Kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaleiðinni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 19:00 Félagsmálaráðherra kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaúrræði stjórnvalda og mögulega hækkun atvinnuleysisbóta. Hann kynnir eftir helgi aðgerðir þar sem langtíma atvinnulausum verður heimilt að fara í nám án þess að missa atvinnuleysisbætur. Almennt atvinnuleysi í júlí var 7,9% samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. 6400 manns hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur og 2500 manns eru á hlutabótaleið stjórnvalda. Það úrræði rennur að óbreyttu út um mánaðarmótin. Alþýðusamband Íslands sendi í gær frá sér ályktun þar sem meðal annars er lagt er til að atvinnuleysisbætur hækki í 318 þúsund krónur á mánuði og hlutabótaleið stjórnvalda verði framlengt til 1. júní á næsta ári. „Við erum núna að fara yfir gagnvart atvinnuleysistryggingum atriði eins og hlutabætur og framhald þeirra. Í kjölfarið verða ýmis önnur atriði til skoðunar eins og til dæmis hækkun atvinnuleysisbóta. Það kann að vera að þetta verði sett fram á haustþingi“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Ásmundur segir jafnframt að verið sé að undirbúa aðgerðir þar sem langtímaatvinnulausir geti farið í nám án þess að missa bætur. Um er að ræða atvinnu-og menntaúrræði sem nefnist Nám er vinnandi vegur II en eftir bankahrunið var farið í sams konar átak. Þar verða atvinnuleitiendur hvattir til að hefja formlegt starfs og tækninám í framhaldsskólum og skólum á háskólastigi. „Það hefur verið fullur einhugur í ríkisstjórninni um þetta og við eigum von á því að þetta verði kynnt í næstu viku,“ segir Ásmundur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Félagsmálaráðherra kannar forsendur fyrir framhaldi á hlutabótaúrræði stjórnvalda og mögulega hækkun atvinnuleysisbóta. Hann kynnir eftir helgi aðgerðir þar sem langtíma atvinnulausum verður heimilt að fara í nám án þess að missa atvinnuleysisbætur. Almennt atvinnuleysi í júlí var 7,9% samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. 6400 manns hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur og 2500 manns eru á hlutabótaleið stjórnvalda. Það úrræði rennur að óbreyttu út um mánaðarmótin. Alþýðusamband Íslands sendi í gær frá sér ályktun þar sem meðal annars er lagt er til að atvinnuleysisbætur hækki í 318 þúsund krónur á mánuði og hlutabótaleið stjórnvalda verði framlengt til 1. júní á næsta ári. „Við erum núna að fara yfir gagnvart atvinnuleysistryggingum atriði eins og hlutabætur og framhald þeirra. Í kjölfarið verða ýmis önnur atriði til skoðunar eins og til dæmis hækkun atvinnuleysisbóta. Það kann að vera að þetta verði sett fram á haustþingi“ segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Ásmundur segir jafnframt að verið sé að undirbúa aðgerðir þar sem langtímaatvinnulausir geti farið í nám án þess að missa bætur. Um er að ræða atvinnu-og menntaúrræði sem nefnist Nám er vinnandi vegur II en eftir bankahrunið var farið í sams konar átak. Þar verða atvinnuleitiendur hvattir til að hefja formlegt starfs og tækninám í framhaldsskólum og skólum á háskólastigi. „Það hefur verið fullur einhugur í ríkisstjórninni um þetta og við eigum von á því að þetta verði kynnt í næstu viku,“ segir Ásmundur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira