Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð. Enn er unnið að prófunum á tveimur sýnum til viðbótar og er niðurstöðu úr þeim greiningum að vænta í kvöld. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra við Vísi.
Alls hafa 95 sýni verið greind og hingað til hefur aðeins eitt reynst jákvætt fyrir smiti. Hinn smitaði, karlmaður á fimmtugsaldri er enn í einangrun á Landspítalanum. Manninum heilsast vel og sýnir dæmigerð einkenni sjúkdómsins, hósta, hita og beinverki.
Á annað hundrað Íslendinga komu til landsins í gær með flugi frá Veróna, sem er innan skilgreinds hættusvæðis á Norður-Ítalíu. Tveir farþegar sýndu flensueinkenni við komuna en ekki er ljóst hvort unnið hafi verið úr sýnum þeirra.
Karlmaðurinn greindist með kórónuveirusmit reyndist hafa smitast í ferð sinni til Ítalíu. Sýni tekið úr eiginkonu mannsins hefur verið rannsakað og reyndist það neikvætt fyrir smiti.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Tíu sýni neikvæð og von á tveimur niðurstöðum til viðbótar

Tengdar fréttir

Hvernig smitast kórónuveiran og hvað lifir hún lengi á yfirborðsflötum?
Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.

85 manns í sóttkví vegna kórónuveirunnar: „Hann er hitalaus og ekki hóstandi“
85 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar. Öll sýni sem tekin voru úr fólki sem tengdust fyrsta greinda tilfellinu hérlendis, hafa reynst neikvæðar. Samstarfsmenn mannsins, sem greindur var með veiruna, gagnrýna vinnubrögð yfirvalda harðlega.

Kona mannsins ekki smituð af kórónuveirunni
Sýni sem tekið var til greiningar reyndist neikvætt.