Nota íslenska mæla til að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 23:00 Íslenskir mælar eru nýttir við rannsóknir á kórónuveirunni og þróun bóluefnis. Mælarnir hafa áður verið notaðir þegar unnið hefur verið að þróun bóluefna. Síðustu daga hefur pöntunum á mælum rignt yfir starfsmenn hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda. Fyrirtækið framleiðir sérstaka mæla sem hægt er að græða í dýr. Þeir sem eru að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni nota merði sem tilraunadýr. Merðir þykja með frekar svipuð öndunarfæri og menn. Því eru þeir heppileg tilraunadýr þar sem kórónuveiran leggst oft þungt á öndunarfæri fólks. „Okkar mælar hafa verið notaðir nokkuð reglulega við rannsóknir á svona hefðbundinni inflúensu og þessir aðilar sem við vinnum mikið með hafa sérhæft sig í öndunarfærasjúkdómum og kórónavírusinn telst til þeirrar flokkunar,“ segir Sigmar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Í fyrirtækinu vinna á þriðja tug manna.Vísir/Baldur Sigmar segir mælana gefa einstakt tækifæri til að fylgjast náið með líðan dýranna á meðan á rannsóknum stendur. „Með því að nota mæla sem að gefa tugþúsundir mælinga á hverju einasta dýri þá hefur tekist að fækka verulega dýrum sem eru notuð í dýraprófunum sem er bara frábært,“ segir Sigmar. Öll starfsemi og framleiðsla mælanna fer fram á Íslandi. Hann segir fyrirtækið vart anna eftirspurn og mögulega þurfi að forgangsraða verkefnum á næstunni til að koma til móts við þá sem eru að vinna að þróun bóluefnis. „Í rauninni mjög flott að okkar þekking og reynsla leggst á vogarskálarnar og vonandi hjálpar það til með þróun á þessu bóluefni og flýtir fyrir,“ segir Sigmar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Íslenskir mælar eru nýttir við rannsóknir á kórónuveirunni og þróun bóluefnis. Mælarnir hafa áður verið notaðir þegar unnið hefur verið að þróun bóluefna. Síðustu daga hefur pöntunum á mælum rignt yfir starfsmenn hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda. Fyrirtækið framleiðir sérstaka mæla sem hægt er að græða í dýr. Þeir sem eru að reyna að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni nota merði sem tilraunadýr. Merðir þykja með frekar svipuð öndunarfæri og menn. Því eru þeir heppileg tilraunadýr þar sem kórónuveiran leggst oft þungt á öndunarfæri fólks. „Okkar mælar hafa verið notaðir nokkuð reglulega við rannsóknir á svona hefðbundinni inflúensu og þessir aðilar sem við vinnum mikið með hafa sérhæft sig í öndunarfærasjúkdómum og kórónavírusinn telst til þeirrar flokkunar,“ segir Sigmar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Í fyrirtækinu vinna á þriðja tug manna.Vísir/Baldur Sigmar segir mælana gefa einstakt tækifæri til að fylgjast náið með líðan dýranna á meðan á rannsóknum stendur. „Með því að nota mæla sem að gefa tugþúsundir mælinga á hverju einasta dýri þá hefur tekist að fækka verulega dýrum sem eru notuð í dýraprófunum sem er bara frábært,“ segir Sigmar. Öll starfsemi og framleiðsla mælanna fer fram á Íslandi. Hann segir fyrirtækið vart anna eftirspurn og mögulega þurfi að forgangsraða verkefnum á næstunni til að koma til móts við þá sem eru að vinna að þróun bóluefnis. „Í rauninni mjög flott að okkar þekking og reynsla leggst á vogarskálarnar og vonandi hjálpar það til með þróun á þessu bóluefni og flýtir fyrir,“ segir Sigmar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira