Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld þegar hann ásamt félögum sínum í Brescia heimsækja Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Staða Brescia er slæm enda liðið á botni deildarinnar, níu stigum frá öruggu sæti þegar þrettán leikir eru eftir.
Takist Brescia að leggja Sassuolo að velli í kvöld lyfta þeir sér upp í næstneðsta sæti deildarinnar.
Í beinni í dag
19:35 Sassuolo - Brescia (Stöð 2 Sport)
Í beinni í dag: Tekst Birki og félögum að lyfta sér af botninum?
