„Hæ, hæ, viltu koma í reiðtúr?“ „Já, ókey, þá heyrumst við bara“.
Svona byrjar það þegar vinkonurnar Metta og Hildur fara í reiðtúr saman. Metta býr í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð og Hildur í sömu sveit, á bænum Brekku. Sjö kílómetrar er á milli þeirra. Þær eru miklar hestastelpur og hafa alltaf riðið mikið út saman en nú eru þær ekki að hittast vegna Covid-19 og taka því símatæknina í sínar hendur. Metta er á Ísaþór, 16 vetra.
En hvað eru þær að tala um?
„Bara það sem okkur dettur í hug“, segir Metta.
Hildur, sem býr á Brekku ríður út á Sóley, 14 vetra sem er hennar hestur.
„Hæ, hæ, ég er að fara að leggja af stað. Ég heyri bara í þér á eftir“, segir Hildur þegar hún hringir í Mette.

Báðar hafa þær áhyggjur af því hvort landsmót hestamanna verður haldið á Hellu í sumar eða ekki vegna Covid-19.
„Já, við vorum mjög spenntar fyrir því en erum dálítið hræddar um að því verði frestað, en vonum bara það besta“, segir Hildur.