Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 10:54 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna. Vísir/Vilhelm Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. Samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga hittust í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Fundað var allan daginn og langt fram á kvöld í kjaradeilunni í gær. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB sagði fyrir fundinn að dagurinn legðist þokkalega í hann. „Ég er svona miðlungs bjartsýnn að við náum þessu. Samt sem áður þá er heill dagur fram undan og það getur gerst margt á einum degi í samningum. Ég hef reynslu af því,“ segir Árni. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonast til að deiluaðilar nái saman í dag. „Ef aðilar nálgast hvor annan betur þá erum við enga stund að klára þetta en það þarf hins vegar að mætast einhvers staðar,“ segir Sonja „Við erum í sjálfu sér alltaf að takast á um ein þrjú fjögur megin mál. Þar er stærstur launaliðurinn. Þá er þetta staðan hjá vinnuveitendum ekki sú sama. Okkur hefur gengið betur með sambandið og líka Reykjavíkurborg en ríkið er mjög þvert fyrir í þessum málum,“ segir Árni. Harpa Ólafsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir markmiðið í dag að sitja við samningaborðið þar til semst. „Ég er alltaf vongóð þegar menn eru að setjast og gera sitt besta til að afstýra þessu,“ segir Harpa. Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða. „Þetta er hjá ríki og sveitarfélögum um landið allt. Þetta eru um fimmtán þúsund og sex hundruð manns sem eru að fara að leggja niður þá störf í tvo sólarhringa í senn og strax á morgun líka eru tilteknir hópar að fara að leggja niður ótímabundið störf. Þau eru að starfa hjá sýslumannsembættunum og skattinum og þau eru líka á þjónustusviði hjá borginni,“ segir Sonja. Árni segist ekki óttast að lög verði sett á verkföll vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. „Ég á ekki von á því að það verði sett lög. Við höfum svo sem eins og hefur komið fram komið á móts við kröfur eða óskir heilbrigðisyfirvalda. Við gáfum jú undanþágu á Landspítalanum og heilsugæslunni á mánudag og þriðjudag svo við höfum vissulega komið til móts við þær óskir,“ segir Árni. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar ætla að funda í Karphúsinu í dag klukkan tvö. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. Samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga hittust í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Fundað var allan daginn og langt fram á kvöld í kjaradeilunni í gær. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB sagði fyrir fundinn að dagurinn legðist þokkalega í hann. „Ég er svona miðlungs bjartsýnn að við náum þessu. Samt sem áður þá er heill dagur fram undan og það getur gerst margt á einum degi í samningum. Ég hef reynslu af því,“ segir Árni. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonast til að deiluaðilar nái saman í dag. „Ef aðilar nálgast hvor annan betur þá erum við enga stund að klára þetta en það þarf hins vegar að mætast einhvers staðar,“ segir Sonja „Við erum í sjálfu sér alltaf að takast á um ein þrjú fjögur megin mál. Þar er stærstur launaliðurinn. Þá er þetta staðan hjá vinnuveitendum ekki sú sama. Okkur hefur gengið betur með sambandið og líka Reykjavíkurborg en ríkið er mjög þvert fyrir í þessum málum,“ segir Árni. Harpa Ólafsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir markmiðið í dag að sitja við samningaborðið þar til semst. „Ég er alltaf vongóð þegar menn eru að setjast og gera sitt besta til að afstýra þessu,“ segir Harpa. Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða. „Þetta er hjá ríki og sveitarfélögum um landið allt. Þetta eru um fimmtán þúsund og sex hundruð manns sem eru að fara að leggja niður þá störf í tvo sólarhringa í senn og strax á morgun líka eru tilteknir hópar að fara að leggja niður ótímabundið störf. Þau eru að starfa hjá sýslumannsembættunum og skattinum og þau eru líka á þjónustusviði hjá borginni,“ segir Sonja. Árni segist ekki óttast að lög verði sett á verkföll vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. „Ég á ekki von á því að það verði sett lög. Við höfum svo sem eins og hefur komið fram komið á móts við kröfur eða óskir heilbrigðisyfirvalda. Við gáfum jú undanþágu á Landspítalanum og heilsugæslunni á mánudag og þriðjudag svo við höfum vissulega komið til móts við þær óskir,“ segir Árni. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar ætla að funda í Karphúsinu í dag klukkan tvö.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira