Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 09:30 Pep Guardiola var pirraður út í Bruno Fernandes en kannski aðallega yfir bitleysi sinna leikmanna. Getty/Matt McNulty Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. Bruno Fernandes og Pep Guardiola voru eitthvað að karpa á hliðarlínunni undir lok leiksins sem endaði með því að Bruno Fernandes „sussaði“ á Guardiola með því að setja fingurinn upp að munninum. Hafi Bruno Fernandes ekki verið elskaður og dáður af stuðningsmönnum Manchester United fyrir þetta atvik þá var hann það örugglega eftir það. Manchester United vann 2-0 sigur á Manchester City og vann þar með báða deildarleiki liðanna á þesssari leiktíð.Bruno Fernandes told he was right to silence Pep Guardiola with finger to his lips https://t.co/pUO0rQkJNypic.twitter.com/1F7evVz4Ft — Mirror Football (@MirrorFootball) March 9, 2020Bruno Fernandes fékk hrós frá bæði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjór Manchester United sem og Paul Ince, fyrrum leikmanns liðsns. Solskjær hrósaði Portúgalanum fyrir að sýna mikinn karakter. Jú það má glytta í smá „Cantona“ stæla hjá Bruno Fernandes og það er í fínu lagi á meðan þú getur síðan staðið undið því inn á vellinum. Það hefur Bruno Fernandes svo sannarlega gert í fyrstu leikjum sínum með Manchester United og virðist vera einmitt sá leikmaður sem liðinu vantaði. „Hann er að gera allt rétt þessa dagana og þá tel ég líka með að sussa á Pep Guardiola en það var alltaf að fara að slá í gegn hjá stuðningsmönnunum,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power News. „Það er líka gaman að sjá leikmann koma til félagsins sem er með svolítinn karakter,“ sagði Ince. „Hann hefur verið frábær síðan að hann kom inn í liðið og meira að segja í þessum leik á móti Manchester City, þar sem hann gerði nú ekki mikið, þá voru mikil gæði í því sem hann gerði,“ sagði Ince.Bruno Fernandes shushing Pep Guardiola is what the Manchester derby is all about pic.twitter.com/kvzwivmGBC — Football Daily (@footballdaily) March 8, 2020 Anthony Martial skoraði fyrra mark Manchester United í leiknum eftir frábæra og óvænta sendingu Bruno Fernandes úr aukaspyrnu. „Þessi sending inn á Anthony Martial var stórkostleg. Stuðningsmennirnir eru að missa sig yfir honum og þó að ég reyni að gera það ekki þá sé ég vel af hverju. Öll félög vilja hafa hetju innan sinna raða og hann verður sú hetja fyrir Manchester United,“ sagði Paul Ince. Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann. Bruno Fernandes og Pep Guardiola voru eitthvað að karpa á hliðarlínunni undir lok leiksins sem endaði með því að Bruno Fernandes „sussaði“ á Guardiola með því að setja fingurinn upp að munninum. Hafi Bruno Fernandes ekki verið elskaður og dáður af stuðningsmönnum Manchester United fyrir þetta atvik þá var hann það örugglega eftir það. Manchester United vann 2-0 sigur á Manchester City og vann þar með báða deildarleiki liðanna á þesssari leiktíð.Bruno Fernandes told he was right to silence Pep Guardiola with finger to his lips https://t.co/pUO0rQkJNypic.twitter.com/1F7evVz4Ft — Mirror Football (@MirrorFootball) March 9, 2020Bruno Fernandes fékk hrós frá bæði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjór Manchester United sem og Paul Ince, fyrrum leikmanns liðsns. Solskjær hrósaði Portúgalanum fyrir að sýna mikinn karakter. Jú það má glytta í smá „Cantona“ stæla hjá Bruno Fernandes og það er í fínu lagi á meðan þú getur síðan staðið undið því inn á vellinum. Það hefur Bruno Fernandes svo sannarlega gert í fyrstu leikjum sínum með Manchester United og virðist vera einmitt sá leikmaður sem liðinu vantaði. „Hann er að gera allt rétt þessa dagana og þá tel ég líka með að sussa á Pep Guardiola en það var alltaf að fara að slá í gegn hjá stuðningsmönnunum,“ sagði Paul Ince í viðtali við Paddy Power News. „Það er líka gaman að sjá leikmann koma til félagsins sem er með svolítinn karakter,“ sagði Ince. „Hann hefur verið frábær síðan að hann kom inn í liðið og meira að segja í þessum leik á móti Manchester City, þar sem hann gerði nú ekki mikið, þá voru mikil gæði í því sem hann gerði,“ sagði Ince.Bruno Fernandes shushing Pep Guardiola is what the Manchester derby is all about pic.twitter.com/kvzwivmGBC — Football Daily (@footballdaily) March 8, 2020 Anthony Martial skoraði fyrra mark Manchester United í leiknum eftir frábæra og óvænta sendingu Bruno Fernandes úr aukaspyrnu. „Þessi sending inn á Anthony Martial var stórkostleg. Stuðningsmennirnir eru að missa sig yfir honum og þó að ég reyni að gera það ekki þá sé ég vel af hverju. Öll félög vilja hafa hetju innan sinna raða og hann verður sú hetja fyrir Manchester United,“ sagði Paul Ince.
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira