Útgöngubann tekur gildi á Spáni í fyrramálið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 20:00 Í fyrramálið tekur útgöngubann gildi á Spáni. Fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Á myndbandinu heyrist í kallkerfi lögreglubíls sem keyrir um á Tenerife. Skilaboðin sem óma um eyjuna eru þau að fólk eigi að halda sig innandyra. Spænsk stjórnvöld tilkynntu í gær 15 daga útgöngubann sem tekur gildi á mánudagsmorgun. Fólk á því að halda sig innan veggja heimilisins og fær ekki að vera á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. „Lögreglan var að tilkynna það í hátalarakerfi lögreglubíls að allir ættu að drífa sig heim þannig það eru fáir á ferli. Ég fór út í morgun og það er búið að loka búðum og veitingastöðum þannig að þetta er skrítið ástand,“ sagði Pálmi Guðmundsson, íbúi á Tenerife. Hann segir að þrátt fyrir útgöngubann sé fólk rólegt og taki ástandinu af yfirvegun. Verslanir hafa gert ráðstafanir til að stemma stigu við smithættu. „Í apótekum er komin hálfgerð varargirðing. Það er búið að setja dót og stóla og fleira þannig að menn komist ekki nálægt afgreiðsluborðinu. Það er því komin ákveðin fjarlægð á milli viðskiptavinar og sölumanns,“ sagði Pálmi. „Ég ætla að halda áfram að vinna því ef ég geri það ekki hvernig á ég þá að borða? Ég þarf að borga allt, efni, skatta,“ sagði Dionsio Garcia. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Verið er að kanna áhuga fólks fyrir slíku flugi. Um fast verð er að ræða og kostar ferðin 80 þúsund krónur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í fyrramálið tekur útgöngubann gildi á Spáni. Fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Á myndbandinu heyrist í kallkerfi lögreglubíls sem keyrir um á Tenerife. Skilaboðin sem óma um eyjuna eru þau að fólk eigi að halda sig innandyra. Spænsk stjórnvöld tilkynntu í gær 15 daga útgöngubann sem tekur gildi á mánudagsmorgun. Fólk á því að halda sig innan veggja heimilisins og fær ekki að vera á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. „Lögreglan var að tilkynna það í hátalarakerfi lögreglubíls að allir ættu að drífa sig heim þannig það eru fáir á ferli. Ég fór út í morgun og það er búið að loka búðum og veitingastöðum þannig að þetta er skrítið ástand,“ sagði Pálmi Guðmundsson, íbúi á Tenerife. Hann segir að þrátt fyrir útgöngubann sé fólk rólegt og taki ástandinu af yfirvegun. Verslanir hafa gert ráðstafanir til að stemma stigu við smithættu. „Í apótekum er komin hálfgerð varargirðing. Það er búið að setja dót og stóla og fleira þannig að menn komist ekki nálægt afgreiðsluborðinu. Það er því komin ákveðin fjarlægð á milli viðskiptavinar og sölumanns,“ sagði Pálmi. „Ég ætla að halda áfram að vinna því ef ég geri það ekki hvernig á ég þá að borða? Ég þarf að borga allt, efni, skatta,“ sagði Dionsio Garcia. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Verið er að kanna áhuga fólks fyrir slíku flugi. Um fast verð er að ræða og kostar ferðin 80 þúsund krónur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira