Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi – tækifæri og áskoranir í atvinnumálum Jódís Skúladóttir skrifar 21. ágúst 2020 08:30 Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, 19. september. Við blasa ný tækifæri en líka nýjar áskoranir. Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram og mun undirrituð leiða listann sem er skipaður fjölhæfum og fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag. Í byggðaáætlun segir ,,Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.” Þetta eru falleg orð á blaði og við sennilega flest á einu máli um að svona viljum við sjá Ísland framtíðar. Það er svo annað mál hvernig slík framtíðarsýn verður að veruleika. Við sem búum á Austurlandi og fylgjum nýju sameinuðu sveitarfélagi úr hlaði þurfum að vera meðvituð um þau tækifæri sem í því felast. Fáir hefðu trúað því fyrir ári síðan að stærsta atvinnugrein þjóðarinnar yrði nánast úr leik á nokkrum mánuðum en staða ferðaþjónustunnar er flestum kunn. Við erum enn minnt á að við getum ekki geymt öll eggin í sömu körfunni. Á Austurlandi hefur verið rekin öflug ferðaþjónusta undanfarin ár og því eru áföll af þessu tagi þungbær. Við í VG á Austurlandi leggjum áherslu á fjölbreytt atvinnulíf, ekki aðeins til að skapa fjölbreytt og áhugavert samfélag heldur líka svo við séum enn betur í stakk búin til að vinna okkur úr áföllum. Þá teljum við miklvægt að atvinnustefna nýs sveitarfélags grundvallist á umhverfisvænni stefnu og það er auk þess morgunljóst að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á rannsóknir, háskólastarf og nýsköpun en gert hefur verið til þessa á Austurlandi. Ein helsta forsenda fyrir fjölbreyttu atvinnulífi á Austurlandi eru fyrst og síðast samgöngur innan landshlutans. Fátt myndi styrkja atvinnulíf á svæðinu jafn mikið og öruggar samgöngur þar sem við getum, jafnt sumar sem vetur, sótt vinnu, nám, heilbrigðisþjónustu og/eða afþreyingu á milli byggðakjarna. Til að styrkja Austurland sem áfangastað til framtíðar er mikilvægt að hlusta á unga fólkið sem hefur með afgerandi hætti hafnað mengandi og raskandi atvinnugreinum og vilja önnur tækifæri í heimahögunum. Nýtt sameinað sveitarfélaga hefur fjölmarga valkosti og styrkleika sem endurspeglast í samsetningu hvers byggðakjarna og þessa sérstöðu viljum við í VG efla á sama tíma og við nýtum sameiginlega krafta íbúa á þessu dreifða svæði til að byggja upp öflugt Austurland. Austurland býður þegar upp á svo margt, t.d. öflugt menningarlíf þar sem frumkvöðlar hafa ýtt ýmsum verkefnum úr vör sem skilað hafa margfalt til samfélagsins. Slíkt starf hefur oftar en ekki náð glæsilegum árangri. Við í VG viljum styðja betur við menningarlífið og skapandi greinar á Austurlandi því það skapar störf og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu og til að heimsækja. Talsverð nýsköpun hefur átt sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi, skógrækt og ferðaþjónustu á svæðinu. Við í VG viljum gera enn betur á þessu sviði og leggja okkar að mörkum við að efla hverskyns nýsköpun. Á Austurlandi hefur sérmenntuðu fólki fjölgað undanfarin ár og mannauðurinn er fjölbreyttur og öflugur. Við þurfum að þrýsta enn meira á að fjölga opinberum störfum á Austurlandi og hvetja til þess að störf séu auglýst án staðsetningar. Ef kórónuveirufaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá er það hvað við eigum auðvelt með að aðlaga okkur og að hve miklu leiti við getum unnið hvar sem er. Tækifærin eru til staðar en við þurfum skýrari stefnu og eftirfylgni til þess að hægt sé að grípa þau. Höfundur er lögfræðingur og oddviti VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Vinstri græn Jódís Skúladóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, 19. september. Við blasa ný tækifæri en líka nýjar áskoranir. Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram og mun undirrituð leiða listann sem er skipaður fjölhæfum og fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag. Í byggðaáætlun segir ,,Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.” Þetta eru falleg orð á blaði og við sennilega flest á einu máli um að svona viljum við sjá Ísland framtíðar. Það er svo annað mál hvernig slík framtíðarsýn verður að veruleika. Við sem búum á Austurlandi og fylgjum nýju sameinuðu sveitarfélagi úr hlaði þurfum að vera meðvituð um þau tækifæri sem í því felast. Fáir hefðu trúað því fyrir ári síðan að stærsta atvinnugrein þjóðarinnar yrði nánast úr leik á nokkrum mánuðum en staða ferðaþjónustunnar er flestum kunn. Við erum enn minnt á að við getum ekki geymt öll eggin í sömu körfunni. Á Austurlandi hefur verið rekin öflug ferðaþjónusta undanfarin ár og því eru áföll af þessu tagi þungbær. Við í VG á Austurlandi leggjum áherslu á fjölbreytt atvinnulíf, ekki aðeins til að skapa fjölbreytt og áhugavert samfélag heldur líka svo við séum enn betur í stakk búin til að vinna okkur úr áföllum. Þá teljum við miklvægt að atvinnustefna nýs sveitarfélags grundvallist á umhverfisvænni stefnu og það er auk þess morgunljóst að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á rannsóknir, háskólastarf og nýsköpun en gert hefur verið til þessa á Austurlandi. Ein helsta forsenda fyrir fjölbreyttu atvinnulífi á Austurlandi eru fyrst og síðast samgöngur innan landshlutans. Fátt myndi styrkja atvinnulíf á svæðinu jafn mikið og öruggar samgöngur þar sem við getum, jafnt sumar sem vetur, sótt vinnu, nám, heilbrigðisþjónustu og/eða afþreyingu á milli byggðakjarna. Til að styrkja Austurland sem áfangastað til framtíðar er mikilvægt að hlusta á unga fólkið sem hefur með afgerandi hætti hafnað mengandi og raskandi atvinnugreinum og vilja önnur tækifæri í heimahögunum. Nýtt sameinað sveitarfélaga hefur fjölmarga valkosti og styrkleika sem endurspeglast í samsetningu hvers byggðakjarna og þessa sérstöðu viljum við í VG efla á sama tíma og við nýtum sameiginlega krafta íbúa á þessu dreifða svæði til að byggja upp öflugt Austurland. Austurland býður þegar upp á svo margt, t.d. öflugt menningarlíf þar sem frumkvöðlar hafa ýtt ýmsum verkefnum úr vör sem skilað hafa margfalt til samfélagsins. Slíkt starf hefur oftar en ekki náð glæsilegum árangri. Við í VG viljum styðja betur við menningarlífið og skapandi greinar á Austurlandi því það skapar störf og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu og til að heimsækja. Talsverð nýsköpun hefur átt sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi, skógrækt og ferðaþjónustu á svæðinu. Við í VG viljum gera enn betur á þessu sviði og leggja okkar að mörkum við að efla hverskyns nýsköpun. Á Austurlandi hefur sérmenntuðu fólki fjölgað undanfarin ár og mannauðurinn er fjölbreyttur og öflugur. Við þurfum að þrýsta enn meira á að fjölga opinberum störfum á Austurlandi og hvetja til þess að störf séu auglýst án staðsetningar. Ef kórónuveirufaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá er það hvað við eigum auðvelt með að aðlaga okkur og að hve miklu leiti við getum unnið hvar sem er. Tækifærin eru til staðar en við þurfum skýrari stefnu og eftirfylgni til þess að hægt sé að grípa þau. Höfundur er lögfræðingur og oddviti VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun