Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! Bryndís Bjarnadóttir skrifar 20. ágúst 2020 14:00 Fæst okkar leiðum hugann að réttinum til að mega tjá okkur óhindrað enda getum við Íslendingar gert það óttalaust og án ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Við eigum ekki á hættu, eins og íbúar margra annarra landa, að sæta hörðum viðurlögum fyrir það eitt að tjá hug okkar og taka út margra ára fangavist eða hljóta jafnvel dauðadóm, eins og sum staðar tíðkast. Tjáningarfrelsið er verndað á Íslandi í 73. grein stjórnarskrárinnar, Mannréttindayfirlýsingu SÞ, Mannréttindasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland er aðili að. Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum eigum við öll rétt á að tjá sannfæringu okkar og skoðanir hvort sem þær eru af pólitískum, trúarlegum, heimspekilegum eða listrænum toga og við megum gera það með ýmsum hætti hvort sem það er í ræðu, riti, tónlist, leik, á netinu eða öðrum opinberum vettvangi. Við eigum að geta sagt það sem við erum að hugsa, jafnvel þó að það sé óþægilegt eða móðgandi, án þess að eiga á hættu að sæta refsingu af hálfu ríkisvaldsins. Við eigum líka rétt á því að taka við og deila hvers kyns upplýsingum og krefjast umbóta í heiminum. Þess ber þó að geta að ekki er hægt að njóta tjáningarfrelsisins án ábyrgðar en það má hefta undir vissum kringumstæðum samkvæmt sömu alþjóðalögum. Engu að síður verða allar takmarkanir á tjáningarfrelsinu að varða almannahagsmuni eða réttindi annarra og vera augljóslega nauðsynlegar í þeim tilgangi. Víða misnota valdhafar hins vegar oft þessi undantekningarákvæði á takmörkun tjáningarfrelsisins til að þagga niður í aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki, frjálsum félagasamtökum, listafólki eða stjórnarandstæðingum. Réttur okkar til tjáningarfrelsis er grunnurinn að því að geta lifað í opnu og sanngjörnu samfélagi og verndun þessa frelsis er nauðsynleg til að við getum dregið valdhafa til ábyrgðar. Tjáningarfrelsið tengist einnig öðrum skyldum mannréttindum eins og hugsana, samvisku- og trúfrelsi og gerir það að verkum að þessi réttindi geta þrifist og dafnað. Það er einnig nátengt félaga- og fundafrelsi. Félagafrelsigengur út á réttinn til að mynda og ganga í samtök, klúbba, verkalýðs- og stjórnmálafélög en fundafrelsisnýr að réttinum til að taka þátt í friðsömum mótmælum eða opinberum fundum og samkomum. Tjáningarfrelsið felur einnig í sér réttinn til að tjá persónuleika sinn m.a. með klæðaburði og/eða hegðan og látbragði. Þannig mega stjórnvöld t.d. hvorki meina konum né skylda þær til að ganga með höfuðslæður, eins og raunin er í Íran, þar sem konur gjalda þess dýru verði fylgi þær ekki lögum um klæðaburð. Aukin brot á tímum kórónuveirufaraldursins Í síauknum mæli brjóta stjórnvöld víða um heim gróflega á tjáningarfrelsinu, sérstaklega núna á tímum kórónuveirufaraldursins þegar ráðamenn herða enn frekar kverkatakið á frelsi okkar, jafnvel með nýjum lagasetningum eins og í Ungverjalandi, þar sem þingið samþykkti lög í mars á þessu ári sem kveða á um fimm ára fangelsisvist fyrir að birta falskar eða misvísandi upplýsingar, sem koma í veg fyrir „árangursríka vernd“ almennings eða vekja ótta og kvíða í tengslum við faraldurinn. Yfirvöld í Egyptalandi, Tælandi, Venesúela, Víetnam og Sómalíu, svo nokkur lönd séu nefnd, hafa einnig ákært fjölda fólks fyrir að „breiða út hatur“, „birta falskar eða villandi upplýsingar“ og „misnota samfélagsmiðla“ í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Víða annars staðar brjóta ríkisstjórnir á rétti fólks til tjáningarfrelsis ýmist í nafni þjóðaröryggis, almannaheilla, menningararfs, trúar eða baráttunnar gegn hryðjuverkum en hin raunverulega ástæða er oftast sú sama þ.e. að bæla niður friðsamt andóf eða þagga niður í gagnrýni. Í ársskýrslum Amnesty árið 2019 um Asíu, Afríku, Evrópu, Mið-Austurlöndog Norður- og Suður-Ameríku kemur fram að stjórnvöld á svæðunum hafi beitt sér af mikilli hörku gegn mótmælendum sem kölluðu eftir réttlæti og pólitískum umbótum, ýmist með samkomubanni, handtökum án dóms og laga, fangelsun eða jafnvel aftökum af hálfu lögreglu eða hers. Bregðast við gagnrýnisröddum Hvort eða hvernig stjórnvöld bregðast við gagnrýnisröddum eða óhliðhollum skoðunum er oft góð vísbending um hvernig þau sinna mannréttindum almennt í eigin landi. Í ljósi aukinna brota á tjáningarfrelsinu um heim allan og alvarleika brotanna ákvað Íslandsdeild Amnesty International að ýta úr vör herferðinni Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast. Sjaldan hefur verið meiri þörf en nú að standa vörð um tjáningarfrelsið á tímum kórónuveirufaraldursins. Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! Hlúum að því saman! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fæst okkar leiðum hugann að réttinum til að mega tjá okkur óhindrað enda getum við Íslendingar gert það óttalaust og án ólögmætra afskipta ríkisvaldsins. Við eigum ekki á hættu, eins og íbúar margra annarra landa, að sæta hörðum viðurlögum fyrir það eitt að tjá hug okkar og taka út margra ára fangavist eða hljóta jafnvel dauðadóm, eins og sum staðar tíðkast. Tjáningarfrelsið er verndað á Íslandi í 73. grein stjórnarskrárinnar, Mannréttindayfirlýsingu SÞ, Mannréttindasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland er aðili að. Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum eigum við öll rétt á að tjá sannfæringu okkar og skoðanir hvort sem þær eru af pólitískum, trúarlegum, heimspekilegum eða listrænum toga og við megum gera það með ýmsum hætti hvort sem það er í ræðu, riti, tónlist, leik, á netinu eða öðrum opinberum vettvangi. Við eigum að geta sagt það sem við erum að hugsa, jafnvel þó að það sé óþægilegt eða móðgandi, án þess að eiga á hættu að sæta refsingu af hálfu ríkisvaldsins. Við eigum líka rétt á því að taka við og deila hvers kyns upplýsingum og krefjast umbóta í heiminum. Þess ber þó að geta að ekki er hægt að njóta tjáningarfrelsisins án ábyrgðar en það má hefta undir vissum kringumstæðum samkvæmt sömu alþjóðalögum. Engu að síður verða allar takmarkanir á tjáningarfrelsinu að varða almannahagsmuni eða réttindi annarra og vera augljóslega nauðsynlegar í þeim tilgangi. Víða misnota valdhafar hins vegar oft þessi undantekningarákvæði á takmörkun tjáningarfrelsisins til að þagga niður í aðgerðasinnum, fjölmiðlafólki, frjálsum félagasamtökum, listafólki eða stjórnarandstæðingum. Réttur okkar til tjáningarfrelsis er grunnurinn að því að geta lifað í opnu og sanngjörnu samfélagi og verndun þessa frelsis er nauðsynleg til að við getum dregið valdhafa til ábyrgðar. Tjáningarfrelsið tengist einnig öðrum skyldum mannréttindum eins og hugsana, samvisku- og trúfrelsi og gerir það að verkum að þessi réttindi geta þrifist og dafnað. Það er einnig nátengt félaga- og fundafrelsi. Félagafrelsigengur út á réttinn til að mynda og ganga í samtök, klúbba, verkalýðs- og stjórnmálafélög en fundafrelsisnýr að réttinum til að taka þátt í friðsömum mótmælum eða opinberum fundum og samkomum. Tjáningarfrelsið felur einnig í sér réttinn til að tjá persónuleika sinn m.a. með klæðaburði og/eða hegðan og látbragði. Þannig mega stjórnvöld t.d. hvorki meina konum né skylda þær til að ganga með höfuðslæður, eins og raunin er í Íran, þar sem konur gjalda þess dýru verði fylgi þær ekki lögum um klæðaburð. Aukin brot á tímum kórónuveirufaraldursins Í síauknum mæli brjóta stjórnvöld víða um heim gróflega á tjáningarfrelsinu, sérstaklega núna á tímum kórónuveirufaraldursins þegar ráðamenn herða enn frekar kverkatakið á frelsi okkar, jafnvel með nýjum lagasetningum eins og í Ungverjalandi, þar sem þingið samþykkti lög í mars á þessu ári sem kveða á um fimm ára fangelsisvist fyrir að birta falskar eða misvísandi upplýsingar, sem koma í veg fyrir „árangursríka vernd“ almennings eða vekja ótta og kvíða í tengslum við faraldurinn. Yfirvöld í Egyptalandi, Tælandi, Venesúela, Víetnam og Sómalíu, svo nokkur lönd séu nefnd, hafa einnig ákært fjölda fólks fyrir að „breiða út hatur“, „birta falskar eða villandi upplýsingar“ og „misnota samfélagsmiðla“ í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Víða annars staðar brjóta ríkisstjórnir á rétti fólks til tjáningarfrelsis ýmist í nafni þjóðaröryggis, almannaheilla, menningararfs, trúar eða baráttunnar gegn hryðjuverkum en hin raunverulega ástæða er oftast sú sama þ.e. að bæla niður friðsamt andóf eða þagga niður í gagnrýni. Í ársskýrslum Amnesty árið 2019 um Asíu, Afríku, Evrópu, Mið-Austurlöndog Norður- og Suður-Ameríku kemur fram að stjórnvöld á svæðunum hafi beitt sér af mikilli hörku gegn mótmælendum sem kölluðu eftir réttlæti og pólitískum umbótum, ýmist með samkomubanni, handtökum án dóms og laga, fangelsun eða jafnvel aftökum af hálfu lögreglu eða hers. Bregðast við gagnrýnisröddum Hvort eða hvernig stjórnvöld bregðast við gagnrýnisröddum eða óhliðhollum skoðunum er oft góð vísbending um hvernig þau sinna mannréttindum almennt í eigin landi. Í ljósi aukinna brota á tjáningarfrelsinu um heim allan og alvarleika brotanna ákvað Íslandsdeild Amnesty International að ýta úr vör herferðinni Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast. Sjaldan hefur verið meiri þörf en nú að standa vörð um tjáningarfrelsið á tímum kórónuveirufaraldursins. Tjáningarfrelsið má aldrei veikjast! Hlúum að því saman! Höfundur er herferðastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar