„Auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram“ Sylvía Hall skrifar 19. ágúst 2020 15:37 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir engin stórvægileg vandamál hafa komið upp eftir að breyttar reglur tóku gildi varðandi komu ferðamanna hingað til lands í dag. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að um þrjátíu þýskir ferðamenn hafi ekki vitað af því að þeir þyrftu í fimm daga sóttkví. Að sögn Víðis er reynt að leiðbeina fólki og því veittar upplýsingar um gististaði sem eru í boði. Allt kapp hafi verið lagt á að koma upplýsingum til skila en það hafi ekki náð til allra. „Ég held það hafi engin stórvægileg vandamál komið upp, það eru auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram. Svona er þetta þegar hraðinn er mikill. Þrátt fyrir að við höfum reynt að koma miklum upplýsingum frá okkur að þá náði þetta ekki til allra,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Um 250 staðir hafa skráð sig á lista Ferðamálastofu yfir staði sem hýsa fólk í sóttkví, en með breyttum reglum þurfa allir í tvöfalda skimun og 4-5 daga sóttkví við komuna til landsins. Víðir segir bætt hafa verið í upplýsingagjöf en endanleg útfærsla á öllum textum hafi ekki farið út fyrr en í gærkvöldi. „Þetta er náttúrulega á átta tungumálum á covid.is. Við erum búin að setja inn alls staðar á ensku og úr öllum þeim tungumálum sem við erum búin að fá úr þýðingu. Það er unnið daga og nætur við að fá þetta inn en hraðinn er mikill eins og allir vita,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir engin stórvægileg vandamál hafa komið upp eftir að breyttar reglur tóku gildi varðandi komu ferðamanna hingað til lands í dag. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að um þrjátíu þýskir ferðamenn hafi ekki vitað af því að þeir þyrftu í fimm daga sóttkví. Að sögn Víðis er reynt að leiðbeina fólki og því veittar upplýsingar um gististaði sem eru í boði. Allt kapp hafi verið lagt á að koma upplýsingum til skila en það hafi ekki náð til allra. „Ég held það hafi engin stórvægileg vandamál komið upp, það eru auðvitað margir ósáttir að hafa ekki vitað af þessu fyrirfram. Svona er þetta þegar hraðinn er mikill. Þrátt fyrir að við höfum reynt að koma miklum upplýsingum frá okkur að þá náði þetta ekki til allra,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Um 250 staðir hafa skráð sig á lista Ferðamálastofu yfir staði sem hýsa fólk í sóttkví, en með breyttum reglum þurfa allir í tvöfalda skimun og 4-5 daga sóttkví við komuna til landsins. Víðir segir bætt hafa verið í upplýsingagjöf en endanleg útfærsla á öllum textum hafi ekki farið út fyrr en í gærkvöldi. „Þetta er náttúrulega á átta tungumálum á covid.is. Við erum búin að setja inn alls staðar á ensku og úr öllum þeim tungumálum sem við erum búin að fá úr þýðingu. Það er unnið daga og nætur við að fá þetta inn en hraðinn er mikill eins og allir vita,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45 Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. 19. ágúst 2020 13:45
Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48
Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. 17. ágúst 2020 15:31