Innlent

Tíu til 18 stiga hiti í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Veðrið hefur verið gott á landinu í vikunni.
Veðrið hefur verið gott á landinu í vikunni. Vísir/Vilhelm

Áfram má búast við rólegu bjartviðri víðast hvar á landinu. Þó búast megi við að skýjað verði með köflum á Austurlandi og þá sérstaklega með sjónum. Áfram er fremur milt og hiti verður á bilinu tíu til 18 stig í dag, hlýjast sunnanlands.

Þetta kemur fram í spá Veðurstofu Íslands. Þar kemur fram að vikan öll muni einkennast af hægum vindum, björtum vindum og þurrt verði að mestu. Hitinn verði níu til 17 stig en eitthvað muni kólna norðaustantil þegar líður á vikuna.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Hæg breytileg átt eða hafgola. Skýjað með köflum eða bjartviðri víðast hvar. Stöku síðdegisskúrir inn til landsins og sums staðar þokubakkar við sjávarsíðuna. Hiti 9 til 16 stig að deginum.

Á miðvikudag:

Norðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjart að mestu sunnanlands, skýjað með köflum í öðrum landshlutum og sums staðar þokuloft, einkum við norður- og vesturströndina. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag og föstudag:

Vestlæg átt 3-10 m/s. Skýjað og þurrt að mestu, en lengst af bjart sunnanlands. Kólnar lítið eitt.

Á laugardag:

Norðlæg eða breytileg átt, skýjað og þurrt að mestu og hiti 6 til 13 stig að deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×