„Mig langar ekki að hugsa um hvað hefði getað gerst“ Hrund Þórsdóttir skrifar 10. mars 2020 14:50 Sem betur fer slapp Róbert vel í þetta sinn en mamma hans segist ekki vilja hugsa um hvað hefði getað gerst. Hinn níu ára gamli Róbert Örn Jónsson slapp með skrekkinn í gær, þegar hann festist í snjóhúsi nærri heimili sínu í Grafarholti. „Þetta er snjóhús sem krakkarnir í hverfinu höfðu búið til síðustu daga úr stórum skafli, snjóruðningi. Róbert var að leika sér í húsinu þegar hann datt með hnéð á undan sér og hné og hæll skorðuðust þannig að hann sat pikkfastur í botni snjóhússins,“ segir Birna Pálsdóttir, móðir Róberts. „Hann sat bara fastur þarna innan í kúlunni á þannig stað að það sást ekkert til hans utan frá.“ Birna segir Róbert líklega hafa verið fastan í um hálfa klukkustund. „Hann kallaði á hjálp og sem betur fer komu tvær konur þarna að. Þær náðu ekki að losa hann svo önnur þeirra hringdi í 112 og hin var svo yndisleg að bíða með honum þar til slökkviliðið kom á staðinn.“ Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fór í útkallið. Hann segir börnin hafa búið til snjóhús með göngum innan í, sem hafi verið svipuð að þvermáli og búkur Róberts. „Hann fór niður um eitt gatið með annan fótinn undir sig svo þegar hann var kominn niður í göngin festist hann og komst hvorki upp né niður. Snjórinn í skaflinum hafði harðnað svo honum gekk ekkert að losa sig,“ segir Þórir. „Við náðum að losa hann með því að moka frá honum og hann var orðinn dálítið kaldur. Hann settist í sjúkrabílinn í smástund og hlýjaði sér og svo kom mamma hans og sótti hann. Hann var dálítið stirður í fætinum en kom alheill út úr þessu.“Umrætt snjóhús um það leyti sem slökkvlið var á vettvangi. Það var svo eyðilagt síðar í gær.Kolbrún Dögg Arnardóttir„Hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar“ Birna er þakklát fyrir að ekki fór verr. „Hann var í dálitlu sjokki í gær og ég líka. Hann hafði auðvitað kallað á hjálp og grátið mikið og hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar. Það er allt í lagi með hann, sem betur fer, en mig langar ekki að hugsa um hvað hefði getað gerst hefði hann verið fastur þarna lengi,“ segir Birna. „Það hafa margir haft samband við okkur og ég er mjög þakklát fyrir hvað við eigum yndislega nágranna. Þeir fóru líka strax út og brutu niður snjóhúsið eftir þetta.“ Þórir telur ekki hafa verið mikla hættu á ferðum í þetta sinn. „Auðvitað væri samt ekki gott að vera fastur úti í langan tíma. Sem betur fer gerðist þetta á fjölförnu svæði. Það er lítil hætta á að snjóhús falli saman þegar þau eru búin að blotna og harðna en því fylgir auðvitað hætta þegar svona leiksvæði eru við umferðargötur. Umferðin getur verið hættuleg í þessu samhengi, ekki síst ef snjómoksturstæki eru ennþá við vinnu,“ segir hann. Þórir segir nágrannakonu Róberts hafa beðið með honum þar til hjálpin barst. „Það er mikilvægt því við lendum alveg í að fólk hringir og tilkynnir eitthvað, en heldur svo bara áfram ferð sinni. Við lendum oft í því. Það finnst mér vont því það hjálpar okkur svo mikið að fá nánari upplýsingar um slys, til dæmis upp á hvaða bjargir þarf að senda á staðinn. Þarna getur skilið á milli lífs og dauða. Allar upplýsingar sem við fáum frá slysstað eru hjálplegar.“ Börn og uppeldi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Hinn níu ára gamli Róbert Örn Jónsson slapp með skrekkinn í gær, þegar hann festist í snjóhúsi nærri heimili sínu í Grafarholti. „Þetta er snjóhús sem krakkarnir í hverfinu höfðu búið til síðustu daga úr stórum skafli, snjóruðningi. Róbert var að leika sér í húsinu þegar hann datt með hnéð á undan sér og hné og hæll skorðuðust þannig að hann sat pikkfastur í botni snjóhússins,“ segir Birna Pálsdóttir, móðir Róberts. „Hann sat bara fastur þarna innan í kúlunni á þannig stað að það sást ekkert til hans utan frá.“ Birna segir Róbert líklega hafa verið fastan í um hálfa klukkustund. „Hann kallaði á hjálp og sem betur fer komu tvær konur þarna að. Þær náðu ekki að losa hann svo önnur þeirra hringdi í 112 og hin var svo yndisleg að bíða með honum þar til slökkviliðið kom á staðinn.“ Þórir Steinarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fór í útkallið. Hann segir börnin hafa búið til snjóhús með göngum innan í, sem hafi verið svipuð að þvermáli og búkur Róberts. „Hann fór niður um eitt gatið með annan fótinn undir sig svo þegar hann var kominn niður í göngin festist hann og komst hvorki upp né niður. Snjórinn í skaflinum hafði harðnað svo honum gekk ekkert að losa sig,“ segir Þórir. „Við náðum að losa hann með því að moka frá honum og hann var orðinn dálítið kaldur. Hann settist í sjúkrabílinn í smástund og hlýjaði sér og svo kom mamma hans og sótti hann. Hann var dálítið stirður í fætinum en kom alheill út úr þessu.“Umrætt snjóhús um það leyti sem slökkvlið var á vettvangi. Það var svo eyðilagt síðar í gær.Kolbrún Dögg Arnardóttir„Hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar“ Birna er þakklát fyrir að ekki fór verr. „Hann var í dálitlu sjokki í gær og ég líka. Hann hafði auðvitað kallað á hjálp og grátið mikið og hann var mjög kaldur þegar ég fékk hann í hendurnar. Það er allt í lagi með hann, sem betur fer, en mig langar ekki að hugsa um hvað hefði getað gerst hefði hann verið fastur þarna lengi,“ segir Birna. „Það hafa margir haft samband við okkur og ég er mjög þakklát fyrir hvað við eigum yndislega nágranna. Þeir fóru líka strax út og brutu niður snjóhúsið eftir þetta.“ Þórir telur ekki hafa verið mikla hættu á ferðum í þetta sinn. „Auðvitað væri samt ekki gott að vera fastur úti í langan tíma. Sem betur fer gerðist þetta á fjölförnu svæði. Það er lítil hætta á að snjóhús falli saman þegar þau eru búin að blotna og harðna en því fylgir auðvitað hætta þegar svona leiksvæði eru við umferðargötur. Umferðin getur verið hættuleg í þessu samhengi, ekki síst ef snjómoksturstæki eru ennþá við vinnu,“ segir hann. Þórir segir nágrannakonu Róberts hafa beðið með honum þar til hjálpin barst. „Það er mikilvægt því við lendum alveg í að fólk hringir og tilkynnir eitthvað, en heldur svo bara áfram ferð sinni. Við lendum oft í því. Það finnst mér vont því það hjálpar okkur svo mikið að fá nánari upplýsingar um slys, til dæmis upp á hvaða bjargir þarf að senda á staðinn. Þarna getur skilið á milli lífs og dauða. Allar upplýsingar sem við fáum frá slysstað eru hjálplegar.“
Börn og uppeldi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira