Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 21:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. Um helgina birtist mynd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með vinkonum sínum þar sem tveggja metra reglan var ekki virt. Sóttvarnarlæknir sagði í fréttum okkar í gær að ráðherra hafi ekki brotið sóttvarnarreglur. „Ég tel ekki að hún hafi brotið reglurnar og reglugerðina eins og hún stendur en ég tel að hún hafi ekki farið eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir var búinn að gefa út,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þarna sé því um tvennt að ræða annars vegar reglur heilbrigðisráðuneytisins og hins vegar leiðbeiningar sóttvarnalæknis. „Þar er kveðið á um skyldu rekstraraðila til að tryggja fólki sem ekki býr á sama heimili tveggja metra regluna. Hins vegar eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis á þá leið að við biðlum til allra að fara eftir tveggja metra reglunni en undanskiljum þá sem búa á sama heimili og reyndar hef ég líka talað um óskylda og skylda aðila,“ segir Þórólfur. „Það er það sem hefur valdið ruglingi og það er það sem við þurfum að skýra aðeins betur.“ Tveggja metra reglan tekið breytingum frá 31. júlí En hvað hefur verið sagt um tveggja metra regluna síðan hún tók gildi á ný þann 31. júlí. „Þar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði tveggja metra reglan viðhöfð á milli einstaklinga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 30. júlí þar sem nýjar reglur voru kynntar. „Þar af leiðandi er það ekki þessi tveggja metra regla sem við höfum verið að tala um, að fólk sem er ekki mjög náið eða deilir ekki sama heimili virði þá tveggja metra reglu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi vegna kórónuveiru þann 7. ágúst. „En áfram eru persónubundnar og einstaklingsbundnar sóttvarnir langöflugasta tækið til að berja niður þessa veiru og það hefur ekki breyst. Hertar aðgerðir á landamærum koma aldrei í staðin fyrir,“ sagði Þórdís Kolbrún á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 14. ágúst. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. Um helgina birtist mynd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með vinkonum sínum þar sem tveggja metra reglan var ekki virt. Sóttvarnarlæknir sagði í fréttum okkar í gær að ráðherra hafi ekki brotið sóttvarnarreglur. „Ég tel ekki að hún hafi brotið reglurnar og reglugerðina eins og hún stendur en ég tel að hún hafi ekki farið eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir var búinn að gefa út,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þarna sé því um tvennt að ræða annars vegar reglur heilbrigðisráðuneytisins og hins vegar leiðbeiningar sóttvarnalæknis. „Þar er kveðið á um skyldu rekstraraðila til að tryggja fólki sem ekki býr á sama heimili tveggja metra regluna. Hins vegar eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis á þá leið að við biðlum til allra að fara eftir tveggja metra reglunni en undanskiljum þá sem búa á sama heimili og reyndar hef ég líka talað um óskylda og skylda aðila,“ segir Þórólfur. „Það er það sem hefur valdið ruglingi og það er það sem við þurfum að skýra aðeins betur.“ Tveggja metra reglan tekið breytingum frá 31. júlí En hvað hefur verið sagt um tveggja metra regluna síðan hún tók gildi á ný þann 31. júlí. „Þar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði tveggja metra reglan viðhöfð á milli einstaklinga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 30. júlí þar sem nýjar reglur voru kynntar. „Þar af leiðandi er það ekki þessi tveggja metra regla sem við höfum verið að tala um, að fólk sem er ekki mjög náið eða deilir ekki sama heimili virði þá tveggja metra reglu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi vegna kórónuveiru þann 7. ágúst. „En áfram eru persónubundnar og einstaklingsbundnar sóttvarnir langöflugasta tækið til að berja niður þessa veiru og það hefur ekki breyst. Hertar aðgerðir á landamærum koma aldrei í staðin fyrir,“ sagði Þórdís Kolbrún á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 14. ágúst.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01
Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58
„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58