Verkalýðsfélögin og SA ósammála um hver séu réttindi launafólks í sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2020 23:45 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við undirritun lífskjarasamningsins í fyrra. Hann telur enga vafa leika á því að veikindarétturinn sem kveðið er á um í kjarasamningum nái til þeirra sem eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. vísir/vilhelm Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. Hátt í 300 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 en alls hafa níu Íslendingar greinst með veiruna. Þeir eru allir í einangrun í heimahúsi. Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að einungis þeir sem væru sýktir af veirunni ættu veikindarétt samkvæmt lögum og kjarasamningum. Hið sama gilti ekki um þá sem þurfa að vera í sóttkví og eru ekki veikir en eru þrátt fyrir það hugsanlegir smitberar. Um lögmæta fjarvist væri að ræða en launaréttur væri ekki til staðar. „Þeir sem eru veikir eiga sinn veikindarétt samkvæmt lögum og kjarasamningum en þeir sem eru hins vegar ekki veikir en eru í sóttkví þá telst þetta vera lögmæt fjarvist en launaréttur er samt almennt ekki til staðar að því gefnu að menn séu ekki veikir,“ sagði Davíð. Ráðleggingar SA til sinna félagsmanna væru því þær að almennt eigi ekki að greiða því fólki laun sem er í sóttkví en ekki smitað. Fyrirtæki væru þó hvött til til þess að sýna þessum aðstæðum fullan skilning. „En þetta er þá, ef við nefnum sambærilegt dæmi sem allir kannast við, þegar fólk kemst til dæmis ekki til vinnu vegna ófærðar þá telst fjarveran lögmæt en menn eiga ekki launarétt. Menn eru ekki veikir en komast af einhverjum ástæðum til vinnu þá eiga menn ekki launarétt á því tímabili,“ sagði Davíð.En ef menn eru skikkaðir í sóttkví og eiga yfir höfði sér sektir ef þeir hlíta ekki fyrirmælum? „Það er raunar það sama með það. Ef hins vegar atvinnurekandinn biður starfsmenn um að halda sig heima vegna mögulegrar smithættu eða eitthvað slíkt þá auðvitað eiga menn rétt á launum á því tímabili en almennt séð eiga menn ekki rétt á launum nema menn séu veikir,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Telja sóttkví falla undir veikindarétt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er með öllu ósammála Davíð um rétt þeirra til launa sem eru í sóttkví vegna þess að þeir eru hugsanlegir smitberar en eru ekki veikir. „Við bæði hjá VR og ASÍ teljum að okkar mati að óvinnufærni vegna sjúkdóms eða hættu á því að verða óvinnufær vegna sjúkdóms að þau forföll eru greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Það er í sjálfu sér lítill vafi í okkar huga um að veikindarétturinn gildir þar,“ sagði Ragnar Þór í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að verið væri að kanna möguleg dómafordæmi og að bæði lögmenn Alþýðusambandsins og VR væru að vinna í málinu. Fyrsta mat verkalýðshreyfingarinnar væri þó að veikindarétturinn nái þarna yfir. „Hins vegar hafa komið upp óljós skilaboð þar sem ýmist stjórnvöld hafa skikkað fólk í sóttkví eða hvatt til að fólk fari í sjálfskipaða sóttkví, það er meginmunur þar á. Síðan varðandi veikindaréttinn, ef fólk á ekki veikindarétt eða hefur nýtt hann að fullu getur þá væntanlega sótt sér þá greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga.“ Þá sagði Ragnar Þór þessa stöðu varðandi sóttkví ekki sambærilega því þegar fólk kemst ekki til vinnu vegna veðurs eins og Davíð tók sem dæmi. Ekki væri hægt að bera þetta saman. Þrátt fyrir þessar mismunandi túlkana kvaðst Ragnar Þór ekki eiga von á því að það skerist í odda vegna málsins. „Nei, ég á ekki von á því. Ég hugsa að menn komist bara að góðri niðurstöðu með þetta. Við erum með fyrir margra hluta sakir fordæmalaust verkefni fyrir framan okkur og vonandi verður það ekki af stærri skala en það er orðið nú þegar. En ég hef fulla trú á því að við leysum úr þessu og menn komist að niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 13:09 Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. 2. mars 2020 22:45 Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist af völdum kórónuveirunnar Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára hefur látist eftir að hafa veikst af kórónuveirunni en dánartíðnin hækkar mikið hjá fólki eftir sextugt. 2. mars 2020 19:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin eru ósammála um hvort starfsmenn sem þurfa að sæta sóttkví eigi að fá greidd laun frá vinnuveitanda á meðan á sóttkví stendur. Hátt í 300 manns eru nú í sóttkví hér á landi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 en alls hafa níu Íslendingar greinst með veiruna. Þeir eru allir í einangrun í heimahúsi. Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að einungis þeir sem væru sýktir af veirunni ættu veikindarétt samkvæmt lögum og kjarasamningum. Hið sama gilti ekki um þá sem þurfa að vera í sóttkví og eru ekki veikir en eru þrátt fyrir það hugsanlegir smitberar. Um lögmæta fjarvist væri að ræða en launaréttur væri ekki til staðar. „Þeir sem eru veikir eiga sinn veikindarétt samkvæmt lögum og kjarasamningum en þeir sem eru hins vegar ekki veikir en eru í sóttkví þá telst þetta vera lögmæt fjarvist en launaréttur er samt almennt ekki til staðar að því gefnu að menn séu ekki veikir,“ sagði Davíð. Ráðleggingar SA til sinna félagsmanna væru því þær að almennt eigi ekki að greiða því fólki laun sem er í sóttkví en ekki smitað. Fyrirtæki væru þó hvött til til þess að sýna þessum aðstæðum fullan skilning. „En þetta er þá, ef við nefnum sambærilegt dæmi sem allir kannast við, þegar fólk kemst til dæmis ekki til vinnu vegna ófærðar þá telst fjarveran lögmæt en menn eiga ekki launarétt. Menn eru ekki veikir en komast af einhverjum ástæðum til vinnu þá eiga menn ekki launarétt á því tímabili,“ sagði Davíð.En ef menn eru skikkaðir í sóttkví og eiga yfir höfði sér sektir ef þeir hlíta ekki fyrirmælum? „Það er raunar það sama með það. Ef hins vegar atvinnurekandinn biður starfsmenn um að halda sig heima vegna mögulegrar smithættu eða eitthvað slíkt þá auðvitað eiga menn rétt á launum á því tímabili en almennt séð eiga menn ekki rétt á launum nema menn séu veikir,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Telja sóttkví falla undir veikindarétt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er með öllu ósammála Davíð um rétt þeirra til launa sem eru í sóttkví vegna þess að þeir eru hugsanlegir smitberar en eru ekki veikir. „Við bæði hjá VR og ASÍ teljum að okkar mati að óvinnufærni vegna sjúkdóms eða hættu á því að verða óvinnufær vegna sjúkdóms að þau forföll eru greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Það er í sjálfu sér lítill vafi í okkar huga um að veikindarétturinn gildir þar,“ sagði Ragnar Þór í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að verið væri að kanna möguleg dómafordæmi og að bæði lögmenn Alþýðusambandsins og VR væru að vinna í málinu. Fyrsta mat verkalýðshreyfingarinnar væri þó að veikindarétturinn nái þarna yfir. „Hins vegar hafa komið upp óljós skilaboð þar sem ýmist stjórnvöld hafa skikkað fólk í sóttkví eða hvatt til að fólk fari í sjálfskipaða sóttkví, það er meginmunur þar á. Síðan varðandi veikindaréttinn, ef fólk á ekki veikindarétt eða hefur nýtt hann að fullu getur þá væntanlega sótt sér þá greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga.“ Þá sagði Ragnar Þór þessa stöðu varðandi sóttkví ekki sambærilega því þegar fólk kemst ekki til vinnu vegna veðurs eins og Davíð tók sem dæmi. Ekki væri hægt að bera þetta saman. Þrátt fyrir þessar mismunandi túlkana kvaðst Ragnar Þór ekki eiga von á því að það skerist í odda vegna málsins. „Nei, ég á ekki von á því. Ég hugsa að menn komist bara að góðri niðurstöðu með þetta. Við erum með fyrir margra hluta sakir fordæmalaust verkefni fyrir framan okkur og vonandi verður það ekki af stærri skala en það er orðið nú þegar. En ég hef fulla trú á því að við leysum úr þessu og menn komist að niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 13:09 Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. 2. mars 2020 22:45 Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist af völdum kórónuveirunnar Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára hefur látist eftir að hafa veikst af kórónuveirunni en dánartíðnin hækkar mikið hjá fólki eftir sextugt. 2. mars 2020 19:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 13:09
Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. 2. mars 2020 22:45
Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára látist af völdum kórónuveirunnar Ekkert barn á aldrinum 0-9 ára hefur látist eftir að hafa veikst af kórónuveirunni en dánartíðnin hækkar mikið hjá fólki eftir sextugt. 2. mars 2020 19:00