Cristiano Ronaldo að plana annars konar endurkomu til Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 12:00 Cristiano Ronaldo vann marga titla með Manchester United þar á meðal Meistaradeildina. Getty/ Etsuo Hara Margir stuðningsmenn Manchester United hafa eflaust dreymt lengi um að sjá Cristiano Ronaldo aftur í búningi Manchester United liðsins en Portúgalinn er aftrur á móti að skipuleggja endurkomu til Manchester borgar sem er af allt öðru tagi. Cristiano Ronaldo er sagður verið að plana það að opna 27 milljón punda lúxushótel á besta stað í Manchester borg. Daily Mail segir frá. Ronaldo er í samvinnu í þessu verkefni með ferðamanna- og frístundarfyrirtækinu Pestana frá Portúgal. Hótelið verður ellefu hæðir og meðal annars með bar á húsþakinu. Hótelið mun bera nafnið CR7 Pestana. Cristiano Ronaldo planning to open £27m four-star 'high end lifestyle hotel' with a rooftop bar in Manchester https://t.co/7qAvV6KcGq— MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2020 Cristiano Ronaldo er ekki lengur bara frábær fótboltamaður því hann er orðinn mikill viðskiptamaður og fjárfestir líka. Hótel Cristiano Ronaldo hafa risið í Madeira, Lissabon, Madrid, New York, Marrakesh og París og nú er stefnan sett á að nýjasta hótelið hans verði opnað í Manchester árið 2023. Ronaldo og samstarfsmenn hans hafa lagt inn beiðni til borgarstjórnar Manchester en verkefnið mun kosta 27 milljónir pund eða milljarða íslenskra króna. Stefnan er að endurnýt tvær byggingar á svæðinu og breyta þeim í hótel. 151 háklassa herbergi verða á hóteli auk helstu lúxusþjónustu. Það verður líkamsræktarstöð í kjallaranum og kaffihús og bar á jarðhæðinni. Svo má ekki gleyma fyrrnefndum lúxusbar upp á þaki. Cristiano Ronaldo yrði þá ekki eini fyrrum leikmaður Manchester með hótel á svæðinu því strákarnir úr „Class of 92“, Gary Neville, Phil Neville, Ryan Giggs, Nicky Butt og Paul Scholes, opnuðu „Hotel Football“ við hliðina á Old Trafford árið 2015. Það er vel við hæfi að hótel Ronaldo verði sett á laggirnar í Manchester. Þar hófst ferill hans fyrir alvöru og þar varð hann að besta knattspyrnumanni heims undir leiðsögn Sir Alex Ferguson. Cristiano Ronaldo eyddi sex árum á Old Trafford þar sem hann skoraði 119 mörk og vann níu titla. United seldi hann til Real Madrid sumarið fyrir 80 milljónir punda sem var þá nýtt heimsmet. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Margir stuðningsmenn Manchester United hafa eflaust dreymt lengi um að sjá Cristiano Ronaldo aftur í búningi Manchester United liðsins en Portúgalinn er aftrur á móti að skipuleggja endurkomu til Manchester borgar sem er af allt öðru tagi. Cristiano Ronaldo er sagður verið að plana það að opna 27 milljón punda lúxushótel á besta stað í Manchester borg. Daily Mail segir frá. Ronaldo er í samvinnu í þessu verkefni með ferðamanna- og frístundarfyrirtækinu Pestana frá Portúgal. Hótelið verður ellefu hæðir og meðal annars með bar á húsþakinu. Hótelið mun bera nafnið CR7 Pestana. Cristiano Ronaldo planning to open £27m four-star 'high end lifestyle hotel' with a rooftop bar in Manchester https://t.co/7qAvV6KcGq— MailOnline Sport (@MailSport) August 22, 2020 Cristiano Ronaldo er ekki lengur bara frábær fótboltamaður því hann er orðinn mikill viðskiptamaður og fjárfestir líka. Hótel Cristiano Ronaldo hafa risið í Madeira, Lissabon, Madrid, New York, Marrakesh og París og nú er stefnan sett á að nýjasta hótelið hans verði opnað í Manchester árið 2023. Ronaldo og samstarfsmenn hans hafa lagt inn beiðni til borgarstjórnar Manchester en verkefnið mun kosta 27 milljónir pund eða milljarða íslenskra króna. Stefnan er að endurnýt tvær byggingar á svæðinu og breyta þeim í hótel. 151 háklassa herbergi verða á hóteli auk helstu lúxusþjónustu. Það verður líkamsræktarstöð í kjallaranum og kaffihús og bar á jarðhæðinni. Svo má ekki gleyma fyrrnefndum lúxusbar upp á þaki. Cristiano Ronaldo yrði þá ekki eini fyrrum leikmaður Manchester með hótel á svæðinu því strákarnir úr „Class of 92“, Gary Neville, Phil Neville, Ryan Giggs, Nicky Butt og Paul Scholes, opnuðu „Hotel Football“ við hliðina á Old Trafford árið 2015. Það er vel við hæfi að hótel Ronaldo verði sett á laggirnar í Manchester. Þar hófst ferill hans fyrir alvöru og þar varð hann að besta knattspyrnumanni heims undir leiðsögn Sir Alex Ferguson. Cristiano Ronaldo eyddi sex árum á Old Trafford þar sem hann skoraði 119 mörk og vann níu titla. United seldi hann til Real Madrid sumarið fyrir 80 milljónir punda sem var þá nýtt heimsmet.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti