Manchester United vann ekki aðeins báða deildarleiki sína á móti lærisveinum Pep Guardiola í vetur heldur einnig einn leik að auki í enska deildabikarnum.
United vann 2-0 sigur á Old Trafford í gær og hafði áður unnið 2-1 á Ethiad í deesember. Manchester United vann síðan 1-0 sigur á Ethiad í seinni undanúrslitaleik enska deildabikarsins í lok janúar en City fór áfram á 3-1 sigri í fyrri leiknum.
Solskjær varð því með þessum sigri á Old Trafford í gær fyrsti knattspyrnustjórinn til að vinna lið Pep Guardiola þrisvar sinnum á sama tímabilinu.
3 - This was Manchester City’s third defeat against Manchester United in all competitions in 2019-20 – it is the first time in Pep Guardiola’s managerial career that he has suffered as many as three defeats against a specific opponent in a single season. Tripled. #MNUMCIpic.twitter.com/213Ej0FzAY
— OptaJoe (@OptaJoe) March 8, 2020
Það var fleira sem var sögulegt við þennan sigur Manchester United í gær. Manchester City var nefnilega að tapa sínum sjöunda deildarleik á leiktíðinni en svo oft hefur lið Guardiola aldrei tapað á einni leiktíð.
Pep Guardiola hafði gert Manchester City að Englandsmeisturum á síðustu tveimur tímabilum og liðið tapaði samanlagt sex sinnum á þeim. City menn eru því búnir að tapa fleiri deildarleikjum 2019-20 en þeir gerðu samanlagt í 72 leikjum 2017-18 og 2018-19.
Manchester City tapaði síðan sex sinnum á fyrsta tímabili Pep Guardiola með liðið 2016-17.
7 - Manchester City suffered their seventh defeat of the Premier League campaign, making 2019-20 the season in which Pep Guardiola has lost the most league games in his managerial career. Unfamiliar. #MNUMCIpic.twitter.com/Sz8N8deELo
— OptaJoe (@OptaJoe) March 8, 2020
Aðeins þrír knattspyrnustjórar hafa náð því að vinna báða leiki sína á móti Pep Guardiola á sömu leiktíð en auk Ole Gunnars Solskjær eru það Antonio Conte með Chelsea 2016-17 og svo Nuno Espírito Santo með Wolves 2019-20.
Only three managers have ever completed a league double against a Pep Guardiola side:
Antonio Conte’s Chelsea
Nuno Espírito Santo’s Wolves
Ole Gunnar Solskjær’s Man Utd
Twice this season. pic.twitter.com/zt5karNvwe
— Squawka Football (@Squawka) March 8, 2020