Rektorinn í Oxford sendi Ingvar í boði háskólans í eldgosið í Vestmannaeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2020 22:00 Hinn 26 ára gamli Ingvar Birgir Friðleifsson lentur á Heimaey á þriðja degi eldgossins. Mynd/Guðmundur Ómar Friðleifsson. 47 árum eftir eldgosið á Heimaey eru enn að koma í dagsljósið myndir af gosinu sem ekki hafa áður birst opinberlega. Það á við um filmubút og ljósmyndir sem ungur jarðfræðingur tók á upphafsdögum jarðeldanna. Myndirnar mátti sjá í þættinum Um land allt og hluta þeirra í fréttum Stöðvar 2. Sjá frétt Stöðvar 2: Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey Ingvar Friðleifsson var 26 ára gamall þegar hann tók myndirnar en hann dvaldi í tvo sólarhringa á Heimaey, á þriðja og fjórða degi eldgossins. Ingvar var þá við doktorsnám í Oxford, og bjó ytra með eiginkonu sinni, Þórdísi Árnadóttur og ungri dóttur þeirra, þegar rektor jarðvísindadeildar bauð honum á fyrsta degi gossins að fara til Íslands á kostnað skólans. Tveimur dögum síðar, 25 janúar, var Ingvar kominn til Eyja, með átta millímetra kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Ingvar deildi myndunum með áhorfendum Stöðvar 2 í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason. „Mér fannst þetta náttúrlega feikilega spennandi að geta skoðað þetta svona vel. Það var flogið þarna yfir gott útsýnisflug áður en það var lent,“ rifjar Ingvar upp. Ingvar tók alls sextán mínútur af litfilmu, meðal annars af fyrstu húsunum fara undir hraun, en einnig fjölda ljósmynda sem sömuleiðis eru merkar heimildir um þessa fyrstu daga eldgossins. Náttúruhamfarirnar umturnuðu lífi fimm þúsund Eyjamanna. Margir sneru aldrei aftur, meðal annars fjölskyldur sem settust að í Grindavík. Þar hafa Eyjamennirnir sem flúðu Heimaeyjargosið búið við sömu ógn undanfarnar vikur vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Herborg Jónsdóttir og dóttir hennar, Margrét Kristjánsdóttir, sem var þriggja ára þegar eldgosið braust út.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. „Ég hef svona ónotatilfinningu. Er að vakna upp á nóttinni og einhvern veginn lít út um gluggann eins og ég búist við að sjá bara bjarma,“ segir Herborg Jónsdóttir, sem þurfti sem ung, einstæð móðir að yfirgefa Heimaey ásamt þriggja ára dóttur sinni gosnóttina 23. janúar 1973. Myndir Ingvars lágu uppi í hillu í 40 ár ár þar til í kvöld að þær voru sýndar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér má sjá upphafskafla þáttarins: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
47 árum eftir eldgosið á Heimaey eru enn að koma í dagsljósið myndir af gosinu sem ekki hafa áður birst opinberlega. Það á við um filmubút og ljósmyndir sem ungur jarðfræðingur tók á upphafsdögum jarðeldanna. Myndirnar mátti sjá í þættinum Um land allt og hluta þeirra í fréttum Stöðvar 2. Sjá frétt Stöðvar 2: Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey Ingvar Friðleifsson var 26 ára gamall þegar hann tók myndirnar en hann dvaldi í tvo sólarhringa á Heimaey, á þriðja og fjórða degi eldgossins. Ingvar var þá við doktorsnám í Oxford, og bjó ytra með eiginkonu sinni, Þórdísi Árnadóttur og ungri dóttur þeirra, þegar rektor jarðvísindadeildar bauð honum á fyrsta degi gossins að fara til Íslands á kostnað skólans. Tveimur dögum síðar, 25 janúar, var Ingvar kominn til Eyja, með átta millímetra kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Ingvar deildi myndunum með áhorfendum Stöðvar 2 í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason. „Mér fannst þetta náttúrlega feikilega spennandi að geta skoðað þetta svona vel. Það var flogið þarna yfir gott útsýnisflug áður en það var lent,“ rifjar Ingvar upp. Ingvar tók alls sextán mínútur af litfilmu, meðal annars af fyrstu húsunum fara undir hraun, en einnig fjölda ljósmynda sem sömuleiðis eru merkar heimildir um þessa fyrstu daga eldgossins. Náttúruhamfarirnar umturnuðu lífi fimm þúsund Eyjamanna. Margir sneru aldrei aftur, meðal annars fjölskyldur sem settust að í Grindavík. Þar hafa Eyjamennirnir sem flúðu Heimaeyjargosið búið við sömu ógn undanfarnar vikur vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Herborg Jónsdóttir og dóttir hennar, Margrét Kristjánsdóttir, sem var þriggja ára þegar eldgosið braust út.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. „Ég hef svona ónotatilfinningu. Er að vakna upp á nóttinni og einhvern veginn lít út um gluggann eins og ég búist við að sjá bara bjarma,“ segir Herborg Jónsdóttir, sem þurfti sem ung, einstæð móðir að yfirgefa Heimaey ásamt þriggja ára dóttur sinni gosnóttina 23. janúar 1973. Myndir Ingvars lágu uppi í hillu í 40 ár ár þar til í kvöld að þær voru sýndar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér má sjá upphafskafla þáttarins:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00