Stórstjarna Bæjara var út í kuldanum hjá Tony Pulis eins og margur Íslendingurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 13:00 Serge Gnabry hefur skorað 5 mörk fyrir Bayern í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og níu mörk á tímabilinu í bestu deild í heimi. Getty/Michael Regan Serge Gnabry hefur slegið í gegn hjá Bayern München í Meistaradeildinni og á mikinn þátt í því að þýska stórliðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Það er einn maður sem er ávallt minntur á hetjudáðir stráksins og það er maður sem íslenskur fótbolti þekkir líka vel. Serge Gnabry hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum með Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili þar af 2 mörk í fyrri leiknum á móti Chelsea í sextán liða úrslitunum og þrjú í leikjunum í átta liða og undanúrslitum keppninnar. Þá má ekki gleyma fernunni hans í 7-2 sigri á Tottenham í London í október síðastliðnum. Það fer ekkert á milli mála að Serge Gnabry er orðinn stórstjarna í knattspyrnuheiminum og þessi 25 ára strákur er líklegur til afreka á næstu árum. Það er samt einn maður sem sá ekki slíka frammistöðu í spilunum hjá kappanum og sá maður heitir Tony Pulis. Three are without a club One is at Stoke One is at Huddersfield One has retiredMeanwhile, Gnabry is preparing to play in a Champions League final https://t.co/DyQBOcZJZd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 21, 2020 Tony Pulis er þekktastur fyrir það á Íslandi að hafa stýrt liði Stoke City þegar það var í eigu Íslendinga og fyrir það að fara illa með íslenska knattspyrnumenn sem fengu fá tækifæri hjá honum og voru oftast út í kuldanum. Umræddur Serge Gnabry á það sameiginlegt með íslensku knattspyrnumönnunum hjá Stoke að hafa ekki heillað knattspyrnustjórann Tony Pulis. Serge Gnabry var í láni hjá West Bromwich Albion fyrstu fimm mánuðina á 2015-16 tímabilinu en Gnabry var þá leikmaður Arsenal. Gnabry átti að vera í láni alla leiktíðina en var kallaður til baka í janúar. Ástæðan var að Tony Pulis vildi ekki nota hann. Tony Pulis leyfði Serge Gnabry aðeins að spila í samtals tólf mínútur alla þessa fimm mánuði og það er frekar skrautlegt að skoða listann yfir þá vængmenn sem hann vildi nota frekar. Planet Football skoðaði hvaða leikmenn þetta voru. James Morrison er nú hættur, Chris Brunt, Callum McManaman og Stephane Sessegnon eru allir með lausan samning, James McClean er hjá Stoke og Alex Pritchard er hjá Huddersfield. Serge Gnabry er aftur á móti að gera frábæra hluti á stærsta sviðinu sem er Meistaradeildin. Arsenal hafði heldur ekki alltof mikla trú á Serge Gnabry því félagið seldi hann til Werder Bremen fyrir aðeins fimm milljónir punda. Arsene Wenger hafði reyndar trú á honum en leikmaðurinn vildi prófa eitthvað nýtt eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá franska stjóranum. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Sjá meira
Serge Gnabry hefur slegið í gegn hjá Bayern München í Meistaradeildinni og á mikinn þátt í því að þýska stórliðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Það er einn maður sem er ávallt minntur á hetjudáðir stráksins og það er maður sem íslenskur fótbolti þekkir líka vel. Serge Gnabry hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum með Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili þar af 2 mörk í fyrri leiknum á móti Chelsea í sextán liða úrslitunum og þrjú í leikjunum í átta liða og undanúrslitum keppninnar. Þá má ekki gleyma fernunni hans í 7-2 sigri á Tottenham í London í október síðastliðnum. Það fer ekkert á milli mála að Serge Gnabry er orðinn stórstjarna í knattspyrnuheiminum og þessi 25 ára strákur er líklegur til afreka á næstu árum. Það er samt einn maður sem sá ekki slíka frammistöðu í spilunum hjá kappanum og sá maður heitir Tony Pulis. Three are without a club One is at Stoke One is at Huddersfield One has retiredMeanwhile, Gnabry is preparing to play in a Champions League final https://t.co/DyQBOcZJZd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 21, 2020 Tony Pulis er þekktastur fyrir það á Íslandi að hafa stýrt liði Stoke City þegar það var í eigu Íslendinga og fyrir það að fara illa með íslenska knattspyrnumenn sem fengu fá tækifæri hjá honum og voru oftast út í kuldanum. Umræddur Serge Gnabry á það sameiginlegt með íslensku knattspyrnumönnunum hjá Stoke að hafa ekki heillað knattspyrnustjórann Tony Pulis. Serge Gnabry var í láni hjá West Bromwich Albion fyrstu fimm mánuðina á 2015-16 tímabilinu en Gnabry var þá leikmaður Arsenal. Gnabry átti að vera í láni alla leiktíðina en var kallaður til baka í janúar. Ástæðan var að Tony Pulis vildi ekki nota hann. Tony Pulis leyfði Serge Gnabry aðeins að spila í samtals tólf mínútur alla þessa fimm mánuði og það er frekar skrautlegt að skoða listann yfir þá vængmenn sem hann vildi nota frekar. Planet Football skoðaði hvaða leikmenn þetta voru. James Morrison er nú hættur, Chris Brunt, Callum McManaman og Stephane Sessegnon eru allir með lausan samning, James McClean er hjá Stoke og Alex Pritchard er hjá Huddersfield. Serge Gnabry er aftur á móti að gera frábæra hluti á stærsta sviðinu sem er Meistaradeildin. Arsenal hafði heldur ekki alltof mikla trú á Serge Gnabry því félagið seldi hann til Werder Bremen fyrir aðeins fimm milljónir punda. Arsene Wenger hafði reyndar trú á honum en leikmaðurinn vildi prófa eitthvað nýtt eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá franska stjóranum.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótboltamaður lést eftir samstuð inn á vellinum „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Sjá meira