Viðskipti innlent

Íslensk upplýsingasíða um kórónuveiruna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skjáskot af upplýsingasíðunni.
Skjáskot af upplýsingasíðunni. daton
Áhugafólk um útbreiðslu kórónuveirunnar getur nú nálgast allar innlendar fréttir sem fluttar eru af veirunni á einum stað. Tæknifyrirtækið dAton hefur opnað upplýsingavef þar sem nálgast má fréttirnar, auk þess að sjá stöðuna í einstaka löndum út frá mismunandi forsendum.

Þannig má fylgjast með fjölgun smita eftir löndum auk þess að sjá hversu mikið kórónuveiran er á milli tannanna á Íslendingum á samfélagsmiðlum. Upplýsingar um útbreiðsluna koma frá John Hopkins-háskólanum í Bandaríkjunum og uppfærast þær sjálfkrafa að sögn aðstandenda síðunnar.

Haft er eftir Hugin Frey Þorsteinsyni, stjórnarformanni dAton sem stendur að síðunni, að markmiðið sé að gera mikið magn upplýsinga aðgengilegt á sama stað.

„Mikilvægur þáttur í að ná utan um faraldur sem þennan er að áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir um hann og fólk skilji þessar upplýsingar. Þessi vefur sem vinnur með lifandi gögn er leið til að setja upplýsingar fram með skipulögðum hætti,“ segir Huginn Freyr í tilkynningu frá félaginu - sem er dótturfélag almannatengslafélagsins Aton.JL.

Upplýsingasíðuna má nálgast með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×