LeBron James mun neita að spila ef áhorfendur fá ekki að mæta á NBA leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 22:45 LeBron James og Rajon Rondo eftir leikinn á móti Clippers í nótt. Getty/ Harry How Kórónuveiran er þegar farin að hafa mikil áhrif á íþróttaviðburði í Evrópu og Asíu en nú eru Bandaríkjamenn líka að skoða hvað þeir þurfa að gera í sínum málum. Stórir mannfögnuðir auka mikið líkurnar á smiti og íþróttakappaleikir falla vissulega undir slíka viðburði. Kappleikir á Ítalíu og í Danmörku fóru fram án áhorfenda um helgina. NBA deildin í körfubolta íhugar það að spila leikina án áhorfenda til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Ein stærsta stjarna deildarinnar tekur það hins vegar ekki í mál."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron James on the possibility of playing games without fans in attendance due to Coronavirus concerns. (: @SportsCenter)pic.twitter.com/kknbaZohJ3 — Front Office Sports (@frntofficesport) March 7, 2020LeBron James var spurður út í þann möguleika að leika fyrir luktum dyrum eftir leik Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks. LeBron James hefur engan áhuga á að spila fyrir framan tóma stúku og tók ekki vel í þessa framtíðarsýn blaðamanna sem báru þennan möguleika undir hann."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron on possibly playing NBA games without any fans in attendance due to coronavirus outbreak. pic.twitter.com/Ee5XMQ40X6 — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2020 „Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn mættir. Þá mun ég ekki spila,“ sagði LeBron James meðal annars. LeBron James sagði líka að það sé hans starf að skemmta áhorfendum. Ef hann mætir í tíma höll þá myndi það taka mikið frá hans innri hvöt til að spila. „Ég spila fyrir áhorfendurna. Ég spila fyrir liðsfélagana mína og ég spila fyrir stuðningsmennina. Um það snýst þetta. Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn þar þá mun ég ekki spila. Þeir geta gert það sem þeim sýnist,“ sagði LeBron James. LeBron James átti tvo frábæra leiki um helgina og áhorfendur í sigrum Lakers á Milwaukee Bucks og Los Angeles Clippers fengu mikinn fyrir sinn snúð. Í sigrinum á Milwaukee Bucks var LeBron James með 37 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar en í sigrinum á Los Angeles Clippers var hann með 28 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar. NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farin að hafa mikil áhrif á íþróttaviðburði í Evrópu og Asíu en nú eru Bandaríkjamenn líka að skoða hvað þeir þurfa að gera í sínum málum. Stórir mannfögnuðir auka mikið líkurnar á smiti og íþróttakappaleikir falla vissulega undir slíka viðburði. Kappleikir á Ítalíu og í Danmörku fóru fram án áhorfenda um helgina. NBA deildin í körfubolta íhugar það að spila leikina án áhorfenda til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Ein stærsta stjarna deildarinnar tekur það hins vegar ekki í mál."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron James on the possibility of playing games without fans in attendance due to Coronavirus concerns. (: @SportsCenter)pic.twitter.com/kknbaZohJ3 — Front Office Sports (@frntofficesport) March 7, 2020LeBron James var spurður út í þann möguleika að leika fyrir luktum dyrum eftir leik Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks. LeBron James hefur engan áhuga á að spila fyrir framan tóma stúku og tók ekki vel í þessa framtíðarsýn blaðamanna sem báru þennan möguleika undir hann."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron on possibly playing NBA games without any fans in attendance due to coronavirus outbreak. pic.twitter.com/Ee5XMQ40X6 — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2020 „Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn mættir. Þá mun ég ekki spila,“ sagði LeBron James meðal annars. LeBron James sagði líka að það sé hans starf að skemmta áhorfendum. Ef hann mætir í tíma höll þá myndi það taka mikið frá hans innri hvöt til að spila. „Ég spila fyrir áhorfendurna. Ég spila fyrir liðsfélagana mína og ég spila fyrir stuðningsmennina. Um það snýst þetta. Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn þar þá mun ég ekki spila. Þeir geta gert það sem þeim sýnist,“ sagði LeBron James. LeBron James átti tvo frábæra leiki um helgina og áhorfendur í sigrum Lakers á Milwaukee Bucks og Los Angeles Clippers fengu mikinn fyrir sinn snúð. Í sigrinum á Milwaukee Bucks var LeBron James með 37 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar en í sigrinum á Los Angeles Clippers var hann með 28 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Sjá meira