Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 14:42 Rúmlega 60 aðilar sem lifðu árásina af og fjölskyldumeðlimir þeirra sem dóu munu tala fyrir dómi. AP/Vincent Thian Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. Þá mun dómsuppkvaðning í málinu gegn honum hefjast en hann var ákærður fyrir 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk. Hann hefur gengist við þessum morðum og er búist við því að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi þegar dómsuppkvaðningunni lýkur. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant, sem er frá Ástralíu, lenti í Christchurch í dag í fylgd lögregluþjóna og hermanna. Dómsuppkvaðningin mun taka fjóra daga og á þeim tíma munu aðilar sem lifðu árás Tarrant af og aðstandendur þeirra sem dóu segja sögur sínar. Samkvæmt frétt BBC munu rúmlega sextíu manns bera vitni í dómshúsinu í Christchurch. Einhverjir þeirra hafa ferðast frá öðrum löndum og varið tveimur vikum í sóttkví til að geta sagt sögur sínar. Hundruð til viðbótar, fengu ekki að vera í salnum vegna sóttvarna, munu geta fylgst með í netið. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook. Hann réðst á tvær moskur í Christchurch og skaut á fólk sem hann sá. Tæpum mánuði eftir árásina greiddi 119 þingmenn Nýja Sjálands atkvæði með frumvarpi um að banna hálfsjálfvirkar byssur í landinu. Einn var andvígur. Í frétt New Zealand Herald segir að kostnaður ríkisins vegna fangelsunar Tarrant sé verulega mikill. Það kosti skattgreiðendur 3,6 milljónir dala á ári. Það samsvarar rúmum 350 milljónum króna. Það kostar ríkið 302 dali á degi hverjum að halda hefðbundnum fanga í fangelsi en fangelsun Tarrant kostar ríkið 4.932 dali á dag. Líklega mun fangelsun Tarrant vera álíka kostnaðarsöm út afplánun hans. Honum er haldið við mikla öryggisgæslu og frá öðrum föngum í háöryggisfangelsinu í Aukland af ótta við að aðrir fangar myndu ráðast á hann. Einn viðmælandi NZ Herald, sem leiðir samtök múslima í Canterbury og lifði árás Tarrant af, Feroze Ditta, segir að ekki eigi að aðskilja Tarrant frá öðrum glæpamönnum. „Hvern eru við að vernda hér? Þetta er maður sem slátraði 51 manneskju. Hann reyndi að valda meiri skaða og 41 var heppinn að lifa af,“ sagði Ditta. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. Þá mun dómsuppkvaðning í málinu gegn honum hefjast en hann var ákærður fyrir 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk. Hann hefur gengist við þessum morðum og er búist við því að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi þegar dómsuppkvaðningunni lýkur. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant, sem er frá Ástralíu, lenti í Christchurch í dag í fylgd lögregluþjóna og hermanna. Dómsuppkvaðningin mun taka fjóra daga og á þeim tíma munu aðilar sem lifðu árás Tarrant af og aðstandendur þeirra sem dóu segja sögur sínar. Samkvæmt frétt BBC munu rúmlega sextíu manns bera vitni í dómshúsinu í Christchurch. Einhverjir þeirra hafa ferðast frá öðrum löndum og varið tveimur vikum í sóttkví til að geta sagt sögur sínar. Hundruð til viðbótar, fengu ekki að vera í salnum vegna sóttvarna, munu geta fylgst með í netið. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook. Hann réðst á tvær moskur í Christchurch og skaut á fólk sem hann sá. Tæpum mánuði eftir árásina greiddi 119 þingmenn Nýja Sjálands atkvæði með frumvarpi um að banna hálfsjálfvirkar byssur í landinu. Einn var andvígur. Í frétt New Zealand Herald segir að kostnaður ríkisins vegna fangelsunar Tarrant sé verulega mikill. Það kosti skattgreiðendur 3,6 milljónir dala á ári. Það samsvarar rúmum 350 milljónum króna. Það kostar ríkið 302 dali á degi hverjum að halda hefðbundnum fanga í fangelsi en fangelsun Tarrant kostar ríkið 4.932 dali á dag. Líklega mun fangelsun Tarrant vera álíka kostnaðarsöm út afplánun hans. Honum er haldið við mikla öryggisgæslu og frá öðrum föngum í háöryggisfangelsinu í Aukland af ótta við að aðrir fangar myndu ráðast á hann. Einn viðmælandi NZ Herald, sem leiðir samtök múslima í Canterbury og lifði árás Tarrant af, Feroze Ditta, segir að ekki eigi að aðskilja Tarrant frá öðrum glæpamönnum. „Hvern eru við að vernda hér? Þetta er maður sem slátraði 51 manneskju. Hann reyndi að valda meiri skaða og 41 var heppinn að lifa af,“ sagði Ditta.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29