Fundað stíft í kjaradeilu BSRB: „Getur brugðið til beggja vona“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2020 13:15 Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, situr nú við samningaborðið í Karphúsinu og segir enn óljóst hvort það takist að afstýra verkföllum á mánudaginn. Vísir/Einar Samninganefndir félaga BSRB og viðsemjenda þeirra reyna nú hvað þær geta til að ná kjarasamningi áður verkfallsaðgerðir hátt í sextán þúsund félagsmanna í BSRB hefjast eftir einn og hálfan sólarhring. Samninganefndir félaga BSRB, ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga mættu aftur til fundar klukkan tíu í morgun í Karphúsinu eftir að hafa fundað allan daginn í gær. Ef ekki nást samningar fyrir mánudaginn skellur á verkfall félaga í BSRB sem kemur til með að hafa víðtæk áhrif á skóla, leikskóla, frístundaheimili, þjónustu við aldraða auk þess sem starfsemi fjölda stofnana raskast og sundlaugum og íþróttahúsum verður víða lokað.Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna.Vísir/VilhelmSonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir viðræðunum miða ágætlega áfram. „Við vorum lengi fram eftir í gærkvöldi. Á borði BSRB voru við aðallega að ræða jöfnun launa við viðsemjendur okkar og það miðaði þó nokkuð áfram þar,“ segir Sonja. Hún gerir ráð fyrir að fundað verði fram á kvöld og jafnvel lengur. „Ég finn það að það eru allir að vinna hörðum höndum að því að ná samningum. Það er hins vegar þó nokkuð bil á milli okkar varðandi nokkra þætti en það gerist oft margt þegar svona er lagt mikið við og þegar verkföll standa fyrir dyrum,“ segir Sonja.Sverrir Jónsson formaður samninganefndar ríksins á von á að setið verði við samningaborðið í allan dag.Vísir/EinarSverrir Jónsson formaður samninganefndar ríkisins er sammála Sonju um að viðræðurnar gangi vel. „Þetta miðar áfram og við erum að mæta hér í hús og ætlum að sitja við í dag. Það eru allir að leggja sig fram og við vonumst til að ljúka þessu um helgina,“ segir Sverrir. Fjölmennt er á fundum í húsinu í Karphúsinu og segir Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis, sem er eitt aðildarfélaga BSRB, verið að reyna að finna lausn á mörgum hlutum. „Við erum bara að vinna að þessu af fullum heilindum og að reyna að klára þetta núna yfir helgina. Það er mjög erfitt að segja akkúrat á þessari stundu hvort að okkur tekst það eða ekki. Við höfum tvo daga og það er nú svo sem getur margt gerst á tveim dögum í sjálfu sér. Það eru svona mál, erfið mál, sem hafa fylgt okkur dálítið lengi og við erum ekki búin að finna lausn á,“ segir Árni. Aðspurður um það hvort hann telji að samningar náist um helgina segist Árni lítið vilja segja um það á þessari stundu. „Þetta getur brugðið til beggja vona,“ segir Árni. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að leggja ekki niður störf í verkfalli eins og til stóð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá hafa tvö aðildarfélög BSRB, Sameyki og Sjúkraliðafélagið, veitt undanþágu vegna verkfallsins hjá Landspítalanum og heilsugæslunni vegna veirunnar. „Það auðvitað dregur verulega úr bitinu sem við höfum. Við erum að reyna að þrýsta á um gerð kjarasamninga. Við skiljum hins vegar alvarleika stöðunnar og viljum bregðast því en meginmarkmiðið er að semja og það þarf tvo til þess,“ segir Sonja. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Samninganefndir félaga BSRB og viðsemjenda þeirra reyna nú hvað þær geta til að ná kjarasamningi áður verkfallsaðgerðir hátt í sextán þúsund félagsmanna í BSRB hefjast eftir einn og hálfan sólarhring. Samninganefndir félaga BSRB, ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga mættu aftur til fundar klukkan tíu í morgun í Karphúsinu eftir að hafa fundað allan daginn í gær. Ef ekki nást samningar fyrir mánudaginn skellur á verkfall félaga í BSRB sem kemur til með að hafa víðtæk áhrif á skóla, leikskóla, frístundaheimili, þjónustu við aldraða auk þess sem starfsemi fjölda stofnana raskast og sundlaugum og íþróttahúsum verður víða lokað.Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna.Vísir/VilhelmSonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir viðræðunum miða ágætlega áfram. „Við vorum lengi fram eftir í gærkvöldi. Á borði BSRB voru við aðallega að ræða jöfnun launa við viðsemjendur okkar og það miðaði þó nokkuð áfram þar,“ segir Sonja. Hún gerir ráð fyrir að fundað verði fram á kvöld og jafnvel lengur. „Ég finn það að það eru allir að vinna hörðum höndum að því að ná samningum. Það er hins vegar þó nokkuð bil á milli okkar varðandi nokkra þætti en það gerist oft margt þegar svona er lagt mikið við og þegar verkföll standa fyrir dyrum,“ segir Sonja.Sverrir Jónsson formaður samninganefndar ríksins á von á að setið verði við samningaborðið í allan dag.Vísir/EinarSverrir Jónsson formaður samninganefndar ríkisins er sammála Sonju um að viðræðurnar gangi vel. „Þetta miðar áfram og við erum að mæta hér í hús og ætlum að sitja við í dag. Það eru allir að leggja sig fram og við vonumst til að ljúka þessu um helgina,“ segir Sverrir. Fjölmennt er á fundum í húsinu í Karphúsinu og segir Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis, sem er eitt aðildarfélaga BSRB, verið að reyna að finna lausn á mörgum hlutum. „Við erum bara að vinna að þessu af fullum heilindum og að reyna að klára þetta núna yfir helgina. Það er mjög erfitt að segja akkúrat á þessari stundu hvort að okkur tekst það eða ekki. Við höfum tvo daga og það er nú svo sem getur margt gerst á tveim dögum í sjálfu sér. Það eru svona mál, erfið mál, sem hafa fylgt okkur dálítið lengi og við erum ekki búin að finna lausn á,“ segir Árni. Aðspurður um það hvort hann telji að samningar náist um helgina segist Árni lítið vilja segja um það á þessari stundu. „Þetta getur brugðið til beggja vona,“ segir Árni. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að leggja ekki niður störf í verkfalli eins og til stóð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá hafa tvö aðildarfélög BSRB, Sameyki og Sjúkraliðafélagið, veitt undanþágu vegna verkfallsins hjá Landspítalanum og heilsugæslunni vegna veirunnar. „Það auðvitað dregur verulega úr bitinu sem við höfum. Við erum að reyna að þrýsta á um gerð kjarasamninga. Við skiljum hins vegar alvarleika stöðunnar og viljum bregðast því en meginmarkmiðið er að semja og það þarf tvo til þess,“ segir Sonja.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira