Kompás: „Hélt þetta væri bara venjulegt kvef“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. mars 2020 18:45 Kompás ræðir við fjóra Íslendinga sem allir hafa verið í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Vísir/Stöð 2 Íslendingar sem setið hafa í einangrun vegna kórónuveirunar segja að fyrstu einkenni hafi líkst venjulegu kvefi. Þeir hafi þó vegna umfjöllunar farið í sóttkví. Vel á sjötta hundrað Íslendinga sitja í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Í Kompás sem verður sýndur á Vísi í fyrramálið er rætt við fjóra þeirra sem síðustu daga og vikur hafa verið einangraðir frá sínum nánustu og samfélaginu í heild. Allir hafa þeir misjafna sögu að segja hvernig veiran lagðist yfir. Sumir lögðust inn á spítala á meðan aðrir hafa vart fundið fyrir einkennum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum liggur ekki fyrir hvers vegna kórónuveiran herjar misjafnlega á fólk.Hera Sólveig þurfti að fara á spítala þegar einkenni veirunnar versnuðu.Vísir/Stöð 2Eins og að anda inn efni sem var að brenna lungun „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég að ég væri bara með venjulegt kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig að anda inn. Þá bara var eins og maður væri að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun,“ segir Hera Sólveig Ívarsdóttir sem áttaði sig á því að hún væri lasin skömmu eftir komuna frá Seattle þar sem hún býr. Þegar Hera áttaði sig á því að hún væri lasin fór hún í sóttkví og síðar einangrun.Páll og Ingi eru enn í einangrun getta stytt hvor öðrum stundir.Vísir/Stöð 2Hafa verið í einangrun saman og nær einkennalausir „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim þannig að okkur grunaði að við værum með þetta. Bara nokkrar kommur af hita, hósti og bara mikil þreyta. Pínu hæsi. Þetta dettur líka í mann á miðjum degi, þá verður maður bara mjög orkulítill upp úr þurru. Það slær mann aðeins niður,“ segja Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sem báðir greindust með COVID19 og hafa verið í einangrun saman.Björn Ingi Knútsson hefur verið í einangrun í meira en átján daga.Vísir/Stöð 2Einkennin vörðu í svo langan tíma „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi Knútsson, sem hefur verið í einangrun í sumarbústað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Íslendingar sem setið hafa í einangrun vegna kórónuveirunar segja að fyrstu einkenni hafi líkst venjulegu kvefi. Þeir hafi þó vegna umfjöllunar farið í sóttkví. Vel á sjötta hundrað Íslendinga sitja í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Í Kompás sem verður sýndur á Vísi í fyrramálið er rætt við fjóra þeirra sem síðustu daga og vikur hafa verið einangraðir frá sínum nánustu og samfélaginu í heild. Allir hafa þeir misjafna sögu að segja hvernig veiran lagðist yfir. Sumir lögðust inn á spítala á meðan aðrir hafa vart fundið fyrir einkennum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum liggur ekki fyrir hvers vegna kórónuveiran herjar misjafnlega á fólk.Hera Sólveig þurfti að fara á spítala þegar einkenni veirunnar versnuðu.Vísir/Stöð 2Eins og að anda inn efni sem var að brenna lungun „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég að ég væri bara með venjulegt kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig að anda inn. Þá bara var eins og maður væri að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun,“ segir Hera Sólveig Ívarsdóttir sem áttaði sig á því að hún væri lasin skömmu eftir komuna frá Seattle þar sem hún býr. Þegar Hera áttaði sig á því að hún væri lasin fór hún í sóttkví og síðar einangrun.Páll og Ingi eru enn í einangrun getta stytt hvor öðrum stundir.Vísir/Stöð 2Hafa verið í einangrun saman og nær einkennalausir „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim þannig að okkur grunaði að við værum með þetta. Bara nokkrar kommur af hita, hósti og bara mikil þreyta. Pínu hæsi. Þetta dettur líka í mann á miðjum degi, þá verður maður bara mjög orkulítill upp úr þurru. Það slær mann aðeins niður,“ segja Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sem báðir greindust með COVID19 og hafa verið í einangrun saman.Björn Ingi Knútsson hefur verið í einangrun í meira en átján daga.Vísir/Stöð 2Einkennin vörðu í svo langan tíma „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi Knútsson, sem hefur verið í einangrun í sumarbústað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira