Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 17:05 Staðfest smit eru 55 talsins. Vísir/Vilhelm Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. Af þeim smitum eru þrjú innanlandssmit og er því heildarfjöldi innanlandssmita orðin tíu. Staðfest smit eru því orðin 55 talsins þar sem eitt þeirra smita sem greindust í dag er á forræði erlendra stjórnvalda. Það smit er því ekki talið með í heildarfjölda smita hér á landi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu dagsins vegna COVID-19. Neyðarástand er enn í gildi og er unnið eftir Landsáætlun um heimsfaraldur. Á meðal þeirra aðgerða sem verið er að undirbúa er að færa til heilbrigðisstarfsfólk innan kerfisins til þess að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk af einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun.Niðurstöður ÍE dýrmætar fyrir endurskoðun áhættumats Landlæknir átti fund með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í dag, þar sem ákveðið var að hefja vinnu við skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Verkefnið verður á forræði sóttvarnarlæknis og mun vinnuhópur á hans vegum hefja vinnu við útfærslu og framkvæmd þess. „Ljóst er að niðurstöður slíkrar skimunar mun reynast afar dýrmæt fyrir endurskoðun áhættumats og áframhaldandi opinberar sóttvarnaaðgerðir,“ segir í stöðuskýrslunni. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sem fyrr er athygli vakin á síma 1700 sem veitir upplýsingar ef grunur vaknar um smit. Einnig er fólk hvatt til að nýta sér Heilsuvera.is sem er upplýsingagátt heilsugæslunnar fyrir einstaklinga, til að fá ráðleggingar frá heilbrigðisstarfsmanni.Að óbreyttu verður upplýsingafundur fyrir blaðamenn á morgun klukkan 14:00 í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við Skógarhlíð 14. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. Af þeim smitum eru þrjú innanlandssmit og er því heildarfjöldi innanlandssmita orðin tíu. Staðfest smit eru því orðin 55 talsins þar sem eitt þeirra smita sem greindust í dag er á forræði erlendra stjórnvalda. Það smit er því ekki talið með í heildarfjölda smita hér á landi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu dagsins vegna COVID-19. Neyðarástand er enn í gildi og er unnið eftir Landsáætlun um heimsfaraldur. Á meðal þeirra aðgerða sem verið er að undirbúa er að færa til heilbrigðisstarfsfólk innan kerfisins til þess að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk af einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun.Niðurstöður ÍE dýrmætar fyrir endurskoðun áhættumats Landlæknir átti fund með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í dag, þar sem ákveðið var að hefja vinnu við skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Verkefnið verður á forræði sóttvarnarlæknis og mun vinnuhópur á hans vegum hefja vinnu við útfærslu og framkvæmd þess. „Ljóst er að niðurstöður slíkrar skimunar mun reynast afar dýrmæt fyrir endurskoðun áhættumats og áframhaldandi opinberar sóttvarnaaðgerðir,“ segir í stöðuskýrslunni. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sem fyrr er athygli vakin á síma 1700 sem veitir upplýsingar ef grunur vaknar um smit. Einnig er fólk hvatt til að nýta sér Heilsuvera.is sem er upplýsingagátt heilsugæslunnar fyrir einstaklinga, til að fá ráðleggingar frá heilbrigðisstarfsmanni.Að óbreyttu verður upplýsingafundur fyrir blaðamenn á morgun klukkan 14:00 í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við Skógarhlíð 14.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38
Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51