og vísar til leiks Selfoss og ÍBV á laugardag. „Við höfum ítrekað núna aftur við félögin að gæta að þeim reglum sem eru í gildi. Almennt var framkvæmdin á Selfossi mjög góð og sem betur fer sást þetta nú ekki nema í örfáum leikjum. En vissulega má gera betur, eins og sést bersýnilega á þessum myndum. Mér þykir aðallega leitt að menn hafi gleymt sér, og við höfum ítrekað það við félögin almennt að við þurfum að gæta okkar. Að við förum eftir þeim reglum sem séu í gildi,“ segir Róbert. „Lítum á það sem forréttindi að fá að spila“ En gæti verið að leikmenn sjái einfaldlega ekki tilgang í að forðast snertingu, eftir að hafa tekist á í handboltaleik með tilheyrandi nánd við andstæðingana? „Ég held að þetta sé frekar gleymska. Menn eru kannski búnir að takast á í sextíu mínútur og eru vanir því að þakka fyrir sig að leik loknum. Þessari háttvísi höfum við alið á í íþróttum mjög lengi, en allt í einu núna, sökum ástandsins, verðum við eðlilega að falla frá þessu vegna sóttvarna,“ segir Róbert og vonar að handboltafélög landsins gæti betur að gildandi reglum nú þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. „Það er okkar að framfylgja þessum reglum og almennt séð hefur það gengi mjög vel. Leikmenn hafa passað sig – nota til dæmis ekki búningsklefa heldur mæta klæddir, og taka þessu alvarlega eins og flestallir í þessu þjóðfélagi. Við lítum á það sem forréttindi að fá að spila og æfa handbolta í þessu ástandi, og það vilja allir gera sitt besta til að framfylgja þeim reglum sem fyrir eru.“ Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UMF Selfoss Tengdar fréttir Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Því miður er þetta hættan þegar menn eru að byrja aftur upp á nýtt, að þeir gleymi sér í hita leiksins,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um brot nokkurra liða á sóttvarnareglum á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. HSÍ gáfu í samráði við sóttvarnayfirvöld út reglur fyrir tíu dögum um sóttvarnir á æfingum og í æfingaleikjum, vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert segir þær að mestu hafa verið mjög vel virtar á mótinu á Selfossi en eins og Vísir fjallaði um í dag virtu fáein lið þó að vettugi reglu um að forðast samgang eftir að leik lýkur. Mátti sjá andstæðinga gefa hver öðrum spaðafimmur og fallast í faðma. „Það kom í ljós eftir leik Aftureldingar og Stjörnunnar síðasta þriðjudag að ákveðnir hlutir hefðu verið í bága við þær reglur sem við höfðum gefið út. Við sendum þá út ítrekanir á félögin, en þetta kom greinilega upp aftur á laugardaginn,“ segir Róbert, og vísar til leiks Selfoss og ÍBV á laugardag. „Við höfum ítrekað núna aftur við félögin að gæta að þeim reglum sem eru í gildi. Almennt var framkvæmdin á Selfossi mjög góð og sem betur fer sást þetta nú ekki nema í örfáum leikjum. En vissulega má gera betur, eins og sést bersýnilega á þessum myndum. Mér þykir aðallega leitt að menn hafi gleymt sér, og við höfum ítrekað það við félögin almennt að við þurfum að gæta okkar. Að við förum eftir þeim reglum sem séu í gildi,“ segir Róbert. „Lítum á það sem forréttindi að fá að spila“ En gæti verið að leikmenn sjái einfaldlega ekki tilgang í að forðast snertingu, eftir að hafa tekist á í handboltaleik með tilheyrandi nánd við andstæðingana? „Ég held að þetta sé frekar gleymska. Menn eru kannski búnir að takast á í sextíu mínútur og eru vanir því að þakka fyrir sig að leik loknum. Þessari háttvísi höfum við alið á í íþróttum mjög lengi, en allt í einu núna, sökum ástandsins, verðum við eðlilega að falla frá þessu vegna sóttvarna,“ segir Róbert og vonar að handboltafélög landsins gæti betur að gildandi reglum nú þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. „Það er okkar að framfylgja þessum reglum og almennt séð hefur það gengi mjög vel. Leikmenn hafa passað sig – nota til dæmis ekki búningsklefa heldur mæta klæddir, og taka þessu alvarlega eins og flestallir í þessu þjóðfélagi. Við lítum á það sem forréttindi að fá að spila og æfa handbolta í þessu ástandi, og það vilja allir gera sitt besta til að framfylgja þeim reglum sem fyrir eru.“
Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UMF Selfoss Tengdar fréttir Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30