Erlend flugfélög fækka ferðum eða hætta að fljúga til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 17:43 Ungverska flugfélagið Wizz air er á meðal flugfélaga sem nú dregur saman seglin hvað varðar ferðir til Íslands. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að þó nokkur erlend flugfélög muni draga saman seglin eða jafnvel hætta alfarið flugferðum til og frá Íslandi á næstunni. Þetta kemur fram á vef Túrista. Þar segir að erlend flugfélög hafi staðið undir rúmlega helmingi allra áætlunarferða til og frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Nýjar áherslur varðandi sóttkví allra sem hingað koma, auk tvöfaldrar skimunar, virðist þó ætla að setja strik í reikninginn. Túristi hefur það eftir ónafngreindum heimildum að erlendu flugfélögin easyJet, Norwegian, Vueling, Airbaltic, Wizz air og Transavia hafi í dag ákveðið að draga úr tíðni áætlunarferða til Íslands eða fella allar slíkar ferðir sem fyrirhugaðar voru á næstunni niður. Áður höfðu Czech Airlines og British Airways gert slíkt hið sama. Túristi kveðst jafnframt þekkja til fleiri flugfélaga sem nú meti hvort hægt verði að halda úti áætlunarflugi hingað til lands á meðan krafa um nokkurra daga sóttkví allra sem koma hingað til lands er í gildi. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Útlit er fyrir að þó nokkur erlend flugfélög muni draga saman seglin eða jafnvel hætta alfarið flugferðum til og frá Íslandi á næstunni. Þetta kemur fram á vef Túrista. Þar segir að erlend flugfélög hafi staðið undir rúmlega helmingi allra áætlunarferða til og frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Nýjar áherslur varðandi sóttkví allra sem hingað koma, auk tvöfaldrar skimunar, virðist þó ætla að setja strik í reikninginn. Túristi hefur það eftir ónafngreindum heimildum að erlendu flugfélögin easyJet, Norwegian, Vueling, Airbaltic, Wizz air og Transavia hafi í dag ákveðið að draga úr tíðni áætlunarferða til Íslands eða fella allar slíkar ferðir sem fyrirhugaðar voru á næstunni niður. Áður höfðu Czech Airlines og British Airways gert slíkt hið sama. Túristi kveðst jafnframt þekkja til fleiri flugfélaga sem nú meti hvort hægt verði að halda úti áætlunarflugi hingað til lands á meðan krafa um nokkurra daga sóttkví allra sem koma hingað til lands er í gildi.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf