Óttast að álag og tengslarof muni hrjá börn og ungmenni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 20:20 Óttast er um langtíma afleiðingar álags á börn og ungmenni vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta kom fram á vinnufundi heilbrigðisráðherra þar sem rætt var hvernig við getum lifað með veirunni. Álag vegna kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerða hefur meiri áhrif á börn og ungmenni en fullorðna þar sem þau eru enn á mótunarárum. Þetta kom fram í máli Steinunnar Gestsdóttur, aðstoðarrektors HÍ og prófessors í sálfræði, á vinnufundi heilbrigðisráðherra um hvernig við getum lifað með veirunni. „Það er álag fyrir börn að vera í sóttkví, það er álag fyrir þau að foreldrar hafi áhyggjur, að hitta ekki vini sína og taka ekki þátt í tómstundum. Allt þetta hefur áhrif og börn hafa ekki þróað með sér leiðir, sem við eldri höfum, til að takast á við svona mikið álag,“ segir Steinunn. Hún hefur einnig áhyggjur af tengslamyndun barna á tímum sóttvarna, sérstaklega þeirra sem eru ekki í góðum tengslum við foreldra. „Það eru börn sem treysta á svona sambönd í gegnum íþróttir, tómstundir, kennara og vini. Að tapa þessu er alvarlegt og við þurfum að vinna á móti því að það gerist til lengri tíma.“ Steinunn kallar eftir því að allar aðgerðir sem snúa að kórónuveirunni og sóttvörnum séu hugsaðar út frá því hvernig þær snerti og hafi áhrif á yngri kynslóðir. Er eitthvað sem foreldrar geta gert til að taka betur utan um börnin sín? „Ég myndi spyrja frekar: Er eitthvað sem samfélagið getur gert til að hjálpa foreldrum til að taka betur utan um börnin sín?“ Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, fjallaði einnig um stöðu ungmenna á vinnufundinum. Segir hún mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk þurfi að búa við afleiðingar ákvarðana sem eru teknar í dag. „Þá er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að hafa áhrif og það sé virkt samráð við ungt fólk, sérstaklega um málefni sem snerta þau beint,“ segir Una. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Sjá meira
Óttast er um langtíma afleiðingar álags á börn og ungmenni vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta kom fram á vinnufundi heilbrigðisráðherra þar sem rætt var hvernig við getum lifað með veirunni. Álag vegna kórónuveirunnar og sóttvarnaaðgerða hefur meiri áhrif á börn og ungmenni en fullorðna þar sem þau eru enn á mótunarárum. Þetta kom fram í máli Steinunnar Gestsdóttur, aðstoðarrektors HÍ og prófessors í sálfræði, á vinnufundi heilbrigðisráðherra um hvernig við getum lifað með veirunni. „Það er álag fyrir börn að vera í sóttkví, það er álag fyrir þau að foreldrar hafi áhyggjur, að hitta ekki vini sína og taka ekki þátt í tómstundum. Allt þetta hefur áhrif og börn hafa ekki þróað með sér leiðir, sem við eldri höfum, til að takast á við svona mikið álag,“ segir Steinunn. Hún hefur einnig áhyggjur af tengslamyndun barna á tímum sóttvarna, sérstaklega þeirra sem eru ekki í góðum tengslum við foreldra. „Það eru börn sem treysta á svona sambönd í gegnum íþróttir, tómstundir, kennara og vini. Að tapa þessu er alvarlegt og við þurfum að vinna á móti því að það gerist til lengri tíma.“ Steinunn kallar eftir því að allar aðgerðir sem snúa að kórónuveirunni og sóttvörnum séu hugsaðar út frá því hvernig þær snerti og hafi áhrif á yngri kynslóðir. Er eitthvað sem foreldrar geta gert til að taka betur utan um börnin sín? „Ég myndi spyrja frekar: Er eitthvað sem samfélagið getur gert til að hjálpa foreldrum til að taka betur utan um börnin sín?“ Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga, fjallaði einnig um stöðu ungmenna á vinnufundinum. Segir hún mikilvægt að hafa í huga að ungt fólk þurfi að búa við afleiðingar ákvarðana sem eru teknar í dag. „Þá er mikilvægt að þau hafi tækifæri til að hafa áhrif og það sé virkt samráð við ungt fólk, sérstaklega um málefni sem snerta þau beint,“ segir Una.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Sjá meira