„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. ágúst 2020 18:44 Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fóru í sýnatöku í gær eftir að hafa snætt kvöldverð á hótel Rangá á þriðjudag þar sem upp kom hópsýking í vikunni. Öll sýnin reyndust neikvæð og fara ráðherrar í síðari skimun á mánudaginn. Alls hefur einn starfsmaður og 10 gestir hótelsins reynst smitaðir af Covid-19 en þrír bættust í hópinn síðasta sólahring. „Ég ákvað að loka þarna tímabundið þegar einn starfsmaður reyndist smitaður sem virðist hafa smitast af gesti eða gestum síðustu helgi,“ segir Friðrik Pálsson eigandi Hótels Rangár. Þá hafi allir starfsmenn hótelsins farið í skimun í gær og enginn reynst jákvæður. Nú sé 21 starfsmaður í sóttkví. Friðrik segir að sérhæft fyrirtæki hafi verið fengið til að sótthreina hótelið í dag en það verður lokað næstu vikur. Þetta sé mikið áfall. „Auðvitað kom þetta óskaplega illa við mig. En þetta er bara það sem við allir Íslendingar þurfum að búa við. Í þessu einstaka tilfelli ég get ekki ímyndað mér hvað við hefðum átt að gera öðruvísi til að koma í veg fyrir þetta smit, það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ segir Friðrik. Guðni Th. Jóhannesson forseti ÍslandsVísir/Bjarni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans sé hjá öllum þeim sem þurfa að glíma við veiruna. „Ég óska ráðherrum og öðrum sem eru í smitgát og sóttkví alls hins besta og ég sé ekki betur en að á þessu hafi verið tekið eins og best var á kosið og svo höldum við bara áfram veginn,“ segir Guðni. Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Átta voru í sóttkví við greiningu. 112 manns eru nú í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu. Í sóttkví eru 655 og fjölgar þeim um rúmlega hundrað milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fóru í sýnatöku í gær eftir að hafa snætt kvöldverð á hótel Rangá á þriðjudag þar sem upp kom hópsýking í vikunni. Öll sýnin reyndust neikvæð og fara ráðherrar í síðari skimun á mánudaginn. Alls hefur einn starfsmaður og 10 gestir hótelsins reynst smitaðir af Covid-19 en þrír bættust í hópinn síðasta sólahring. „Ég ákvað að loka þarna tímabundið þegar einn starfsmaður reyndist smitaður sem virðist hafa smitast af gesti eða gestum síðustu helgi,“ segir Friðrik Pálsson eigandi Hótels Rangár. Þá hafi allir starfsmenn hótelsins farið í skimun í gær og enginn reynst jákvæður. Nú sé 21 starfsmaður í sóttkví. Friðrik segir að sérhæft fyrirtæki hafi verið fengið til að sótthreina hótelið í dag en það verður lokað næstu vikur. Þetta sé mikið áfall. „Auðvitað kom þetta óskaplega illa við mig. En þetta er bara það sem við allir Íslendingar þurfum að búa við. Í þessu einstaka tilfelli ég get ekki ímyndað mér hvað við hefðum átt að gera öðruvísi til að koma í veg fyrir þetta smit, það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ segir Friðrik. Guðni Th. Jóhannesson forseti ÍslandsVísir/Bjarni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans sé hjá öllum þeim sem þurfa að glíma við veiruna. „Ég óska ráðherrum og öðrum sem eru í smitgát og sóttkví alls hins besta og ég sé ekki betur en að á þessu hafi verið tekið eins og best var á kosið og svo höldum við bara áfram veginn,“ segir Guðni. Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Átta voru í sóttkví við greiningu. 112 manns eru nú í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu. Í sóttkví eru 655 og fjölgar þeim um rúmlega hundrað milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55
Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17