Svíar muni sjá um að koma bóluefni til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 17:24 Lena Hallengren er heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar. EPA/Claudio Bresciani Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Lenu Hallengren, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar á fréttamannafundi í dag. Frá þessu greinir sænski miðillinn Aftonbladet. Samstarfsverkefnið snýst um kaup á 300 milljón skömmtum af bóluefni sem talið er líklegt til að verka á kórónuveiruna. Auk Evrópusambandsríkjanna munu Sviss, Noregur og Ísland taka þátt. Bóluefnið, sem unnið er af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla, er eitt nokkurra sem komin eru á seinni stig klínískra rannsókna og þykja lofa góðu. Í Svíþjóð búa um 10 milljónir manna og sagði ráðherrann að Svíar ættu von á að fá um 6 milljónir skammta af bóluefninu í sinn hlut. Klínískar rannsóknir eiga þó eftir að leiða í ljós hvort fólk muni þurfa tvo skammta af bóluefninu til þess að það virki, eða hvort einn skammtur muni duga. Ekki liggur fyrir hvenær bóluefnaskammtarnir yrðu afhentir, en öll ríki myndu fá bóluefnið til sín á sama tíma. Svíar munu auk þess að hafa milligöngu um að koma bóluefninu til Íslands, leiði rannsóknir í ljós að það sé virkt og öruggt, dreifa því til nágranna sinna í vestri, Norðmanna. Auk þessa verkefnis hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýst því yfir að íslensk stjórnvöld séu áhugasöm um að taka þátt í COVAX, alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Evrópusambandið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sænsk stjórnvöld munu taka að sér að dreifa mögulegu bóluefni við kórónuveirunni til Íslands í gegn um samstarfsverkefni Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Lenu Hallengren, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar á fréttamannafundi í dag. Frá þessu greinir sænski miðillinn Aftonbladet. Samstarfsverkefnið snýst um kaup á 300 milljón skömmtum af bóluefni sem talið er líklegt til að verka á kórónuveiruna. Auk Evrópusambandsríkjanna munu Sviss, Noregur og Ísland taka þátt. Bóluefnið, sem unnið er af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla, er eitt nokkurra sem komin eru á seinni stig klínískra rannsókna og þykja lofa góðu. Í Svíþjóð búa um 10 milljónir manna og sagði ráðherrann að Svíar ættu von á að fá um 6 milljónir skammta af bóluefninu í sinn hlut. Klínískar rannsóknir eiga þó eftir að leiða í ljós hvort fólk muni þurfa tvo skammta af bóluefninu til þess að það virki, eða hvort einn skammtur muni duga. Ekki liggur fyrir hvenær bóluefnaskammtarnir yrðu afhentir, en öll ríki myndu fá bóluefnið til sín á sama tíma. Svíar munu auk þess að hafa milligöngu um að koma bóluefninu til Íslands, leiði rannsóknir í ljós að það sé virkt og öruggt, dreifa því til nágranna sinna í vestri, Norðmanna. Auk þessa verkefnis hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýst því yfir að íslensk stjórnvöld séu áhugasöm um að taka þátt í COVAX, alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Noregur Evrópusambandið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira