Áhorfendur hitamældir áður en þeir fara á völlinn í einu fótboltadeild Evrópu Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. mars 2020 12:00 Frá leik í Hvíta-Rússlandi um helgina vísir/getty Nær allt íþróttastarf liggur niðri um gjörvalla veröld í kjölfar útbreiðslu kórónaveirufaraldurs sem hefur breitt úr sér í öllum heimsálfum. Allar stærstu deildir Evrópu hafa verið stöðvaðar auk allra móta á vegum UEFA en þó er enn verið að spila fótbolta í efstu deild Hvíta-Rússlands. Þar spilar einn Íslendingur en Willum Þór Willumsson var á skotskónum þegar lið hans, BATE Borisov, beið lægri hlut fyrir Slavia Mozyr í gær. Tímabilið í Hvíta-Rússlandi hófst um síðustu helgi en þá var búið að stoppa nær allt íþróttastarf í Evrópu. Forseti knattspyrnusambandsins í Hvíta-Rússlandi sá þó enga ástæðu til þess að gera slíkt hið sama og er ekki einu sinni leikið fyrir luktum dyrum. „Af hvaða ástæðu ættum við ekki að spila? Það hefur ekki verið lýst yfir neyðarástandi í landinu og ekkert krísuástand í gangi hér,“ sagði forseti knattspyrnusambandsins, Vladimir Bazanov. Það er þó ekki svo að kórónaveiran hafi ekki náð til Hvíta-Rússlands. Hún hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu enn sem komið er ef marka má tölur þaðan en 86 manns hafa sýkst af veirunni. Íbúafjöldi Hvíta-Rússlands eru tæpar 10 milljónir. Knattspyrnusambandið nýtur stuðnings frá forseta landsins, hinum umdeilda Aleksandr Lukashenko, en hann hefur gert lítið úr kórónaveirufaraldrinum opinberlega; hefur látið hafa eftir sér að aðgerðir nágrannaþjóða og sérstaklega Vestur-Evrópu séu heimskulegar og telur jafnframt að múgæsingur í kjölfar faraldursins muni hafa verri áhrif en veiran sjálf. Tveir leikir eru á dagskrá hvít-rússnesku deildarinnar í dag og fjórir leikir fóru fram í gær. Þar var þó gripið til einhverra aðgerða vegna kórónaveirunnar þar sem áhorfendur voru hitamældir áður en þeir fengu inngöngu á vellina. Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem er í gangi. Eftir því sem fram kemur á ESPN eru efstu deildirnar í Níkaragva, Túrkmenistan, Búrundí og Myanmar einnig í fullum gangi. Þá hafa einhver neðri deildar lið á Norðurlöndunum, aðallega í Svíþjóð, verið að spila æfingaleiki að undanförnu.Football everywhere has come to a haltExcept in Belarus, where the Minsk derby was played on Saturdayhttps://t.co/m6FMty1YGo pic.twitter.com/tOgTY3IMdt— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 29, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Hvíta-Rússland Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Nær allt íþróttastarf liggur niðri um gjörvalla veröld í kjölfar útbreiðslu kórónaveirufaraldurs sem hefur breitt úr sér í öllum heimsálfum. Allar stærstu deildir Evrópu hafa verið stöðvaðar auk allra móta á vegum UEFA en þó er enn verið að spila fótbolta í efstu deild Hvíta-Rússlands. Þar spilar einn Íslendingur en Willum Þór Willumsson var á skotskónum þegar lið hans, BATE Borisov, beið lægri hlut fyrir Slavia Mozyr í gær. Tímabilið í Hvíta-Rússlandi hófst um síðustu helgi en þá var búið að stoppa nær allt íþróttastarf í Evrópu. Forseti knattspyrnusambandsins í Hvíta-Rússlandi sá þó enga ástæðu til þess að gera slíkt hið sama og er ekki einu sinni leikið fyrir luktum dyrum. „Af hvaða ástæðu ættum við ekki að spila? Það hefur ekki verið lýst yfir neyðarástandi í landinu og ekkert krísuástand í gangi hér,“ sagði forseti knattspyrnusambandsins, Vladimir Bazanov. Það er þó ekki svo að kórónaveiran hafi ekki náð til Hvíta-Rússlands. Hún hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu enn sem komið er ef marka má tölur þaðan en 86 manns hafa sýkst af veirunni. Íbúafjöldi Hvíta-Rússlands eru tæpar 10 milljónir. Knattspyrnusambandið nýtur stuðnings frá forseta landsins, hinum umdeilda Aleksandr Lukashenko, en hann hefur gert lítið úr kórónaveirufaraldrinum opinberlega; hefur látið hafa eftir sér að aðgerðir nágrannaþjóða og sérstaklega Vestur-Evrópu séu heimskulegar og telur jafnframt að múgæsingur í kjölfar faraldursins muni hafa verri áhrif en veiran sjálf. Tveir leikir eru á dagskrá hvít-rússnesku deildarinnar í dag og fjórir leikir fóru fram í gær. Þar var þó gripið til einhverra aðgerða vegna kórónaveirunnar þar sem áhorfendur voru hitamældir áður en þeir fengu inngöngu á vellina. Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem er í gangi. Eftir því sem fram kemur á ESPN eru efstu deildirnar í Níkaragva, Túrkmenistan, Búrundí og Myanmar einnig í fullum gangi. Þá hafa einhver neðri deildar lið á Norðurlöndunum, aðallega í Svíþjóð, verið að spila æfingaleiki að undanförnu.Football everywhere has come to a haltExcept in Belarus, where the Minsk derby was played on Saturdayhttps://t.co/m6FMty1YGo pic.twitter.com/tOgTY3IMdt— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 29, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Hvíta-Rússland Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira