Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2020 09:00 Á þessum degi 8. mars er þakklæti efst í huga. Þakklæti í garð þeirra merku kvenna sem börðust ötullega fyrir að setja „róttækar“ hugmyndir á dagskrá líkt og að samningsbinda aðildarríki í gegnum sáttmála til að tryggja konum og stúlkum grundvallarmannréttindi. Fyrir að fá Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) samþykktan árið 1979 á allsherjarþingi SÞ og útskýra þar með fyrir valdhöfum aðildarríkja SÞ hvað þeim bæri að gera til að útrýma hvers konar mismunun gagnvart konum og tryggja konum full réttindi og frelsi á jafnréttisgrundvelli við karla. Í ár eru 25 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking þar sem merk og framsækin framkvæmdaáætlun í tólf liðum var sett fram um hvernig ríkin geti náð markmiðum kvennasáttmálans. Síðan þá hefur margt áunnist hvað varðar réttindi kvenna á heimsvísu. Má þar nefna að tilfellum mæðradauða hefur fækkað um 38% frá árinu 2000. Lagalegar umbætur sem stuðla að kynjajafnrétti hafa verið gerðar í 131 landi. Í dag eru lög varðandi heimilisofbeldi til staðar í fleiri en 75% landa heimsins og fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr. En þær framfarir sem hafa átt sér stað eru ekki nóg. Ein af hverjum tíu stúlkum er enn ólæs og óskrifandi. Sótt er að réttindum kvenna hvað varðar kyn- og frjósemisheilbrigði. Gríðarlegt efnahagslegt ójafnrétti ríkir þar sem konur og stúlkur eyða þrefalt meiri tíma og orku en drengir og karlmenn við heimilisstörf. Sú vinna kostar þær jöfn tækifæri til menntunar, á vinnumarkaði og aðgengi að valdastöðum. Breyta þarf viðhorfum, stefnum og lögum þannig að þau stuðli að jafnrétti þegar kemur að skyldum við umönnun barna ásamt því að sjá fjölskyldum fyrir fæðingar- og feðraorlofi. Á sama tíma verðum við að breyta rótgrónum viðhorfum sem stýrast af kvenfyrirlitningu og viðhalda ríkjandi karllægum valdastrúktúr. Við stöndum frammi fyrir mikilvægum áskorunum á næstu árum og því er þýðingarmikið að jafnrétti kynjanna verði að raunveruleika til að við fáum notið krafta og hæfileika kvenna að fullu til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Við erum óþolinmóð en vongóð um að öll sú, oft á tíðum, vanþakkláta vinna sem kvennahreyfingin innir af hendi, muni einn góðan veðurdag skila konum ávinningi og gera þeim kleift að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. En fram að þeim degi gefum við ekki þumlung eftir í baráttunni. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Á þessum degi 8. mars er þakklæti efst í huga. Þakklæti í garð þeirra merku kvenna sem börðust ötullega fyrir að setja „róttækar“ hugmyndir á dagskrá líkt og að samningsbinda aðildarríki í gegnum sáttmála til að tryggja konum og stúlkum grundvallarmannréttindi. Fyrir að fá Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) samþykktan árið 1979 á allsherjarþingi SÞ og útskýra þar með fyrir valdhöfum aðildarríkja SÞ hvað þeim bæri að gera til að útrýma hvers konar mismunun gagnvart konum og tryggja konum full réttindi og frelsi á jafnréttisgrundvelli við karla. Í ár eru 25 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking þar sem merk og framsækin framkvæmdaáætlun í tólf liðum var sett fram um hvernig ríkin geti náð markmiðum kvennasáttmálans. Síðan þá hefur margt áunnist hvað varðar réttindi kvenna á heimsvísu. Má þar nefna að tilfellum mæðradauða hefur fækkað um 38% frá árinu 2000. Lagalegar umbætur sem stuðla að kynjajafnrétti hafa verið gerðar í 131 landi. Í dag eru lög varðandi heimilisofbeldi til staðar í fleiri en 75% landa heimsins og fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr. En þær framfarir sem hafa átt sér stað eru ekki nóg. Ein af hverjum tíu stúlkum er enn ólæs og óskrifandi. Sótt er að réttindum kvenna hvað varðar kyn- og frjósemisheilbrigði. Gríðarlegt efnahagslegt ójafnrétti ríkir þar sem konur og stúlkur eyða þrefalt meiri tíma og orku en drengir og karlmenn við heimilisstörf. Sú vinna kostar þær jöfn tækifæri til menntunar, á vinnumarkaði og aðgengi að valdastöðum. Breyta þarf viðhorfum, stefnum og lögum þannig að þau stuðli að jafnrétti þegar kemur að skyldum við umönnun barna ásamt því að sjá fjölskyldum fyrir fæðingar- og feðraorlofi. Á sama tíma verðum við að breyta rótgrónum viðhorfum sem stýrast af kvenfyrirlitningu og viðhalda ríkjandi karllægum valdastrúktúr. Við stöndum frammi fyrir mikilvægum áskorunum á næstu árum og því er þýðingarmikið að jafnrétti kynjanna verði að raunveruleika til að við fáum notið krafta og hæfileika kvenna að fullu til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Við erum óþolinmóð en vongóð um að öll sú, oft á tíðum, vanþakkláta vinna sem kvennahreyfingin innir af hendi, muni einn góðan veðurdag skila konum ávinningi og gera þeim kleift að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. En fram að þeim degi gefum við ekki þumlung eftir í baráttunni. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar