21 dagur í Rúmeníuleikinn: Þegar Ríkharður Daðason og KR-liðið skutu niður rúmenskt stórlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 10:00 Ríkharður Daðason fór út í atvinnumennsku eftir Evrópuævintýrið með KR sumarið 1997. Getty/Tony Marshall Sumarið 1997 náði KR-liðið einum athyglisverðustu úrslitum í sögu íslenskra knattspyrnuliða í Evrópukeppni þegar Vesturbæjarliðið skaut niður rúmenskt stórlið í UEFA-bikarnum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það er ekki á hverjum degi sem rúmensk knattspyrnulið mætir í Laugardalinn. Árunum 1996 og 1997 komu þau hins vegar tvö ár í röð með mjög misjöfnum árangri. Fyrra árið vann A-landsliðið sannfærandi sigur á íslenska landsliðinu en árið eftir komu KR-ingar fram hefndum. Júlímánuður árið 1997 endaði á sögulegum sigri KR-inga í rúmenska stórliðinu Dinamo Búkarest á heimavelli Rúmenana. KR hafði áður unnið heimaleikinn 2-0 á Laugardalsvellinum og unnu einvígi liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins 4-0 samanlagt. Þetta er ennþá eina tapið hjá rúmensku liði á Laugardalsvellinum en við vonum að það breytist 26. mars. Enginn lék betur í þessum tveimur leikjum en Ríkharður Daðason sem skoraði seinna markið í fyrri leiknum og bæði mörkin í þeim síðari. Fyrra markið í fyrri leiknum kom síðan eftir vítaspyrnu sem dæmd var þegar Ríkharður var felldur. KR vann 2-0 á Laugardalsvellinum þrátt fyrir að lykilmennirnir Heimir Guðjónsson og Andri Sigþórsson hafi ekki getað leikið með vegna meiðsla. Einar Þór Daníelsson skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 27. mínútu og lagði síðan upp það síðara fyrir Ríkharð Daðason. Í 2-1 sigri KR-inga í seinni leiknum skoraði Ríkharður Daðason bæði mörkin eftir skyndisóknir og þau komu bæði á fyrstu 32 mínútum leiksins. Rúmenar minnkuðu muninn fyrir hlé en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir stórsókn. Þetta var fyrsti sigur KR-inga á útivelli í Evrópukeppni. Það er óhætt að segja að úrslitin hafi haft miklar afleiðingar í herbúðum Dinamo Búkarest. Þjálfarinn var rekinn eftir fyrri leikinn og forseti félagsins fékk að fjúka eftir seinni leikinn. Forsetinn stýrði Dinamo sjálfur í seinni leiknum en þurfti að gefa eftir stólinn sinn eftir hann. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Sjá meira
Sumarið 1997 náði KR-liðið einum athyglisverðustu úrslitum í sögu íslenskra knattspyrnuliða í Evrópukeppni þegar Vesturbæjarliðið skaut niður rúmenskt stórlið í UEFA-bikarnum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það er ekki á hverjum degi sem rúmensk knattspyrnulið mætir í Laugardalinn. Árunum 1996 og 1997 komu þau hins vegar tvö ár í röð með mjög misjöfnum árangri. Fyrra árið vann A-landsliðið sannfærandi sigur á íslenska landsliðinu en árið eftir komu KR-ingar fram hefndum. Júlímánuður árið 1997 endaði á sögulegum sigri KR-inga í rúmenska stórliðinu Dinamo Búkarest á heimavelli Rúmenana. KR hafði áður unnið heimaleikinn 2-0 á Laugardalsvellinum og unnu einvígi liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins 4-0 samanlagt. Þetta er ennþá eina tapið hjá rúmensku liði á Laugardalsvellinum en við vonum að það breytist 26. mars. Enginn lék betur í þessum tveimur leikjum en Ríkharður Daðason sem skoraði seinna markið í fyrri leiknum og bæði mörkin í þeim síðari. Fyrra markið í fyrri leiknum kom síðan eftir vítaspyrnu sem dæmd var þegar Ríkharður var felldur. KR vann 2-0 á Laugardalsvellinum þrátt fyrir að lykilmennirnir Heimir Guðjónsson og Andri Sigþórsson hafi ekki getað leikið með vegna meiðsla. Einar Þór Daníelsson skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 27. mínútu og lagði síðan upp það síðara fyrir Ríkharð Daðason. Í 2-1 sigri KR-inga í seinni leiknum skoraði Ríkharður Daðason bæði mörkin eftir skyndisóknir og þau komu bæði á fyrstu 32 mínútum leiksins. Rúmenar minnkuðu muninn fyrir hlé en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir stórsókn. Þetta var fyrsti sigur KR-inga á útivelli í Evrópukeppni. Það er óhætt að segja að úrslitin hafi haft miklar afleiðingar í herbúðum Dinamo Búkarest. Þjálfarinn var rekinn eftir fyrri leikinn og forseti félagsins fékk að fjúka eftir seinni leikinn. Forsetinn stýrði Dinamo sjálfur í seinni leiknum en þurfti að gefa eftir stólinn sinn eftir hann. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn