Góðar fyrirætlanir duga skammt Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 15:00 Enginn óskar sér eða öðrum að missa vinnuna en því miður horfast margir í augu við þann veruleika þessa dagana. Sameiginlegur skilningur er um að til staðar sé traust öryggisnet sem grípur þá sem verða fyrir slíku áfalli. Sem betur fer búum við að slíku neti og það hefur gefist vel. Á Íslandi eru atvinnuleysisbætur háar í öllum samanburði; munurinn hérlendis á tekjum fyrir og eftir atvinnumissi er einn sá minnsti í samanburði við önnur OECD ríki. Þar sem atvinnulausum hefur, og mun, fjölga á næstunni er mikilvægara en nokkru sinni að missa ekki sjónar á því endanlega markmiði að tryggja velferð fólks; takmarkið hlýtur að vera að skapa ný störf við hæfi flestra enda skiptir öllu máli fyrir heimilin í landinu að hátt atvinnuleysisstig verði ekki viðvarandi. Hækkun bóta og atvinnuleysi Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu hafa sumir kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta. Þetta eru eðlileg fyrstu viðbrögð og skiljanleg hugsun, en þegar betur er að gáð verður ekki annað séð en að málið sé margslungnara og að hugmyndin sé einfaldlega til þess fallin að gera fólk verra sett en annars. Öll myndum við vilja að málið væri svo einfalt að við gætum hækkað atvinnuleysisbætur, en hvert er endanlegt markmið okkar? Við viljum vinna bug á atvinnuleysinu, sérstaklega langtímaatvinnuleysi. Sænsk rannsókn frá árinu 2017 sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta leiðir til lengra atvinnuleysis og þá sérstaklega hjá þeim sem eru nýorðnir atvinnulausir á meðan það hefur lítil áhrif á þá sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma. Þetta er mikilvæg staðreynd þar sem ástandið í dag mun leiða til þess að mjög margir munu lenda í þeirri stöðu. Í þýskri rannsókn frá 2016 kom í ljós að hækkun bóta dró úr atvinnuleit á meðan neysla atvinnulausra jókst, þvert á það sem þau sem tala fyrir hækkuninni telja. Fjöldi annarra rannsókna styðja samskonar niðurstöður. En það er ekki eingöngu út frá sjónarhorni launþegans sem hækkun atvinnuleysisbóta hefur neikvæð áhrif heldur einnig á vinnuveitendur. Rannsókn Seðlabanka Bandaríkjanna frá 2013 sýndi fram á að vinnuveitendur sköpuðu færri störf eftir því sem bætur hækkuðu. Hækkun bótanna viðhélt launakröfum einstaklinga og jók væntan launakostnað fyrirtækja. Sama rannsókn sýndi þannig að tæplega 5 milljón störf hefðu skapast í Bandaríkjunum árið 2010 ef lenging á bótatímabilinu úr 26 vikum í allt að 99 vikur hefði ekki átt sér stað í kjölfarið fjármálahrunsins 2008. Staðreyndir málsins Þegar á heildina er litið er nauðsynlegt að umræðan um hækkun atvinnuleysisbóta byggi umfram allt á staðreyndum, en ekki persónulegum efasemdum einstaka aðila um margreyndar niðurstöður rannsókna. Enginn óskar sér þess að verða atvinnulaus, en í stað þess að ræða hvernig hægt er að framfleyta sem flestum á atvinnuleysisbótum sem lengst ættum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig við getum skapað störf við hæfi flestra sem allra fyrst. Því miður virðist engum greiði gerður með því að hækka atvinnuleysisbætur þó hugmyndin sé falleg. Það er engin mannvonska fólgin í því að horfa raunsætt á hlutina og benda á það að fjöldi rannsókna sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta, eða háar atvinnuleysisbætur í samhengi við laun á vinnumarkaði, eykur atvinnuleysi í stað þess að draga úr því. Það er okkur öllum fyrir bestu, hvort sem það er frá sjónarhorni launþega eða atvinnurekenda, að teknar séu skynsamlegar ákvarðanir sem byggja á rannsóknum og staðreyndum í stað rökleysu og upphrópana. Í gegnum faraldurinn sem nú geysar höfum við fylgt ráðum sérfræðinga og rannsókna með góðum árangri. Engin ástæða er til þess að breyta af þeirrri stefnu núna. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Agla Eir Vilhjálmsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn óskar sér eða öðrum að missa vinnuna en því miður horfast margir í augu við þann veruleika þessa dagana. Sameiginlegur skilningur er um að til staðar sé traust öryggisnet sem grípur þá sem verða fyrir slíku áfalli. Sem betur fer búum við að slíku neti og það hefur gefist vel. Á Íslandi eru atvinnuleysisbætur háar í öllum samanburði; munurinn hérlendis á tekjum fyrir og eftir atvinnumissi er einn sá minnsti í samanburði við önnur OECD ríki. Þar sem atvinnulausum hefur, og mun, fjölga á næstunni er mikilvægara en nokkru sinni að missa ekki sjónar á því endanlega markmiði að tryggja velferð fólks; takmarkið hlýtur að vera að skapa ný störf við hæfi flestra enda skiptir öllu máli fyrir heimilin í landinu að hátt atvinnuleysisstig verði ekki viðvarandi. Hækkun bóta og atvinnuleysi Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu hafa sumir kallað eftir hækkun atvinnuleysisbóta. Þetta eru eðlileg fyrstu viðbrögð og skiljanleg hugsun, en þegar betur er að gáð verður ekki annað séð en að málið sé margslungnara og að hugmyndin sé einfaldlega til þess fallin að gera fólk verra sett en annars. Öll myndum við vilja að málið væri svo einfalt að við gætum hækkað atvinnuleysisbætur, en hvert er endanlegt markmið okkar? Við viljum vinna bug á atvinnuleysinu, sérstaklega langtímaatvinnuleysi. Sænsk rannsókn frá árinu 2017 sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta leiðir til lengra atvinnuleysis og þá sérstaklega hjá þeim sem eru nýorðnir atvinnulausir á meðan það hefur lítil áhrif á þá sem hafa verið atvinnulausir til lengri tíma. Þetta er mikilvæg staðreynd þar sem ástandið í dag mun leiða til þess að mjög margir munu lenda í þeirri stöðu. Í þýskri rannsókn frá 2016 kom í ljós að hækkun bóta dró úr atvinnuleit á meðan neysla atvinnulausra jókst, þvert á það sem þau sem tala fyrir hækkuninni telja. Fjöldi annarra rannsókna styðja samskonar niðurstöður. En það er ekki eingöngu út frá sjónarhorni launþegans sem hækkun atvinnuleysisbóta hefur neikvæð áhrif heldur einnig á vinnuveitendur. Rannsókn Seðlabanka Bandaríkjanna frá 2013 sýndi fram á að vinnuveitendur sköpuðu færri störf eftir því sem bætur hækkuðu. Hækkun bótanna viðhélt launakröfum einstaklinga og jók væntan launakostnað fyrirtækja. Sama rannsókn sýndi þannig að tæplega 5 milljón störf hefðu skapast í Bandaríkjunum árið 2010 ef lenging á bótatímabilinu úr 26 vikum í allt að 99 vikur hefði ekki átt sér stað í kjölfarið fjármálahrunsins 2008. Staðreyndir málsins Þegar á heildina er litið er nauðsynlegt að umræðan um hækkun atvinnuleysisbóta byggi umfram allt á staðreyndum, en ekki persónulegum efasemdum einstaka aðila um margreyndar niðurstöður rannsókna. Enginn óskar sér þess að verða atvinnulaus, en í stað þess að ræða hvernig hægt er að framfleyta sem flestum á atvinnuleysisbótum sem lengst ættum við frekar að beina sjónum okkar að því hvernig við getum skapað störf við hæfi flestra sem allra fyrst. Því miður virðist engum greiði gerður með því að hækka atvinnuleysisbætur þó hugmyndin sé falleg. Það er engin mannvonska fólgin í því að horfa raunsætt á hlutina og benda á það að fjöldi rannsókna sýnir að hækkun atvinnuleysisbóta, eða háar atvinnuleysisbætur í samhengi við laun á vinnumarkaði, eykur atvinnuleysi í stað þess að draga úr því. Það er okkur öllum fyrir bestu, hvort sem það er frá sjónarhorni launþega eða atvinnurekenda, að teknar séu skynsamlegar ákvarðanir sem byggja á rannsóknum og staðreyndum í stað rökleysu og upphrópana. Í gegnum faraldurinn sem nú geysar höfum við fylgt ráðum sérfræðinga og rannsókna með góðum árangri. Engin ástæða er til þess að breyta af þeirrri stefnu núna. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar