Gylfi: Heyrði ekki hvað Gary Neville sagði um mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Blackpool um helgina þar sem hann skoraði tvö mörk. Getty/Nathan Stirk Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki lesa ensku blöðin eða hlusta á knattspyrnusérfræðinga í sjónvarpinu. Gagnrýnin á íslenska landsliðsmanninn fer því framhjá honum sem er kannski eins gott miðað við síðasta tímabil. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki verið að spila sína náttúrulegu stöðu síðan að Carlo Ancelotti tók við liði Everton og hann ræddi nýja hlutverkið í viðtali við staðarblaðið í Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skorað tvö mörk og lagði upp eitt að auki í æfingarleik með Everton. Hann ræddi líka stöðu sína við Liverpool Echo blaðið. Gylfi talaði við blaðamann Liverpool Echo um nýju leikstöðina sem Carlo Ancelotti lét hann spila á síðasta tímabili. Ancelotti færði Gylfa aftar á völlinn og hann kom oft ekki mikið við sögu þegar kom að því að klára sóknir Everton liðsins. Það var vissulega auðvelt að benda á það að tölurnar yfir mörk og stoðsendingar hrundu á síðustu leiktíð eftir þrettán marka og sex stoðsendinga tímabil 2018-19 en Gylfi endaði með tvö mörk og þrjár stoðsendingar. Gylfi segir líka að hann hafi þurft að fjarlægast sinn náttúrulega leik til að geta skilað nýju stöðunni. Sigurdsson on his position, future and more https://t.co/t4ORP8V9Gl— Everton FC News (@LivEchoEFC) August 23, 2020 Marco Silva spilaði 4-2-3-1 leikkerfið með Gylfa oftast í holunni en Carlo Ancelotti vill spila 4-4-2. Ancelotti er sagður ætla að styrkja liðið á miðjusvæðinu og þar hafa verið nefndir leikmenn eins og Allan og Abdoulaye Doucoure. Gylfi var oft harðlega gagnrýndur á síðasta tímabili þar af einu sinni af Gary Neville á Sky Sports sem var allt annað en sáttur með íslenska landsliðsmanninn í tapleik á móti Tottenham í síðasta mánuði. Gylfi sagði viðtalinu við Liverpool Echo að hann hafi ekki heyrt það sem Gary Neville sagði um hann og hann hafi bara áhuga á áliti eins manns sem er skoðun knattspyrnustjórans Carlo Ancelotti. It s like Carlo Ancelotti was listening to Gary Neville on comms laying into Gylfi Sigurdsson... https://t.co/r76aLK13ep— Molly Hudson (@M0lly_Writes) July 6, 2020 Gylfi segir að Ancelotti hafi verið ánægður með hann en jafnframt að það hafi reynt á hann að spila ekki sína náttúrulegu stöðu. Ancelotti kom Gylfa líka til varnar í framhaldinu. „Það er orðið þægilegra fyrir mig að spila þarna núna. Ég hef samt alltaf sagt að þetta er gjörólík staða,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. „Þegar vængmennirnir hafa boltann og eru að búa sig undir að gefa boltann fyrir þá er ég vanur að koma mér inn í teig til að reyna að skora. Núna þarf ég hins vegar að halda stöðunni til að passa upp á mögulega skyndisókn mótherjann,“ sagði Gylfi. „Stundum vil ég samt koma mér inn í teig en þá heyri ég í mönnum eins og Mason segja: Ekki fara, ekki fara, ekki fara. Það er gjörólíkt og þú verður að hugsa leikinn öðruvísi. Mitt starf er núna að reyna að byrja sóknirnar í stað þess að klára þær,“ sagði Gylfi. Carlo Ancelotti hefur samt ekki rætt mikið við hann um þessa nýju stöðu. „Við höfum ekki talað mikið saman um þetta. Þetta snýst bara um að staðsetja sig rétt, halda stöðu og gera það sem hann vill að ég geri með og án bolta,“ sagði Gylfi. | Top bins from Gylfi!#EFC pic.twitter.com/QyIQAsfyO2— Everton (@Everton) August 22, 2020 Gagnrýnin á Gylfa hefur ekki farið framhjá íslensku knattspyrnuáhugafólki en virðist fara framhjá Gylfa sjálfum. „Ég hef ekki áhyggjur af framtíð minni hér. Stjórinn hefur verið ánægður með mig og ég er augljóslega að spila allt aðra stöðu. Ég les ekki fréttamiðlana,“ sagði Gylfi. „Það eina sem skiptir máli er skoðun stjórans á mér. Ef hann er ánægður þá er ég að gera eitthvað rétt. Ef hann er ekki ánægður með mig þá þarf ég bara að æfa enn betur og gera betur það sem hann vill að ég geri,“ sagði Gylfi „Ég hef verið að spila tíuna, áttuna og sexuna á æfingunum. Við tölum samt ekki mikið um þetta. Ég mun bara spila þar sem að hann vill að ég spili,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki lesa ensku blöðin eða hlusta á knattspyrnusérfræðinga í sjónvarpinu. Gagnrýnin á íslenska landsliðsmanninn fer því framhjá honum sem er kannski eins gott miðað við síðasta tímabil. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki verið að spila sína náttúrulegu stöðu síðan að Carlo Ancelotti tók við liði Everton og hann ræddi nýja hlutverkið í viðtali við staðarblaðið í Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skorað tvö mörk og lagði upp eitt að auki í æfingarleik með Everton. Hann ræddi líka stöðu sína við Liverpool Echo blaðið. Gylfi talaði við blaðamann Liverpool Echo um nýju leikstöðina sem Carlo Ancelotti lét hann spila á síðasta tímabili. Ancelotti færði Gylfa aftar á völlinn og hann kom oft ekki mikið við sögu þegar kom að því að klára sóknir Everton liðsins. Það var vissulega auðvelt að benda á það að tölurnar yfir mörk og stoðsendingar hrundu á síðustu leiktíð eftir þrettán marka og sex stoðsendinga tímabil 2018-19 en Gylfi endaði með tvö mörk og þrjár stoðsendingar. Gylfi segir líka að hann hafi þurft að fjarlægast sinn náttúrulega leik til að geta skilað nýju stöðunni. Sigurdsson on his position, future and more https://t.co/t4ORP8V9Gl— Everton FC News (@LivEchoEFC) August 23, 2020 Marco Silva spilaði 4-2-3-1 leikkerfið með Gylfa oftast í holunni en Carlo Ancelotti vill spila 4-4-2. Ancelotti er sagður ætla að styrkja liðið á miðjusvæðinu og þar hafa verið nefndir leikmenn eins og Allan og Abdoulaye Doucoure. Gylfi var oft harðlega gagnrýndur á síðasta tímabili þar af einu sinni af Gary Neville á Sky Sports sem var allt annað en sáttur með íslenska landsliðsmanninn í tapleik á móti Tottenham í síðasta mánuði. Gylfi sagði viðtalinu við Liverpool Echo að hann hafi ekki heyrt það sem Gary Neville sagði um hann og hann hafi bara áhuga á áliti eins manns sem er skoðun knattspyrnustjórans Carlo Ancelotti. It s like Carlo Ancelotti was listening to Gary Neville on comms laying into Gylfi Sigurdsson... https://t.co/r76aLK13ep— Molly Hudson (@M0lly_Writes) July 6, 2020 Gylfi segir að Ancelotti hafi verið ánægður með hann en jafnframt að það hafi reynt á hann að spila ekki sína náttúrulegu stöðu. Ancelotti kom Gylfa líka til varnar í framhaldinu. „Það er orðið þægilegra fyrir mig að spila þarna núna. Ég hef samt alltaf sagt að þetta er gjörólík staða,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. „Þegar vængmennirnir hafa boltann og eru að búa sig undir að gefa boltann fyrir þá er ég vanur að koma mér inn í teig til að reyna að skora. Núna þarf ég hins vegar að halda stöðunni til að passa upp á mögulega skyndisókn mótherjann,“ sagði Gylfi. „Stundum vil ég samt koma mér inn í teig en þá heyri ég í mönnum eins og Mason segja: Ekki fara, ekki fara, ekki fara. Það er gjörólíkt og þú verður að hugsa leikinn öðruvísi. Mitt starf er núna að reyna að byrja sóknirnar í stað þess að klára þær,“ sagði Gylfi. Carlo Ancelotti hefur samt ekki rætt mikið við hann um þessa nýju stöðu. „Við höfum ekki talað mikið saman um þetta. Þetta snýst bara um að staðsetja sig rétt, halda stöðu og gera það sem hann vill að ég geri með og án bolta,“ sagði Gylfi. | Top bins from Gylfi!#EFC pic.twitter.com/QyIQAsfyO2— Everton (@Everton) August 22, 2020 Gagnrýnin á Gylfa hefur ekki farið framhjá íslensku knattspyrnuáhugafólki en virðist fara framhjá Gylfa sjálfum. „Ég hef ekki áhyggjur af framtíð minni hér. Stjórinn hefur verið ánægður með mig og ég er augljóslega að spila allt aðra stöðu. Ég les ekki fréttamiðlana,“ sagði Gylfi. „Það eina sem skiptir máli er skoðun stjórans á mér. Ef hann er ánægður þá er ég að gera eitthvað rétt. Ef hann er ekki ánægður með mig þá þarf ég bara að æfa enn betur og gera betur það sem hann vill að ég geri,“ sagði Gylfi „Ég hef verið að spila tíuna, áttuna og sexuna á æfingunum. Við tölum samt ekki mikið um þetta. Ég mun bara spila þar sem að hann vill að ég spili,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira