Skyndiflóð úr Langjökli leiddi til laxadauða Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2020 12:48 Dauðir laxar finnast á engjum eftir flóðið. Arnar Bergþórsson/Kristrún Snorradóttir Mikil hlýindi eru talin hafa valdið því að rof varð á jökulgarði við lón við norðvestanverðan Langjökul á mánudagskvöld. Jökulhlaupið rann í Svartá, sem er alla jafna vatnslítil á þessum árstíma, og yfir í Hvítá með þeim afleiðingum að áin barst upp á bakkana. Þetta segir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir slíkt flóð vera óvenjulegt en hættan á slíku sé alltaf til staðar. Skessuhorn greindi frá því að töluverður laxadauði hafi orðið eftir vatnsflóðið og segir Tómas það eiga sér eðlilegar skýringar. „Flóðbylgjan hefur verið það stór að áin hefur borist upp á bakkana, svo hafa fiskarnir dagað uppi á sléttlendi í kringum ána þegar vatnið sjatnaði.“ Á vef Veðurstofunnar segir að ummerki á svæðinu bendi til þess að vatnsborðið hafi náð upp undir brúarbitana við brúna yfir Hvítá og að farvegur árinnar niður við Húsafellskóg hafi verið barmafullur að sögn sjónvarvotta. Ummerki flóðsins sjáist allt niður að Borgarfjarðarbrú. Óyfirfarnar mælingar sem sýna vatnshæð við Kljáfoss í Hvítá.Veðurstofa Íslands Skoða aðstæður með þyrlu Í dag mun sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands fljúga með þyrlu Landhelgisgæslunnar og skoða aðstæður við lónið. Þá verður sannreynt hvort hlaupið hafi komið úr þessu lóni, en eins og er þykir það vera líklegasta skýringin. „Jarðvísindagögn sem félagar okkar hjá Jarðvísindastofnun Háskólans hafa skoðað benda eindregið til þess að hlaupið hafi komið úr þessu lóni,“ segir Tómas. Hann segir hlýindi síðustu daga valda því að það bráðnar meira af jöklinum en ella með þeim afleiðingum að vatnsrennsli eykst. Þá aukast líkurnar á því að rof verði á jökulgörðum, en að sögn Tómasar eru fleiri lón að myndast vegna breytinga í veðurfari. „Þetta lón hefur myndast vegna hörfunar jökulsins sem er afleiðing af þessum almennu hlýindum yfir margra ára tímabil. Það eru að myndast lón við jökla landsins víða.“ Borgarbyggð Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Mikil hlýindi eru talin hafa valdið því að rof varð á jökulgarði við lón við norðvestanverðan Langjökul á mánudagskvöld. Jökulhlaupið rann í Svartá, sem er alla jafna vatnslítil á þessum árstíma, og yfir í Hvítá með þeim afleiðingum að áin barst upp á bakkana. Þetta segir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir slíkt flóð vera óvenjulegt en hættan á slíku sé alltaf til staðar. Skessuhorn greindi frá því að töluverður laxadauði hafi orðið eftir vatnsflóðið og segir Tómas það eiga sér eðlilegar skýringar. „Flóðbylgjan hefur verið það stór að áin hefur borist upp á bakkana, svo hafa fiskarnir dagað uppi á sléttlendi í kringum ána þegar vatnið sjatnaði.“ Á vef Veðurstofunnar segir að ummerki á svæðinu bendi til þess að vatnsborðið hafi náð upp undir brúarbitana við brúna yfir Hvítá og að farvegur árinnar niður við Húsafellskóg hafi verið barmafullur að sögn sjónvarvotta. Ummerki flóðsins sjáist allt niður að Borgarfjarðarbrú. Óyfirfarnar mælingar sem sýna vatnshæð við Kljáfoss í Hvítá.Veðurstofa Íslands Skoða aðstæður með þyrlu Í dag mun sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands fljúga með þyrlu Landhelgisgæslunnar og skoða aðstæður við lónið. Þá verður sannreynt hvort hlaupið hafi komið úr þessu lóni, en eins og er þykir það vera líklegasta skýringin. „Jarðvísindagögn sem félagar okkar hjá Jarðvísindastofnun Háskólans hafa skoðað benda eindregið til þess að hlaupið hafi komið úr þessu lóni,“ segir Tómas. Hann segir hlýindi síðustu daga valda því að það bráðnar meira af jöklinum en ella með þeim afleiðingum að vatnsrennsli eykst. Þá aukast líkurnar á því að rof verði á jökulgörðum, en að sögn Tómasar eru fleiri lón að myndast vegna breytinga í veðurfari. „Þetta lón hefur myndast vegna hörfunar jökulsins sem er afleiðing af þessum almennu hlýindum yfir margra ára tímabil. Það eru að myndast lón við jökla landsins víða.“
Borgarbyggð Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira