Mamma, hver ert þú og hver er ég? Friðrik Agni Árnason skrifar 21. ágúst 2020 11:30 Er uppeldi, menning og umhverfi lykilatriði í mótun einstaklings? Mamma mín fannst úti á götum Bombay, fullkomlega ótengt og óþekkt ungabarn. Hún var tekin inn á munaðarleysingjahæli fyrir stúlkur rekið af kaþólskum nunnum. Henni var gefinn fæðingardagur og nafn; úr varð Maya, stúlka, fædd 28. október 1966. Maya Jill Einarsdóttir býr nú á Íslandi og hefur búið hér síðan hún var ættleidd af þýskri hjúkrunarkonu og íslenskum söngvara árið 1969. Fyrir einhverjum tíma skrifaði ég hér á sama miðil litla grein um Íslendinginn þig og Íslendinginn mig. Pistill sem óvart (eða kannski átti meðvitað) að koma af stað smá umræðu. Það er heilbrigt og gott þegar samtal mótast í samfélaginu og veldur því kannski að fólk fer að spyrja sig spurninga sem það hefur ekki gert áður. Það er nú oftast tilgangurinn líka með þessum skrifum; miðla hugleiðingum og ná til fólks. Og tekst það auðvitað misvel. Á framhaldsnótum fyrrnefnds pistils fór ég að hugsa út frá sjálfum mér ennfremur um minn bakgrunn. Ég er jú sannarlega Íslendingur. En ég er hálfur Indverji líka. Sú staðreynd er oft eitthvað sem ég reyni að ýta frá mér. Ég veit hreinlega ekki af hverju. Kannski finnst mér ég alltaf þurfa að réttmæta tilvist mína sem Íslendingur fyrir öðrum Íslendingum sem verður til þess að hinn hlutinn af mér gleymist. Barnæskan og leifar af einelti kemur upp í hugann. Það var komið öðruvísi fram við mig í sumum tilfellum og ég skynjaði sterkt að ég var alltaf aðeins öðruvísi en þeir í kringum mig. Umfjöllun um Indland fannst mér heldur ekki endilega vera jákvæð umfjöllun. Götubörn, fátækt og barnaþrælkun sem ég vildi ekki að fólk tengdi mig við. Ég var mikið umkringdur vinum sem áttu vel efnaða foreldra sem voru hreinlega Íslendingar. Ég ber það augljóslega með mér í útliti að vera ekki 100% Íslendingur. Íslenskt fólk er almennt ekki dökkt á hörund með brún augu og svart hár. Ástæða þess að ég hef í gegnum tíðina gert minna úr indversku tengslunum mín gæti verið að ég vildi bara vera eins og þeir sem voru í kringum mig þegar ég var að alast upp. Það er hinsvegar líka staðreynd að ég hef aldrei komið til Indlands og ég veit nákvæmlega ekkert um blóðtengsl móður minnar frekar en hún sjálf. Ég þekki heldur ekkert til indverskrar menningar, umhverfis eða indverskrar tilvistar yfir höfuð. Það litla sem ég þekki kemur frá matarmenningu á veitingastöðum, Bollywood tónlist og dansi. Dansinn. Það er svo eitt. Frá unga aldri hef ég dansað og enginn í fjölskyldunni hafði dansað eitthvað af viti áður. Nema kannski á sveitaböllum. En ég sjálfur veit að við ákveðinn samruna tónlistar og hreyfingar fer hjartað mitt af stað, líkaminn fer í alsælu og einstaka sinnum getur þessi samruni kallað fram tár. Það segir mér að í dansinum sæki ég í mína ástríðu. Í minn tilgang. Sem ég reyni svo eftri fremsta megni að miðla og deila með fólki. Ég spyr mig oft hvaðan þessi ástríða kemur. Því hún er svo brjálæðislega sterk. Þegar ég kemst í góða núvitund og hugleiðslu þá koma oft upp í huga mér leifturmyndir þar sem ég er staðsettur á óþekktum stað, í hofi, umkringdur fjarlægum grænum plöntum og dýralífi. Ég kemst í einhvern kjarna inn í mér sem ég þekki samt ekki. Það er ríkt í mér að spyrja spurninga og vera forvitinn. Ég hef alltaf farið mínar eigin leiðir í lífinu og er ávallt í einhverskonar endurskilgreiningu á mér sjálfum. Gæti það verið af því að það er stór hluti af mér sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan kemur? Hve mikið lærum við frá fæðingu sem hefur áhrif á hvernig einstaklingar við svo erum og verðum? Er uppeldi, menning og umhverfi lykilatriði í mótun einstaklings? Eða eru það genin og blóðið? Hvaða blóð rennur í mér? Ég hef kannski verið of upptekinn að því að réttlæta mína menningarlegu tilvist og uppeldi að ég hef gleymt því að réttmæta mína blóðlegu tilvist. Það er er næsta skref. Að þora að standa með bakgrunni mínum, virða sögu móður minnar og hennar ferðalag. Það er ekki hægt að segjast vera í sjálfsuppgötvun ef maður lokar á hálfan hluta af heildinni. Þó er það ekki endilega að ástæðulausu sem ég hef lokað eða hundsað þennan hluta eins og ég segi hér að ofan. Umfjöllun og hegðun í samfélaginu hafa áhrif á hvernig börn hugsa, hvað þau gera og hver þau verða. Ég heiti Friðrik Agni og fæddist á Íslandi. En ég er hálfindverskur. Ég er stoltur af því. Það hefur gefið mér einkenni og styrkleika að vera öðruvísi. Það heldur mér á tánum. Og þar sem ég veit ekkert um fjölskyldutengslin mín á Indlandi verð ég ávallt forvitinn og forvitnin fjölgar spurningunum sem leiða af sér endalaust haf af mögulegum svörum. Það er dýrmætt. Hvernig ætli greinin verði til: Indverjinn ég og Indverjinn þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Er uppeldi, menning og umhverfi lykilatriði í mótun einstaklings? Mamma mín fannst úti á götum Bombay, fullkomlega ótengt og óþekkt ungabarn. Hún var tekin inn á munaðarleysingjahæli fyrir stúlkur rekið af kaþólskum nunnum. Henni var gefinn fæðingardagur og nafn; úr varð Maya, stúlka, fædd 28. október 1966. Maya Jill Einarsdóttir býr nú á Íslandi og hefur búið hér síðan hún var ættleidd af þýskri hjúkrunarkonu og íslenskum söngvara árið 1969. Fyrir einhverjum tíma skrifaði ég hér á sama miðil litla grein um Íslendinginn þig og Íslendinginn mig. Pistill sem óvart (eða kannski átti meðvitað) að koma af stað smá umræðu. Það er heilbrigt og gott þegar samtal mótast í samfélaginu og veldur því kannski að fólk fer að spyrja sig spurninga sem það hefur ekki gert áður. Það er nú oftast tilgangurinn líka með þessum skrifum; miðla hugleiðingum og ná til fólks. Og tekst það auðvitað misvel. Á framhaldsnótum fyrrnefnds pistils fór ég að hugsa út frá sjálfum mér ennfremur um minn bakgrunn. Ég er jú sannarlega Íslendingur. En ég er hálfur Indverji líka. Sú staðreynd er oft eitthvað sem ég reyni að ýta frá mér. Ég veit hreinlega ekki af hverju. Kannski finnst mér ég alltaf þurfa að réttmæta tilvist mína sem Íslendingur fyrir öðrum Íslendingum sem verður til þess að hinn hlutinn af mér gleymist. Barnæskan og leifar af einelti kemur upp í hugann. Það var komið öðruvísi fram við mig í sumum tilfellum og ég skynjaði sterkt að ég var alltaf aðeins öðruvísi en þeir í kringum mig. Umfjöllun um Indland fannst mér heldur ekki endilega vera jákvæð umfjöllun. Götubörn, fátækt og barnaþrælkun sem ég vildi ekki að fólk tengdi mig við. Ég var mikið umkringdur vinum sem áttu vel efnaða foreldra sem voru hreinlega Íslendingar. Ég ber það augljóslega með mér í útliti að vera ekki 100% Íslendingur. Íslenskt fólk er almennt ekki dökkt á hörund með brún augu og svart hár. Ástæða þess að ég hef í gegnum tíðina gert minna úr indversku tengslunum mín gæti verið að ég vildi bara vera eins og þeir sem voru í kringum mig þegar ég var að alast upp. Það er hinsvegar líka staðreynd að ég hef aldrei komið til Indlands og ég veit nákvæmlega ekkert um blóðtengsl móður minnar frekar en hún sjálf. Ég þekki heldur ekkert til indverskrar menningar, umhverfis eða indverskrar tilvistar yfir höfuð. Það litla sem ég þekki kemur frá matarmenningu á veitingastöðum, Bollywood tónlist og dansi. Dansinn. Það er svo eitt. Frá unga aldri hef ég dansað og enginn í fjölskyldunni hafði dansað eitthvað af viti áður. Nema kannski á sveitaböllum. En ég sjálfur veit að við ákveðinn samruna tónlistar og hreyfingar fer hjartað mitt af stað, líkaminn fer í alsælu og einstaka sinnum getur þessi samruni kallað fram tár. Það segir mér að í dansinum sæki ég í mína ástríðu. Í minn tilgang. Sem ég reyni svo eftri fremsta megni að miðla og deila með fólki. Ég spyr mig oft hvaðan þessi ástríða kemur. Því hún er svo brjálæðislega sterk. Þegar ég kemst í góða núvitund og hugleiðslu þá koma oft upp í huga mér leifturmyndir þar sem ég er staðsettur á óþekktum stað, í hofi, umkringdur fjarlægum grænum plöntum og dýralífi. Ég kemst í einhvern kjarna inn í mér sem ég þekki samt ekki. Það er ríkt í mér að spyrja spurninga og vera forvitinn. Ég hef alltaf farið mínar eigin leiðir í lífinu og er ávallt í einhverskonar endurskilgreiningu á mér sjálfum. Gæti það verið af því að það er stór hluti af mér sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan kemur? Hve mikið lærum við frá fæðingu sem hefur áhrif á hvernig einstaklingar við svo erum og verðum? Er uppeldi, menning og umhverfi lykilatriði í mótun einstaklings? Eða eru það genin og blóðið? Hvaða blóð rennur í mér? Ég hef kannski verið of upptekinn að því að réttlæta mína menningarlegu tilvist og uppeldi að ég hef gleymt því að réttmæta mína blóðlegu tilvist. Það er er næsta skref. Að þora að standa með bakgrunni mínum, virða sögu móður minnar og hennar ferðalag. Það er ekki hægt að segjast vera í sjálfsuppgötvun ef maður lokar á hálfan hluta af heildinni. Þó er það ekki endilega að ástæðulausu sem ég hef lokað eða hundsað þennan hluta eins og ég segi hér að ofan. Umfjöllun og hegðun í samfélaginu hafa áhrif á hvernig börn hugsa, hvað þau gera og hver þau verða. Ég heiti Friðrik Agni og fæddist á Íslandi. En ég er hálfindverskur. Ég er stoltur af því. Það hefur gefið mér einkenni og styrkleika að vera öðruvísi. Það heldur mér á tánum. Og þar sem ég veit ekkert um fjölskyldutengslin mín á Indlandi verð ég ávallt forvitinn og forvitnin fjölgar spurningunum sem leiða af sér endalaust haf af mögulegum svörum. Það er dýrmætt. Hvernig ætli greinin verði til: Indverjinn ég og Indverjinn þú?
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun