Barcelona lætur yfirmann knattspyrnumála fara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 19:30 Eric Abidal við hlið Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty Það er svo sannarlega verið að taka til hendinni í herbúðum spænska stórveldisins þessa dagana. Þjálfarinn farinn, yfirmaður knattspyrnumála farinn og allir leikmenn liðsins nema fimm eru til sölu. Quique Setién var látinn taka poka sinn á dögunum eftir aðeins átta mánuði sem þjálfari liðsins. Nú er búið að staðfesta brottför Eric Abidal en þessi fyrrum leikmaður liðsins hafði gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála undanfarin tvö ár. Hans síðasta verk í starfi var að reka áðurnefndan Setién. [LATEST NEWS]Agreement for the ending of Éric Abidal's contract— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 18, 2020 Hinn fertugu Abidal lék með Börsungum frá 2007 til 2013. Árið 2011 greindist hann með æxli í lifur en tókst þó að spila allt fram til ársins 2014. Hann spilaði þó ekki marga leiki og færði sig um set til Mónakó í Frakklandi og svo Olympiakos í Grikklandi áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2014. Alls lék hann 125 deildarleiki fyrir Börsunga og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu tvívegis. Þá lék hann 67 landsleiki fyrir franska landsliðið. Í yfirlýsingu Barcelona segir að félagið og Abidal hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu. Ef til vill eykur þetta líkurnar á að Argentínumaðurinn Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins en hann lenti upp á kant við Abidal fyrr á leiktíðinni. „Félagið óskar Abidal alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum fyrir fagmennsku, staðfestu og prúðmennsku sína,“ sagði í frekar hefðbundinni yfirlýsingu frá félaginu er brotthvarf Abidal var staðfest. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00 Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34 Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00 Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Það er svo sannarlega verið að taka til hendinni í herbúðum spænska stórveldisins þessa dagana. Þjálfarinn farinn, yfirmaður knattspyrnumála farinn og allir leikmenn liðsins nema fimm eru til sölu. Quique Setién var látinn taka poka sinn á dögunum eftir aðeins átta mánuði sem þjálfari liðsins. Nú er búið að staðfesta brottför Eric Abidal en þessi fyrrum leikmaður liðsins hafði gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála undanfarin tvö ár. Hans síðasta verk í starfi var að reka áðurnefndan Setién. [LATEST NEWS]Agreement for the ending of Éric Abidal's contract— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 18, 2020 Hinn fertugu Abidal lék með Börsungum frá 2007 til 2013. Árið 2011 greindist hann með æxli í lifur en tókst þó að spila allt fram til ársins 2014. Hann spilaði þó ekki marga leiki og færði sig um set til Mónakó í Frakklandi og svo Olympiakos í Grikklandi áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2014. Alls lék hann 125 deildarleiki fyrir Börsunga og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu tvívegis. Þá lék hann 67 landsleiki fyrir franska landsliðið. Í yfirlýsingu Barcelona segir að félagið og Abidal hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu. Ef til vill eykur þetta líkurnar á að Argentínumaðurinn Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins en hann lenti upp á kant við Abidal fyrr á leiktíðinni. „Félagið óskar Abidal alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum fyrir fagmennsku, staðfestu og prúðmennsku sína,“ sagði í frekar hefðbundinni yfirlýsingu frá félaginu er brotthvarf Abidal var staðfest.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00 Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34 Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00 Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00
Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34
Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00
Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15