Össur hættir við árshátíð um helgina Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 14:11 Árshátíð Össurar átti að fara fram á Listasafni Reykjavíkur á laugardag. Vísir/vilhem Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. Er það gert í varúðarskyni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stefnt er að því að árshátíðin fari fram í haust. Til stóð að árshátíð Össurar færi fram nú á laugardag. Fyrirtækið hafði þegar leigt Listasafn Reykjavíkur auk þess að ráða tónlistarfólk og skemmtikrafta til að halda uppi stuðinu fram á nótt. Nú hefur Össur hins vegar komið því til skila, jafnt til eigin starfsfólks sem og þeirra sem fengin voru til árshátíðarinnar, að fyrirtækið hafi ákveðið að skjóta henni á frest. Samkvæmt upplýsingum frá talsmanni Össar er það kórónuveiran sem býr að baki ákvörðuninni. Össur sé alþjóðlegt fyrirtæki og starfsmenn ferðist því mikið til og frá landinu vegna vinnu sinnar. „Starfsfólk hefur sýnt þessu skilning en fyrirtækið starfar á heilbrigðissviði og innan þess geira hefur að undanförnu verið gripið til aukinna varúðarráðstafana vegna kórónaveirunnar,“ segir Edda H. Geirsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Össuri. Þannig segir hún að nokkrir starfsmenn fyrirtækisins hér á landi séu í sóttkví sem stendur, án þess þó að nokkur þeirra sé á meðal þeirra 11 sem hafa greinst með smit hér á landi. Ekki er búið að ákveða hvenær óhætt verður að bjóða til nýrrar árshátíðar hjá Össuri en Edda segir að horft sé til haustsins. Nánari dagsetning verði ákveðin í samráði vði starfsmannafélagið.Uppfært 14:30Í upprunalegu útgáfu fréttarinar sagði að árshátíðin hafi átt að fara fram á Hilton. Hið rétta er að Listasafn Reykjavíkur átti að hýsa árshátíðina. Þetta hefur verið leiðrétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Stoðtækjarisinn Össur hefur ákveðið að fresta árshátíð fyrirtækisins sem fara átti fram um helgina. Er það gert í varúðarskyni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stefnt er að því að árshátíðin fari fram í haust. Til stóð að árshátíð Össurar færi fram nú á laugardag. Fyrirtækið hafði þegar leigt Listasafn Reykjavíkur auk þess að ráða tónlistarfólk og skemmtikrafta til að halda uppi stuðinu fram á nótt. Nú hefur Össur hins vegar komið því til skila, jafnt til eigin starfsfólks sem og þeirra sem fengin voru til árshátíðarinnar, að fyrirtækið hafi ákveðið að skjóta henni á frest. Samkvæmt upplýsingum frá talsmanni Össar er það kórónuveiran sem býr að baki ákvörðuninni. Össur sé alþjóðlegt fyrirtæki og starfsmenn ferðist því mikið til og frá landinu vegna vinnu sinnar. „Starfsfólk hefur sýnt þessu skilning en fyrirtækið starfar á heilbrigðissviði og innan þess geira hefur að undanförnu verið gripið til aukinna varúðarráðstafana vegna kórónaveirunnar,“ segir Edda H. Geirsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Össuri. Þannig segir hún að nokkrir starfsmenn fyrirtækisins hér á landi séu í sóttkví sem stendur, án þess þó að nokkur þeirra sé á meðal þeirra 11 sem hafa greinst með smit hér á landi. Ekki er búið að ákveða hvenær óhætt verður að bjóða til nýrrar árshátíðar hjá Össuri en Edda segir að horft sé til haustsins. Nánari dagsetning verði ákveðin í samráði vði starfsmannafélagið.Uppfært 14:30Í upprunalegu útgáfu fréttarinar sagði að árshátíðin hafi átt að fara fram á Hilton. Hið rétta er að Listasafn Reykjavíkur átti að hýsa árshátíðina. Þetta hefur verið leiðrétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira