Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur og Helga Þ. Kristjánssonar verði skoðuð nánar af dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. Reimar Pétursson lögmaður Ólafs Helga sendi dómsmálaráðuneytinu bréf þann 14. ágúst fyrir hönd Ólafs þess efnis að því er fram kemur hjá Fréttablaðinu í dag. Þá segir að bréfið hafi verið sent til ráðuneytisins áður en það og Ólafur Helgi náðu samkomulagi um tilfærslu hans í starfi en hann mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Alda Hrönn og Helgi fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þau eru að sögn Fréttablaðsins enn í veikindaleyfi. Efast veikindi Öldu Hrannar og Helga Fram kemur í bréfinu sem sent var dómsmálaráðuneytinu að Ólafur efist að einmitt á þeim tíma sem undirmenn tvímenninganna hafi misst á þeim trú og þau stæðu einnig í illdeilum við lögreglustjóra hafi þau samtímis „tekið ótilgreinda sótt.“ Ólafur hafi kallað eftir skoðun trúnaðarlæknis á læknisvottorðum þeirra og hafi sú skoðun leitt í ljós að annað þeirra hafi fengið svonefnt „eftirávottorð“ læknis útgefið og standist það ekki reglur. Trúnaðarlæknir hafi því neitað að taka vottorðið gilt. Hitt vottorðið geri trúnaðarlæknir ekki athugasemd við. „Lögreglustjóri telur þó þessa atburðarrás þarfnast frekari skoðunar. Skal í því samhengi nefnt að svo virðist sem þau tvö hafi gefið í skyn við dómsmálaráðuneytið að þau muni læknast af veikindum sínum hverfi lögreglustjóri úr embætti. Sé þetta rétt, og ekki síst ef ráðuneytið kýs að leggja [það] til grundvallar, staðfestir það að ráðuneytið deili sýn umbjóðanda míns á trúðverðugleika yfirmannanna tveggja og tilkynningu þeirra um veikindin,“ segir í bréfinu. Í bréfinu mótmælir Ólafur Helgi einnig fyrirhuguðu flutningum sínum til Vestmannaeyja eins og þá stóð til en eins og áður hefur komið fram virðist hafa náðst sátt milli ráðuneytis og Ólafs Helga en hann mun hefja þar störf um mánaðamót. Þá mótmælir hann einnig fullyrðingum um að lögreglan á Suðurnesjum hafi verið óstarfhæf vegna illdeilna yfirstjórnar. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. Reimar Pétursson lögmaður Ólafs Helga sendi dómsmálaráðuneytinu bréf þann 14. ágúst fyrir hönd Ólafs þess efnis að því er fram kemur hjá Fréttablaðinu í dag. Þá segir að bréfið hafi verið sent til ráðuneytisins áður en það og Ólafur Helgi náðu samkomulagi um tilfærslu hans í starfi en hann mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Alda Hrönn og Helgi fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þau eru að sögn Fréttablaðsins enn í veikindaleyfi. Efast veikindi Öldu Hrannar og Helga Fram kemur í bréfinu sem sent var dómsmálaráðuneytinu að Ólafur efist að einmitt á þeim tíma sem undirmenn tvímenninganna hafi misst á þeim trú og þau stæðu einnig í illdeilum við lögreglustjóra hafi þau samtímis „tekið ótilgreinda sótt.“ Ólafur hafi kallað eftir skoðun trúnaðarlæknis á læknisvottorðum þeirra og hafi sú skoðun leitt í ljós að annað þeirra hafi fengið svonefnt „eftirávottorð“ læknis útgefið og standist það ekki reglur. Trúnaðarlæknir hafi því neitað að taka vottorðið gilt. Hitt vottorðið geri trúnaðarlæknir ekki athugasemd við. „Lögreglustjóri telur þó þessa atburðarrás þarfnast frekari skoðunar. Skal í því samhengi nefnt að svo virðist sem þau tvö hafi gefið í skyn við dómsmálaráðuneytið að þau muni læknast af veikindum sínum hverfi lögreglustjóri úr embætti. Sé þetta rétt, og ekki síst ef ráðuneytið kýs að leggja [það] til grundvallar, staðfestir það að ráðuneytið deili sýn umbjóðanda míns á trúðverðugleika yfirmannanna tveggja og tilkynningu þeirra um veikindin,“ segir í bréfinu. Í bréfinu mótmælir Ólafur Helgi einnig fyrirhuguðu flutningum sínum til Vestmannaeyja eins og þá stóð til en eins og áður hefur komið fram virðist hafa náðst sátt milli ráðuneytis og Ólafs Helga en hann mun hefja þar störf um mánaðamót. Þá mótmælir hann einnig fullyrðingum um að lögreglan á Suðurnesjum hafi verið óstarfhæf vegna illdeilna yfirstjórnar.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
„Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42
Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14
Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06