Fylltu í rúmlega tveggja metra djúpa holu á þjóðveginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 20:11 Eins og sjá má var holan nokkuð djúp. Mynd/Eiður Ragnarsson Um tveggja og hálfs metra djúp hola á þjóðveginum skammt frá Djúpavogi var fyllt með um það bil 12 rúmmetrum af möl í dag. Eiður Ragnarsson sem var meðal þeirra sem unnu að því að fylla upp í holuna segir það einskæra heppni að enginn hafi lent ofan í holunni. Eiður birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá því þegar notast var við gröfu til að fletta malbikið upp þannig að gapandi gímaldið kæmi í ljós. Í samtali við Vísi segir hann að fyrirtækið sem hann vinnur hjá, SG-vélar, hafi fengið símhringingu vegna holunnar. „Vegfarandi hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um stein á veginum. Þetta var svo reyndar ekki steinn. En svo er hringt í mig og ég beðinn að fara og athuga hvað þetta er. Þá er búið að merkja þetta með viðvörunarþríhyrningi af öðrum vegfaranda.“ Eins og áður segir þurfti um 12 rúmmetra af möl til þess að fylla upp í holuna, sem Eiður telur að hafi verið um tveir og hálfur metri að dýpt. Hann segir það heppni að engin slys hafi orðið. „Það er einskær heppni að enginn skyldi lenda þarna ofan í. Ef maður hefði hoppað á brúninni hefði þetta gefið sig,“ segir Eiður. Í Facebook-færslu Eiðs hér að ofan sýnir önnur myndanna hvernig aðkoman að holunni var. Undir niðri reyndist holan mun dýpri en hún virtist í fyrstu. Gamalt ræsi bjó til holuna Eiður segir ástæðu þess að holan myndaðist vera ræsi sem liggur undir veginn. Það sé komið til ára sinna. „Þetta kemur til af því að það er ræsi þarna undir veginum sem er að gefa sig. Vatnið tekur með sér mölina. Þegar ræsin eru orðin léleg getur þetta gerst.“ Hann segist hafa séð holumyndun undir vegum þar sem ræsi eru en holurnar hafi þó aldrei verið á stærð við þá sem um ræðir nú. „Þær eru yfirleitt bara pínulitlar og ekkert í líkingu við þetta. Það hafa alveg komið svona holur áður við ræsi en það er mjög óvanalegt að þetta sé svona stórt,“ segir Eiður. Hann telur að ræsið sé um þrjátíu ára gamalt og sé orðið úr sér gengið. „Það þarf bara að endurnýja ræsið og það verður væntanlega bara gert fljótlega,“ segir Eiður að lokum. Djúpivogur Samgöngur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Um tveggja og hálfs metra djúp hola á þjóðveginum skammt frá Djúpavogi var fyllt með um það bil 12 rúmmetrum af möl í dag. Eiður Ragnarsson sem var meðal þeirra sem unnu að því að fylla upp í holuna segir það einskæra heppni að enginn hafi lent ofan í holunni. Eiður birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá því þegar notast var við gröfu til að fletta malbikið upp þannig að gapandi gímaldið kæmi í ljós. Í samtali við Vísi segir hann að fyrirtækið sem hann vinnur hjá, SG-vélar, hafi fengið símhringingu vegna holunnar. „Vegfarandi hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um stein á veginum. Þetta var svo reyndar ekki steinn. En svo er hringt í mig og ég beðinn að fara og athuga hvað þetta er. Þá er búið að merkja þetta með viðvörunarþríhyrningi af öðrum vegfaranda.“ Eins og áður segir þurfti um 12 rúmmetra af möl til þess að fylla upp í holuna, sem Eiður telur að hafi verið um tveir og hálfur metri að dýpt. Hann segir það heppni að engin slys hafi orðið. „Það er einskær heppni að enginn skyldi lenda þarna ofan í. Ef maður hefði hoppað á brúninni hefði þetta gefið sig,“ segir Eiður. Í Facebook-færslu Eiðs hér að ofan sýnir önnur myndanna hvernig aðkoman að holunni var. Undir niðri reyndist holan mun dýpri en hún virtist í fyrstu. Gamalt ræsi bjó til holuna Eiður segir ástæðu þess að holan myndaðist vera ræsi sem liggur undir veginn. Það sé komið til ára sinna. „Þetta kemur til af því að það er ræsi þarna undir veginum sem er að gefa sig. Vatnið tekur með sér mölina. Þegar ræsin eru orðin léleg getur þetta gerst.“ Hann segist hafa séð holumyndun undir vegum þar sem ræsi eru en holurnar hafi þó aldrei verið á stærð við þá sem um ræðir nú. „Þær eru yfirleitt bara pínulitlar og ekkert í líkingu við þetta. Það hafa alveg komið svona holur áður við ræsi en það er mjög óvanalegt að þetta sé svona stórt,“ segir Eiður. Hann telur að ræsið sé um þrjátíu ára gamalt og sé orðið úr sér gengið. „Það þarf bara að endurnýja ræsið og það verður væntanlega bara gert fljótlega,“ segir Eiður að lokum.
Djúpivogur Samgöngur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira