Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 19:30 Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun. Íslendingur sem staddur er í Póllandi reynir nú að koma sér yfir landamærin til lands þar sem hægt er að komast í alþjóðlegt flug. Yfirvöld í Póllandi ákváðu í gær að loka landamærum sínum næstu tíu daga frá og með morgundeginum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ágúst Ívar Vilhjálmsson er staddur á ferðalagi með fjölskyldu sinni í pólsku borginni Bydgoszcz og segir ástandið skrítið. „Allar búðir eru lokaðar. Matvöruverslanir eru opnar, apótek eru opin en þar er hleypt inn i hollum. Tveir til þrír fara inn í einu og aðrir bíða fyrir utan,“ sagði Ágúst Ívar Vilhjálmsson. Hann segir að ákvörðun pólskra yfirvalda um ferðabann hafi komið á óvart. „Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu fara í svona mikla aðgerð strax enda voru staðfest smit bara rétt að skríða yfir 60 í gærkvöldi,“ sagði Ágúst. Eins og fyrr segir tekur ferðabannið gildi á morgun. Ágúst segir þann frest mjög stuttan, sérstaklega fyrir ferðamenn. „Við erum búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og þeir mæla með því að koma okkur yfir í annað land og komast heim þannig. Ég eyddi góðum tíma í gær að leita að flugi héðan en það bara seldist allt upp og ekkert í boði sem við gátum náð, við gátum ekki hoppað strax í næstu vél. Nú ætlum við að skoða að koma okkur annað og skoða í raun hvað er best á þessum tíma,“ sagði Ágúst. Ágúst er í sambandi við aðra Íslendinga á svæðinu varðandi næstu skref. Hann segir að fjörtíu manna hópur sé staddur í Gdanks. „Ég hef heyrt að einhverjir séu lagðir af stað yfir til Þýskalands og ætla að komast til Berlínar og þaðan heim. Ætli við endum ekki þannig líka, það kemur bara í ljós á næstu tímum. Við verðum bara að vinna í þessu í dag,“ sagði Ágúst. Fjöldi Íslendinga er alla jafna staddur í Póllandi. Auk þess sem fjöldi Pólverja er búsettur hérlendis. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra langa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóplegt flug í ljósi þess að flug- og lestarsamgöngur til og frá Póllandi munu liggja niðri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun. Íslendingur sem staddur er í Póllandi reynir nú að koma sér yfir landamærin til lands þar sem hægt er að komast í alþjóðlegt flug. Yfirvöld í Póllandi ákváðu í gær að loka landamærum sínum næstu tíu daga frá og með morgundeginum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ágúst Ívar Vilhjálmsson er staddur á ferðalagi með fjölskyldu sinni í pólsku borginni Bydgoszcz og segir ástandið skrítið. „Allar búðir eru lokaðar. Matvöruverslanir eru opnar, apótek eru opin en þar er hleypt inn i hollum. Tveir til þrír fara inn í einu og aðrir bíða fyrir utan,“ sagði Ágúst Ívar Vilhjálmsson. Hann segir að ákvörðun pólskra yfirvalda um ferðabann hafi komið á óvart. „Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu fara í svona mikla aðgerð strax enda voru staðfest smit bara rétt að skríða yfir 60 í gærkvöldi,“ sagði Ágúst. Eins og fyrr segir tekur ferðabannið gildi á morgun. Ágúst segir þann frest mjög stuttan, sérstaklega fyrir ferðamenn. „Við erum búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og þeir mæla með því að koma okkur yfir í annað land og komast heim þannig. Ég eyddi góðum tíma í gær að leita að flugi héðan en það bara seldist allt upp og ekkert í boði sem við gátum náð, við gátum ekki hoppað strax í næstu vél. Nú ætlum við að skoða að koma okkur annað og skoða í raun hvað er best á þessum tíma,“ sagði Ágúst. Ágúst er í sambandi við aðra Íslendinga á svæðinu varðandi næstu skref. Hann segir að fjörtíu manna hópur sé staddur í Gdanks. „Ég hef heyrt að einhverjir séu lagðir af stað yfir til Þýskalands og ætla að komast til Berlínar og þaðan heim. Ætli við endum ekki þannig líka, það kemur bara í ljós á næstu tímum. Við verðum bara að vinna í þessu í dag,“ sagði Ágúst. Fjöldi Íslendinga er alla jafna staddur í Póllandi. Auk þess sem fjöldi Pólverja er búsettur hérlendis. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra langa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóplegt flug í ljósi þess að flug- og lestarsamgöngur til og frá Póllandi munu liggja niðri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira