„Auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram“ Sylvía Hall skrifar 19. ágúst 2020 15:37 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir engin stórvægileg vandamál hafa komið upp eftir að breyttar reglur tóku gildi varðandi komu ferðamanna hingað til lands í dag. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að um þrjátíu þýskir ferðamenn hafi ekki vitað af því að þeir þyrftu í fimm daga sóttkví. Að sögn Víðis er reynt að leiðbeina fólki og því veittar upplýsingar um gististaði sem eru í boði. Allt kapp hafi verið lagt á að koma upplýsingum til skila en það hafi ekki náð til allra. „Ég held það hafi engin stórvægileg vandamál komið upp, það eru auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram. Svona er þetta þegar hraðinn er mikill. Þrátt fyrir að við höfum reynt að koma miklum upplýsingum frá okkur að þá náði þetta ekki til allra,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Um 250 staðir hafa skráð sig á lista Ferðamálastofu yfir staði sem hýsa fólk í sóttkví, en með breyttum reglum þurfa allir í tvöfalda skimun og 4-5 daga sóttkví við komuna til landsins. Víðir segir bætt hafa verið í upplýsingagjöf en endanleg útfærsla á öllum textum hafi ekki farið út fyrr en í gærkvöldi. „Þetta er náttúrulega á átta tungumálum á covid.is. Við erum búin að setja inn alls staðar á ensku og úr öllum þeim tungumálum sem við erum búin að fá úr þýðingu. Það er unnið daga og nætur við að fá þetta inn en hraðinn er mikill eins og allir vita,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir engin stórvægileg vandamál hafa komið upp eftir að breyttar reglur tóku gildi varðandi komu ferðamanna hingað til lands í dag. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að um þrjátíu þýskir ferðamenn hafi ekki vitað af því að þeir þyrftu í fimm daga sóttkví. Að sögn Víðis er reynt að leiðbeina fólki og því veittar upplýsingar um gististaði sem eru í boði. Allt kapp hafi verið lagt á að koma upplýsingum til skila en það hafi ekki náð til allra. „Ég held það hafi engin stórvægileg vandamál komið upp, það eru auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram. Svona er þetta þegar hraðinn er mikill. Þrátt fyrir að við höfum reynt að koma miklum upplýsingum frá okkur að þá náði þetta ekki til allra,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Um 250 staðir hafa skráð sig á lista Ferðamálastofu yfir staði sem hýsa fólk í sóttkví, en með breyttum reglum þurfa allir í tvöfalda skimun og 4-5 daga sóttkví við komuna til landsins. Víðir segir bætt hafa verið í upplýsingagjöf en endanleg útfærsla á öllum textum hafi ekki farið út fyrr en í gærkvöldi. „Þetta er náttúrulega á átta tungumálum á covid.is. Við erum búin að setja inn alls staðar á ensku og úr öllum þeim tungumálum sem við erum búin að fá úr þýðingu. Það er unnið daga og nætur við að fá þetta inn en hraðinn er mikill eins og allir vita,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45
Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48
Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31