Yfirmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni hafa öll fengið póst frá breskum stjórnvöldum þar sem farið er fram á það að liðin í ensku úrvalsdeildinni fari að skipuleggja sig betur varðandi viðbraðgsáætlanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Breska ríkisútvarpið segir frá þessu og vitnar í innihald tölvupóstsins sem liðin fengu send á þriðjudaginn. Stjórnvöld vilja að sjá ensku félögin undirbúi sig betur fyrir ástandið sem gæti versnað til mikilla muna.
Í bréfinu kemur meðal annars fram að enska úrvalsdeildin þurfi að íhuga allar mögulega leiðir til að klára tímabilið verði ástandið verra en það er í dag.
Kórónuveiran herjar nú á heimsbyggðina og Bretland er í hópi þeirra landa þar sem líklegt er að útbreiðslan eigi eftir að taka stökk.
The Government has asked the Premier League to "step up" its planning for coronavirus.
— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020
More: https://t.co/afCIMjfJo9pic.twitter.com/i55MicVwNF
Það er lögð höfuðáhersla á það að passa þurfi vel upp á leikmenn, stjóra og þjálfara aðalliðs hvers félags.
Það er nefnilega þeirra mat að það yrði mjög erfitt að klára tímabilið ef kórónuveiran myndi breiðast út innan einhvers af liðunum tuttugu í ensku úrvalsdeildinni.
Kórónuveiran hefur haft gríðarlega áhrif á Ítalíu sem er það land í Evrópu sem hefur orðið verst úti.
Government tells Premier League to "step up its contingency planning" for coronavirus, according to letter sent to club bosses.
— Dan Roan (@danroan) March 5, 2020
It warns an outbreak affecting the 1st team of just one club “could make completing the season very difficult”. By @LauraScott__https://t.co/4IdLe0zi8z
Liðin í ítölsku deildinni mun þannig leik alla leiki sína til 3. apríl fyrir luktum dyrum á meðan stjórnvöld reyna að ná tökum á útbreiðslu Covid-19 kórónuveirunnar.
Bresk stjórnvöld leggja áherslu á það að félögin undirbúi sig fyrir þrjú möguleg stig.
Enska úrvalsdeildin er nú á stigi A sem er að allt verði óbreytt. Stig B er að spila leikina fyrir luktum dyrum og stig C væri að fresta, stytta eða aflýsa ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Níu leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni um komandi helgi og fara þeir allir fram með eðlilegum hætti.