Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 11. mars 2020 23:07 Klopp í leikslok. vísir/getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. Atletico varðist lengi vel með kjafti og klóm í leiknum en stærstan hluta af leiknum voru þeir með alla sína leikmenn á sínum eigin vallarhelmingi þar sem þeir vörðust sterku liði Liverpool. Sá þýski er ekki hrifinn af leikstíl Atletico. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er erfitt að spila gegn svona liði. Ég skil ekki með öll þessi gæði sem þeir hafa að þeir geti ekki spilað almennilegan fótbolta. Þeir standa neðarlega á vellinum og beita skyndisóknum,“ sagði Klopp við BT Sport."It's difficult to explain these goals, to be honest. The boys fought hard." "We will come again, and go again. But for now, we are out." A disappointed Jurgen Klopp is keen to not get too despondent despite the Reds losing hold of their European crown...@TheDesKellypic.twitter.com/6f74I8jlen— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 11, 2020 „Við þurfum að taka því en mér líður ekki vel. Ég veit að ég er bara tapsár, sérstaklega þegar drengirnir leggja svona mikið á sig gegn tveim fjögurra manna línum.“ „Við vissum það að á síðustu tveimur árum vorum við heppnir á tímapunktum í Meistaradeildinni en í dag var allt á móti okkur á lykilaugnablikum en aðalmistökin voru að skora ekki fimm mínútum fyrr. Við skoruðum í framlengingunni en ekki í venjulegum leiktíma.“ „Strákarnir voru stórkostlegir þessar 90 mínútur. Þeir spiluðu frábæran fótbolta. Þú sást að við eigum ekki að fá þessi mörk á okkur sem við fengum á okkur. Það er erfitt að útskýra þessi mörk sem við fengum á okkur en við munum koma aftur. Nú erum við úr leik,“ sagði sá þýski. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. Atletico varðist lengi vel með kjafti og klóm í leiknum en stærstan hluta af leiknum voru þeir með alla sína leikmenn á sínum eigin vallarhelmingi þar sem þeir vörðust sterku liði Liverpool. Sá þýski er ekki hrifinn af leikstíl Atletico. „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Það er erfitt að spila gegn svona liði. Ég skil ekki með öll þessi gæði sem þeir hafa að þeir geti ekki spilað almennilegan fótbolta. Þeir standa neðarlega á vellinum og beita skyndisóknum,“ sagði Klopp við BT Sport."It's difficult to explain these goals, to be honest. The boys fought hard." "We will come again, and go again. But for now, we are out." A disappointed Jurgen Klopp is keen to not get too despondent despite the Reds losing hold of their European crown...@TheDesKellypic.twitter.com/6f74I8jlen— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 11, 2020 „Við þurfum að taka því en mér líður ekki vel. Ég veit að ég er bara tapsár, sérstaklega þegar drengirnir leggja svona mikið á sig gegn tveim fjögurra manna línum.“ „Við vissum það að á síðustu tveimur árum vorum við heppnir á tímapunktum í Meistaradeildinni en í dag var allt á móti okkur á lykilaugnablikum en aðalmistökin voru að skora ekki fimm mínútum fyrr. Við skoruðum í framlengingunni en ekki í venjulegum leiktíma.“ „Strákarnir voru stórkostlegir þessar 90 mínútur. Þeir spiluðu frábæran fótbolta. Þú sást að við eigum ekki að fá þessi mörk á okkur sem við fengum á okkur. Það er erfitt að útskýra þessi mörk sem við fengum á okkur en við munum koma aftur. Nú erum við úr leik,“ sagði sá þýski.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira