Tveggja turna tal á „ofurþriðjudegi“ Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. mars 2020 08:15 Bernie Sanders og Joe Biden. AP/Patrick Semansky Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag. Þá ganga kjósendur Demókrataflokksins að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali flokksins fyrir komandi forsetakosningar. Nú virðist valið aðallega standa á milli Bernie Sanders og Joe Biden en Biden fékk liðsstyrk í gær þegar þrír áhrifamenn lýstu yfir stuðningi við hann. Þau Amy Klobuchar, sem sjálf dró framboð sitt til baka í gær, Pete Buttigieg, sem gerði slíkt hið sama í gær og Beto O'Rourke, sem hætti snemma í kapphlaupinu, sögðust öll styðja við bakið á Biden og því virðist slagurinn standa á milli hans og Sanders. Fleiri eru þó enn í keppninni, þau Elizabeth Warren, Michael Bloomberg og Tulsi Gabbard. Eins og staðan er nú er Sanders kominn með 60 landsfundarfulltrúa, Biden er með 54 og Warren átta. En í ljósi þess að heil fjórtán ríki efna til kosninga í dag gæti staðan þó breyst töluvert á morgun þar sem heilir 1344 fulltrúar eru í boði. Hingað til er einungis búið að veita 155 landsfundarfulltrúa. What’s missing from our politics right now? Empathy. Caring. A sacred trust between the citizens and their President. That’s what @JoeBiden will restore. Joe Biden knows you, and he’s going to fight for you. pic.twitter.com/eT4TI5Wwhi— Amy Klobuchar (@amyklobuchar) March 3, 2020 Helsta markmið Biden í dag er að ná í hælana á Sanders sem hefur náð mikilli velgengni í forvalinu. Sigur Biden í Suður-Karólínu hleypti nýju lífi í framboð hans eftir slæmt gengi í upphafi forvalsins. Sanders þykir lang líklegastur til að sigra í Kaliforníu, stærsta ríki dagsins, en þeir mælast um það bil jafnir í Texas. 415 landsfundarfulltrúar eru í boði í Kaliforníu og 228 í Texas. Starfsmenn framboðs Biden og stuðningsmenn hans þykjast vissir um að Biden muni ganga vel í dag og vísa sérstaklega til þess að fjölbreytni er mikil í ríkjunum þar sem forvalið fer fram, miðað við þau þar sem forvalið hefur þegar farið fram. The only way we beat Trump is through a politics that reflects the decency of the American people. It’s what we sought to practice in my campaign—and it’s what @JoeBiden has practiced his whole life. I'm proud to stand with the VP and help make him our next Commander-in-Chief. pic.twitter.com/Y9SqDLZS0g— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) March 3, 2020 Þeir eru þó ekki þeir einu sem eru að bjóða sig fram, eins og áður hefur komið fram. Í dag verður í fyrsta sinn sem Bloomberg verður á kjörseðlum í forvalinu, eftir að hann er búinn að verja gífurlegu magni fjár í kosningabaráttuna og auglýsingar. Þá hefur auðjöfurinn varið miklum tíma í Alabama, Arkansas, Norður-Karólínu, Virginíu, Tennessee og Texas og vonast hann til þess að ná sigri í minnst einu ríkjanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21 Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00 Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00 Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag. Þá ganga kjósendur Demókrataflokksins að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali flokksins fyrir komandi forsetakosningar. Nú virðist valið aðallega standa á milli Bernie Sanders og Joe Biden en Biden fékk liðsstyrk í gær þegar þrír áhrifamenn lýstu yfir stuðningi við hann. Þau Amy Klobuchar, sem sjálf dró framboð sitt til baka í gær, Pete Buttigieg, sem gerði slíkt hið sama í gær og Beto O'Rourke, sem hætti snemma í kapphlaupinu, sögðust öll styðja við bakið á Biden og því virðist slagurinn standa á milli hans og Sanders. Fleiri eru þó enn í keppninni, þau Elizabeth Warren, Michael Bloomberg og Tulsi Gabbard. Eins og staðan er nú er Sanders kominn með 60 landsfundarfulltrúa, Biden er með 54 og Warren átta. En í ljósi þess að heil fjórtán ríki efna til kosninga í dag gæti staðan þó breyst töluvert á morgun þar sem heilir 1344 fulltrúar eru í boði. Hingað til er einungis búið að veita 155 landsfundarfulltrúa. What’s missing from our politics right now? Empathy. Caring. A sacred trust between the citizens and their President. That’s what @JoeBiden will restore. Joe Biden knows you, and he’s going to fight for you. pic.twitter.com/eT4TI5Wwhi— Amy Klobuchar (@amyklobuchar) March 3, 2020 Helsta markmið Biden í dag er að ná í hælana á Sanders sem hefur náð mikilli velgengni í forvalinu. Sigur Biden í Suður-Karólínu hleypti nýju lífi í framboð hans eftir slæmt gengi í upphafi forvalsins. Sanders þykir lang líklegastur til að sigra í Kaliforníu, stærsta ríki dagsins, en þeir mælast um það bil jafnir í Texas. 415 landsfundarfulltrúar eru í boði í Kaliforníu og 228 í Texas. Starfsmenn framboðs Biden og stuðningsmenn hans þykjast vissir um að Biden muni ganga vel í dag og vísa sérstaklega til þess að fjölbreytni er mikil í ríkjunum þar sem forvalið fer fram, miðað við þau þar sem forvalið hefur þegar farið fram. The only way we beat Trump is through a politics that reflects the decency of the American people. It’s what we sought to practice in my campaign—and it’s what @JoeBiden has practiced his whole life. I'm proud to stand with the VP and help make him our next Commander-in-Chief. pic.twitter.com/Y9SqDLZS0g— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) March 3, 2020 Þeir eru þó ekki þeir einu sem eru að bjóða sig fram, eins og áður hefur komið fram. Í dag verður í fyrsta sinn sem Bloomberg verður á kjörseðlum í forvalinu, eftir að hann er búinn að verja gífurlegu magni fjár í kosningabaráttuna og auglýsingar. Þá hefur auðjöfurinn varið miklum tíma í Alabama, Arkansas, Norður-Karólínu, Virginíu, Tennessee og Texas og vonast hann til þess að ná sigri í minnst einu ríkjanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21 Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00 Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00 Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21
Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00
Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25
Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00
Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40