Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2020 06:48 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun. Skrifað var undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta. Boðað var til víðtækra verkfallsaðgerða aðildarfélaga BSRB á miðnætti. Um var að ræða bæði ótímabundin og tímabundin verkföll. Verkfallsaðgerðirnar hefðu m.a. náð til fjölda bæjarstarfsmanna hjá ýmsum stofnunum, til að mynda frístundaheimila og skóla, auk starfsmanna ríkisstofnana á borð við Skattinn og Sýslumannsembætta.Sjá einnig: Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. Um klukkustund síðar var samningur Sameykis við Reykjavíkurborg undirritaður, því næst samningur Sameykis við ríkið, þá bæjarstarfsmannafélögin við ríkið og að síðustu Sjúkraliðafélag Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Samningarnir eiga það sameiginlegt að stóru málin þar eru kröfur aðildarfélaga BSRB til margra ára um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Vísi. „Við erum mjög ánægð með að það þurfti ekki að koma til lengri verkfalla en þetta og að ellefu mánaða kjarasamningsviðræðum sé lokið. Það eru auðvitað mikil tímamót að það sé verið að breyta vinnutíma opinberra starfsmanna með þessum hætti, sem hefur verið sá sami í fimmtíu ár.“Verkföll enn á dagskrá Kjarasamningar BSRB sem undirritaðir voru í nótt hafa þó ekki áhrif á verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem enn stendur yfir. Um tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan áverkfallinu hefur staðið. Í dag hefst svo verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Formlegum fundi samninganefndar Reykjavíkurborgar og Eflingar var frestað í nótt en boðað hefur verið til annars fundar klukkan eitt í dag.Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins skrifuðu undir eina kjarasamninginn sem eftir stóð skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun. Skrifað var undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta. Boðað var til víðtækra verkfallsaðgerða aðildarfélaga BSRB á miðnætti. Um var að ræða bæði ótímabundin og tímabundin verkföll. Verkfallsaðgerðirnar hefðu m.a. náð til fjölda bæjarstarfsmanna hjá ýmsum stofnunum, til að mynda frístundaheimila og skóla, auk starfsmanna ríkisstofnana á borð við Skattinn og Sýslumannsembætta.Sjá einnig: Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. Um klukkustund síðar var samningur Sameykis við Reykjavíkurborg undirritaður, því næst samningur Sameykis við ríkið, þá bæjarstarfsmannafélögin við ríkið og að síðustu Sjúkraliðafélag Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Samningarnir eiga það sameiginlegt að stóru málin þar eru kröfur aðildarfélaga BSRB til margra ára um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Vísi. „Við erum mjög ánægð með að það þurfti ekki að koma til lengri verkfalla en þetta og að ellefu mánaða kjarasamningsviðræðum sé lokið. Það eru auðvitað mikil tímamót að það sé verið að breyta vinnutíma opinberra starfsmanna með þessum hætti, sem hefur verið sá sami í fimmtíu ár.“Verkföll enn á dagskrá Kjarasamningar BSRB sem undirritaðir voru í nótt hafa þó ekki áhrif á verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg sem enn stendur yfir. Um tvö þúsund félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli frá og með 17. febrúar. Skóla- og leikskólastarf hefur raskast töluvert í Reykjavík á meðan áverkfallinu hefur staðið. Í dag hefst svo verkfall Eflingar í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík. Formlegum fundi samninganefndar Reykjavíkurborgar og Eflingar var frestað í nótt en boðað hefur verið til annars fundar klukkan eitt í dag.Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins skrifuðu undir eina kjarasamninginn sem eftir stóð skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30