Neymar verður ekki refsað og má því spila úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 10:00 Neymar sést hér ber að ofan og með Leipzig-treyjuna sem hann fékk í skiptunum. EPA-EFE/Manu Fernandez Reglurnar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu um að leikmenn megi ekki skiptast á treyjum eftir leiki í Evrópukeppnum og með landsliðum eru í raun ekki reglur heldur aðeins tilmæli. Þetta kom endanlega í ljós eftir að UEFA ákvað að aðhafast ekki neitt í því að Brasilíumaðurinn Neymar gerðist sekur um að skiptast á treyjum eftir undanúrslitaleik PSG og Leipzig í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Eftir 3-0 sigur PSG á Leipzig þá skiptist Neymar á treyjum við Marcel Halstenberg hjá Leipzig en enginn annar leikmaður franska liðsins fór úr sinni keppnistreyju inn á vellinum. There were suggestions of a ban ahead of the final...https://t.co/4BRDcv9x2u— Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2020 Margir erlendir fjölmiðlar fóru strax að tala um að Neymar þyrfti annað hvort að fara í eins leiks bann eða í tólf daga sóttkví. Neymar fær hins vegar að spila langþráðan úrslitaleik í Meistaradeildinni með liði Paris Saint Germain en PSG eyddi meðal annars öllum milljörðunum í hann til þess einmitt að hann myndi hjálpa liðinu að vinna loksins Meistaradeildina. Í umræddum sóttvarnarreglum kemur fram að þar séu leikmönnum ráðlagt að halda sig frá því að skiptast á keppnistreyjum. Þar kemur líka fram að fylgi leikmenn ekki tilmælum um sóttvarnir þá gæti það þýtt refsingu eins og önnur agabrot. Lykilatriðið er aftur á móti að reglan um bann við treyjuskiptum er aðeins tilmæli en ekki bein regla. Kannski svipað og reglan með því að hrækja ekki á völlinn sem leikmenn virðast brjóta við hvert tækifæri. Neymar sleppur því með skrekkinn og fær að spila þennan úrslitaleik á móti Bayern München. Fótboltaáhugafólk gleðst örugglega yfir því enda vilja allir sjá bestu leikmennina spila á sunnudaginn kemur. Miðað við formið á Bayern liðinu þá þarf PSG líka á öllum sínum mönnum að halda og gott betur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Reglurnar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu um að leikmenn megi ekki skiptast á treyjum eftir leiki í Evrópukeppnum og með landsliðum eru í raun ekki reglur heldur aðeins tilmæli. Þetta kom endanlega í ljós eftir að UEFA ákvað að aðhafast ekki neitt í því að Brasilíumaðurinn Neymar gerðist sekur um að skiptast á treyjum eftir undanúrslitaleik PSG og Leipzig í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Eftir 3-0 sigur PSG á Leipzig þá skiptist Neymar á treyjum við Marcel Halstenberg hjá Leipzig en enginn annar leikmaður franska liðsins fór úr sinni keppnistreyju inn á vellinum. There were suggestions of a ban ahead of the final...https://t.co/4BRDcv9x2u— Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2020 Margir erlendir fjölmiðlar fóru strax að tala um að Neymar þyrfti annað hvort að fara í eins leiks bann eða í tólf daga sóttkví. Neymar fær hins vegar að spila langþráðan úrslitaleik í Meistaradeildinni með liði Paris Saint Germain en PSG eyddi meðal annars öllum milljörðunum í hann til þess einmitt að hann myndi hjálpa liðinu að vinna loksins Meistaradeildina. Í umræddum sóttvarnarreglum kemur fram að þar séu leikmönnum ráðlagt að halda sig frá því að skiptast á keppnistreyjum. Þar kemur líka fram að fylgi leikmenn ekki tilmælum um sóttvarnir þá gæti það þýtt refsingu eins og önnur agabrot. Lykilatriðið er aftur á móti að reglan um bann við treyjuskiptum er aðeins tilmæli en ekki bein regla. Kannski svipað og reglan með því að hrækja ekki á völlinn sem leikmenn virðast brjóta við hvert tækifæri. Neymar sleppur því með skrekkinn og fær að spila þennan úrslitaleik á móti Bayern München. Fótboltaáhugafólk gleðst örugglega yfir því enda vilja allir sjá bestu leikmennina spila á sunnudaginn kemur. Miðað við formið á Bayern liðinu þá þarf PSG líka á öllum sínum mönnum að halda og gott betur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu