Sportpakkinn: „Vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2020 15:37 KA/Þór komst síðast í undanúrslit bikarkeppninnar 2018. Þá tapaði liðið fyrir Haukum, sem eru einmitt andstæðingur þeirra í kvöld. vísir/bára Undanúrslitaleikirnir í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Klukkan 18:00 mætast KA/Þór og Haukar. Liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti Olís-deildar kvenna. Þau mættust á Ásvöllum um síðustu helgi og þá unnu Haukar, 27-22. Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, segir að Akureyringar ætli sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögunni. „Það er kannski aðeins meiri hefð með Haukum en við erum staðráðnar í komast í úrslit í fyrsta skipti,“ sagði Gunnar. Hann vonast til að Akureyringar fjölmenni í Laugardalshöllina og styðji við bakið á sínum stelpum. „Ég vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta,“ sagði Gunnar. Þrettán ár eru síðan Haukar urðu bikarmeistarar síðast en þá vann Hafnarfjarðarliðið bikarinn í fjórða sinn. „Það hefur verið bras á okkur á þessu tímabili og við erum kannski ekki í þeirri stöðu sem við ætluðum að vera í. En miði er möguleiki í bikarnum,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka. Seinni leikurinn í kvöld er rimma tveggja bestu liðanna í kvenna handboltanum undanfarin ár, Vals og Fram. Leikur þeirra hefst klukkan 20:30. Valur var sterkara liðið á síðustu leiktíð en Fram hefur haft undirtökin í vetur. Liðin mættust á heimavelli Vals á laugardag og þá vann Fram, 24-28, og er í dauðafæri að vinna deildarmeistaratitilinn. Fram er fimm stigum á undan Val þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta eru mjög erfiðir leikir og þessi lið hafa mæst oft í bikarúrslitaleikjum. Þetta eru alltaf jafnir og spennandi leikir og við erum heppin að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. Hann gerði Val fjórum sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. Valur vann Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra, 24-21. Valur vann þá bikarinn í sjöunda sinn en Fram er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 15 titla. „Þetta hafa verið bestu liðin í vetur en Framararnir ívið meira sannfærandi þannig að við þurfum að ná góðum leik til að leggja þær að velli,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: KA/Þór getur komist í bikarúrslit í fyrsta sinn Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir „Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30 Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Undanúrslitaleikirnir í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Klukkan 18:00 mætast KA/Þór og Haukar. Liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti Olís-deildar kvenna. Þau mættust á Ásvöllum um síðustu helgi og þá unnu Haukar, 27-22. Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, segir að Akureyringar ætli sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögunni. „Það er kannski aðeins meiri hefð með Haukum en við erum staðráðnar í komast í úrslit í fyrsta skipti,“ sagði Gunnar. Hann vonast til að Akureyringar fjölmenni í Laugardalshöllina og styðji við bakið á sínum stelpum. „Ég vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta,“ sagði Gunnar. Þrettán ár eru síðan Haukar urðu bikarmeistarar síðast en þá vann Hafnarfjarðarliðið bikarinn í fjórða sinn. „Það hefur verið bras á okkur á þessu tímabili og við erum kannski ekki í þeirri stöðu sem við ætluðum að vera í. En miði er möguleiki í bikarnum,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka. Seinni leikurinn í kvöld er rimma tveggja bestu liðanna í kvenna handboltanum undanfarin ár, Vals og Fram. Leikur þeirra hefst klukkan 20:30. Valur var sterkara liðið á síðustu leiktíð en Fram hefur haft undirtökin í vetur. Liðin mættust á heimavelli Vals á laugardag og þá vann Fram, 24-28, og er í dauðafæri að vinna deildarmeistaratitilinn. Fram er fimm stigum á undan Val þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta eru mjög erfiðir leikir og þessi lið hafa mæst oft í bikarúrslitaleikjum. Þetta eru alltaf jafnir og spennandi leikir og við erum heppin að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. Hann gerði Val fjórum sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. Valur vann Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra, 24-21. Valur vann þá bikarinn í sjöunda sinn en Fram er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 15 titla. „Þetta hafa verið bestu liðin í vetur en Framararnir ívið meira sannfærandi þannig að við þurfum að ná góðum leik til að leggja þær að velli,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: KA/Þór getur komist í bikarúrslit í fyrsta sinn
Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir „Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30 Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
„Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30
Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00